Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er lag að eiga góða stund með
vinum og vandamönnum. Samt verður þú að
muna eftir að hlúa að þér líka. Farðu á
stefnumót við sjálfa/n þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur smekk heimsborgarans og vilt
njóta fagurra hluta með öðrum. Leggðu mál-
in vel niður fyrir þér áður en þú ákveður þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mann langar í margt, en reyndu að
langa í það sem þú átt. Sýndu þolinmæði og
aftur þolinmæði og láttu aðra ekki slá þig út
af laginu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þig skortir sjálfstraust til að standa í
orðaskaki. Aðrir mega telja sig lánsama fyrir
það að þú skulir standa með þeim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Dagurinn í dag gæti orðið sérstaklega
skemmtilegur í vinnunni. Góður vinur þarfn-
ast aðstoðar þinnar og þú skalt hjálpa hon-
um án þess að gera hans vandamál að þín-
um.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Lífið færir þér eitthvað nýtt að horfa á
– og þú gleypir það allt. Fáðu vini þína til liðs
við þig. Sú staðreynd að aðrir sjái ekki vanda-
málið, þýðir ekki að það sé ekkert vandamál.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eftir þér verður tekið á almennum vett-
vangi í dag, á einhvern hátt. Leitaðu til ein-
hvers sem getur hjálpað þér með því að
miðla af reynslu sinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gættu þess að láta fólk ekki
hafa of mikil áhrif á þig því það hefur þú
reynt áður. Allir virðast taka þér eins og þú
ert og kunna að meta að þú lætur hendur
standa fram úr ermum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fyrir suma snýst jafnvægi í fjár-
málum um að vilja minna og afla meiri tekna.
Gefðu þér góðan tíma til þess að velta mál-
unum fyrir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert fullur af krafti og iðar í
skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hef-
ur verið á biðlistanum. Himintunglin draga
fram kosti endurtekningarinnar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu opin/n fyrir fleiri en einni
lausn á viðkvæmu deilumáli, sem þú stendur
í. Sjáðu til þess að ósýnilegir kraftar hugsi
um þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hamingjan og óhamingjan eiga það
sameiginlegt að koma og fara. Láttu í þér
heyra, einhver með svipaðar þarfir skríður úr
híði sínu.
Kerlingin á Skólavörðuholtinufékk skuggalegar fréttir af
kunningja sínum:
Snöggt brá víst Snæólfi Heði
snarleg‘ann hverfðist á geði
í friðsælum bæ
þann fjórtánda maí
fyrst þá er kenndi hann greði.
Hreinn Guðvarðarson sá óðar
hvað vakti fyrir kerlu:
Kerlingin beið inn á beði
brosand’ af hamingj’ og gleði
í friðsælum bæ
þann fjórtánda maí
er karlinn loks gneistað’ af „greði“.
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson
sagði óábyrgt að fara í viðræður við
ESB varð Steini Kristjánssyni að
orði:
Íslenzk þjóð með allt þitt fé!
ábyrg meður góðan séff.
Ekki ganga í Eessbjé
eins og Dorritt Mússajeff!
Sagt er að trúin flytji fjöll. Davíð
Hjálmar Haraldsson leggur út af
því:
Það er sagt að trúin flytji fjöll
og firnindi ef bæta þarf og laga,
því er best að ganga á þau öll
áður en hún færir Tröllaskaga.
Magnús Ólafsson byggði sér sum-
arhús á Sveinsstöðum með miklu
útsýni norður yfir sveitina og allt
norður á Spákonufell. „Þangað fæ
ég oft góða gesti í heimsókn og á
laugardagskvöldið sagði ég við
góða gesti:
Allt er núna oss í hag
eftir þessu takið.
Sitjum hér við sólarlag
og sötrum koníakið.“
Að lokum „örlítið ljóð fyrir svefn-
inn“ eftir skáldið Sigrúnu Haralds-
dóttur:
nú lægir vind
og fislétt alda
fellur þýtt
um fjörusteina máða
eitt stundarbil
er stafalogn
og stilla og þögnin ráða
svo grafarkyrrð
því grænklædd jörðin
gengin er til náða
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af kerlingunni, Snæólfi
Heði og fjórtánda maí
Í klípu
PABBI REYNDI, EN AFMÆLIN VORU
ALLTAF BETRI HJÁ MÖMMU.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PÍTSAN ER KOMIN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara út í vonda
veðrið til að ná í lyfin
hennar.
ÓKEI, ÓSKAÐU ÞÉR
OG BLÁSTU SVO Á
LJÓSAPERUNA.
PASSIÐ YKKUR
Á RÚLLANDI
STEINUM
FRAMUNDAN!
ÉG KOMST ALDREI Á
STEFNUMÓTIÐ MEÐ LÍSU.
VINDURINN VAR Á
MÓTI MÉR.
LÍSA ER
HEPPIN KONA.Mikið hefur verið látið meðframmistöðu Brasilíu í hinum
svokölluðu álfuleikum í knattspyrnu.
Vissulega spiluðu Brasilíumenn eins
og sá sem valdið hefur, létu boltann
ganga leifturhratt og sprengdu upp
varnir andstæðinganna. Hinn umtal-
aði Neymar sýndi að honum er ekki
alls varnað og tilhugsunin um að
næsta vetur spili hann og Messi hlið
við hlið í FC Barcelona fær Víkverja
til að velta fyrir sér hvort það sé
sanngjarnt, frekar en þegar bestu
strákarnir í fótbolta hrúguðu sér all-
ir í sama lið á leikvellinum í gamla
daga þannig að andstæðingarnir áttu
ekki séns. Þó er vissulega frekar til-
hlökkunarefni að eiga von á því að
þessir tveir snillingar eigi eftir að
spila hlið við hlið. Nái þeir að stilla
saman strengi sína og forðast egó-
bólgur má búast við sannkallaðri
veislu.
x x x
Víkverji áttar sig ekki á hvort sigurBrasilíu á Spáni ber því vitni að
valdaskeið Spánverja í knattspyrnu
sé á enda. Spánverjar hafa leikið af
miklum móð undanfarin ár, en á síð-
asta stórmóti mátti þó greina að
broddurinn í sóknarleik þeirra var
ekki jafn hvass og áður. Hrakfarir
spænskra félagsliða gegn þýskum
liðum í meistaradeild Evrópu í vetur
hafa síðan verið notaðar til að smíða
rök í kringum kenningar um að
spænski boltinn sé að þrotum kom-
inn. Víkverja finnst hæpið að afskrifa
Spánverjana. Þótt vissulega séu þeir
ekki jafn sannfærandi og áður eru
þeir engir aukvisar. Þess utan hafa
Brasilíumenn verið svo gott sem
ósigrandi á heimavelli í hálfan
mannsaldur. Brasilískir áhorfendur
kunna greinilega að láta í sér heyra
og spara sig hvergi við að hvetja sína
menn til dáða. Það hlýtur að vera
frekar þrúgandi að spila fótbolta
þegar tugþúsundir áhorfenda baula í
hvert skipti sem maður snertir bolt-
ann, þótt auðvitað verði að ætla að
ríkjandi heims- og Evrópumeistarar
ættu að vera ýmsu vanir. Bras-
ilíumenn hljóta hins vegar að teljast
æði sigurstranglegir á næsta heims-
meistaramóti, sem haldið verður í
Brasilíu, og verður sennilega lítið að
græða á því hjá veðbönkum að veðja
á að þeir verði næstu heimsmeist-
arar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð.
(Rómverjabréfið 3:23)
- með morgunkaffinu