Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
✝ GunnlaugurPálmi Stein-
dórsson fæddist í
Reykjavík 25. októ-
ber 1925. Hann
andaðist á heimili
sínu 21. júní 2013.
Foreldrar Gunn-
laugs voru Stein-
dór Gunnlaugsson,
lögfræðingur í
Reykjavík, f. 1889,
d. 1971 og Bryndís
Pálmadóttir húsmóðir, f. 1897,
d. 1988.
Systir Gunnlaugs var Anna
Soffía skrifstofustjóri, f. 1923,
d. 1997, gift Páli Sigurðsyni
verkfræðingi, f. 1917, d. 1966.
Foreldrar Steindórs voru
Gunnlaugur Þorsteinsson
hreppstjóri og dbrm. á Kiðja-
bergi í Grímsnesi og Soffía
Skúladóttir húsfreyja. For-
eldrar Bryndísar voru sr. Pálmi
Þóroddsson prestur að Felli í
Sléttuhlíð og Anna Hólmfríður
Jónsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Gunnlaugs var
Guðrún Haraldsdóttir, versl-
unarkona og húsmóðir, f. 23.5.
1928, d. 20.1. 2013, dóttir
hjónana Haralds Jónssonar,
skipstjóra og útgerðarmanns
frá Gróttu og Ástu Særósar
Þorvarðardóttur húsmóður.
Synir Gunnlaugs og Guðrúnar
vélstjóri á togurum þ.á m. Þor-
keli mána og farskipum á ár-
unum 1947-1953 og þá vélstjóri
við Írafossvirkjun. Árið 1954
stofnaði hann ásamt öðrum
Vélsmiðjuna Dynjanda sf. sem
síðar varð innflutnings- og
heildverslun og var frá 1989
aðaleigandi fyrirtækisins, sem
heldur upp á 60 ára afmæli á
næsta ári. Gunnlaugur var
brautryðjandi í að kynna og út-
vega viðurkenndan örygg-
isbúnað, persónuhlífar, örygg-
isskó og vinnufatnað fyrir
starfsfólk í íslensku atvinnulífi
og hefur í nær 50 ár átt drjúg-
an þátt í að stuðla að aukinni
og almennri notkun örygg-
isbúnaðar sem hefur komið í
veg fyrir alvarleg slys á vinnu-
stöðum. Gunnlaugur sat í stjórn
ýmissa félaga, m.a. á vegum
málmiðnaðarins. Áhugamál
Gunnlaugs var að starfa fyrir
Oddfellow-regluna í öll þau 58
ár sem hann var félagi í stúk-
unni Þorkeli mána. Þá hefur
hann starfað í öðrum Reglu-
deildum s.s. Rbst. Þorgerði, Ob.
Petrusi og Canton Njáli auk
þess sem hann var félagi í Stór-
stúkunni. Nýverið var hann
stofnfélagi í tveimur nýjum
Regludeildum, Rbst. Þor-
gbjörgu í desember sl. og í Sæ-
mund fróða í apríl sl. Odd-
fellow-starfið var lífsstíll hans
og hafði hann ávallt hugsjónir
og velferð Reglunnar í fyr-
irrúmi.
Útför Gunnlaugs fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 3. júlí 2013, kl. 13.
eru: 1) Steindór
Gunnlaugsson
framkvæmdastjóri,
f. 11.10. 1961. Börn
Steindórs eru: a)
Bryndís Dögg há-
skólanemi, f. 22.9.
1986, sambýlis-
maður hennar er
Haukur Eggerts-
son bygginga-
tæknifræðingur, f.
6 2. 1980. Dóttir
þeirra er Emilía Björk, f. 19.12.
2006. b) Snædís, f. 2.12. 1992,
látin sama dag. c) Gunnlaugur
Egill, f. 19.5. 1994. Sambýlis-
kona Steindórs er Halldóra
Lydía Þórðardóttir sjúkraliði,
f. 17.9. 1959. Börn hennar eru:
Þuríður Ósk hjúkrunarfræð-
ingur, f. 13.6. 1981, Kjaran for-
ritari, f. 13.6. 1984 og Bene-
dikt, f. 6.1. 1993. 2) Haraldur
Páll Gunnlaugsson eðlisfræð-
ingur, búsettur í Danmörku, f.
9.6. 1967. Sambýliskona Har-
aldar Páls er Bolette Møller
Christensen háskólakennari.
Dóttir Bolette er Karla Baasch
Christensen grunnskólakenn-
ari, gift Søren Martin Christen-
sen.
Gunnlaugur lauk prófi í járn-
smíði frá Iðnskólanum 1946 og
prófi frá Vélskóla Íslands 1950
sem vélfræðingur. Hann var
Elsku afi, við hugsum mikið
til þín. Þú hefur afrekað gríð-
arlega margt gott á ævi þinni og
hefur ávallt verið sterk ímynd
fyrir okkur. Það var margt
aðdáunarvert í fari þínu. Þú
varst mjög duglegur og það eru
sennilega ekki margir sem vinna
alveg fram á sinn síðasta dag.
Þrátt fyrir veikindi og verki
kvartaðir þú ekki og hélst
ótrauður áfram í því sem þú
varst að gera. Jafnframt varstu
ákveðinn, með sterkar skoðanir
og lést engan vaða yfir þig. Það
er frábært hvað þið amma lifðuð
lífinu til fulls og létuð ekki veik-
indi stoppa ykkur í að ferðast,
skoða heiminn og njóta lífsins.
Okkur þótti vænt um sögurnar
sem þú sagðir okkur frá því sem
gerðist í gamla daga og sérstak-
lega sögurnar af ykkur ömmu.
Það er ótrúlega fallegt hvað þið
amma voruð ennþá ástfangin og
hugsuðuð vel hvort um annað
þrátt fyrir að hafa eytt næstum
allri ævinni saman. Þú varst
mjög umhyggjusamur maður og
hugsaðir vel um þá sem voru í
kringum þig. Við áttum margar
góðar stundir saman og okkur
þykir mjög vænt um tímann sem
við áttum með þér. Þú varst frá-
bær afi og mjög ástkær og þín
verður sárt saknað.
Þín barnabörn,
Bryndís Dögg og Gunn-
laugur Egill.
Hinn 21. júní sl. lést á heimili
sínu kær vinur og frændi, Gunn-
laugur Pálmi Steindórsson. Þeg-
ar góður vinur og félagi hverfur
okkur sækja á hugann minning-
ar liðinna ára. Ég kynntist þeim
hjónum, Guðrúnu og Gunnlaugi,
fyrst þegar við Hörður, ásamt
þremur sonum, fórum til Ten-
erife um jólin 1977. Þau hjónin
voru þar ásamt sínum tveimur
sonum, Steindóri og Halla Palla.
Þá hafði elskulegur frændi
minn, séra Jóhann Hlíðar,
ákveðið að eyða með okkur jól-
um þar, í sól og sumaryl. Jóhann
var beðinn um að hafa jóla-
messu, þar sem Íslendingar
söfnuðust saman. Eftir þá hátíð-
legu stund var sest niður við
góðar veitingar og spjall. Og
eins og oft vill verða, þegar Ís-
lendingar hittast, þarf að vita
deili á mönnum. Komust þá Jó-
hann og Gunnlaugur að því að
þeir væru frændur og notuðu
það síðan þegar þeir heilsuðust.
Síðan þá sagði Gunnlaugur allt-
af „sæl frænka“ og það þótti mér
vænt um. Nánari kynni tókust
síðan með okkur, þegar Hörður
og Gunnlaugur störfuðu saman í
Oddfellowreglunni. Einnig hef
ég fengið að njóta þess, að fá að
starfa með Gunnlaug mér við
hlið. Nú síðast þegar hann ákvað
að gerast stofnfélagi með 30
konum í nýstofnaðri stúku.
Hann var ótrúlega eljusamur og
alltaf mætti hann á fundi hjá
okkur. Hann fræddi okkur, leið-
beindi og styrkti okkar starf á
alla lund. Hans verður sárt
saknað. Hann var ávallt góður
vinur og félagi, sem gott var að
leita til. Þar fór sannur Oddfel-
lowi, sem tileinkaði sér og lifði
eftir þeim boðskap sem Oddfel-
lowreglan boðar.
Minningin um hann og öll
hans störf verður okkur styrkur
og til eftirbreytni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Með þessum orðum fylgir vin-
arkveðja frá Hildigunni Hlíðar
og Birgi Dagfinnssyni og Sigríði
Hlíðar og Karli Jeppesen.
Far þú í friði.
Brynja Hlíðar.
Við Gunnlaugur Steindórsson
vorum bræðrasynir og höfum
lengi átt samleið. Faðir hans,
Steindór Gunnlaugsson, var lög-
fræðingur og af ýmsum ástæð-
um var ég tíður gestur hjá hon-
um og Bryndísi konu hans á
skólaárum mínum. Gunnlaugi
kynntist ég aftur á móti ekki
verulega fyrr en ég hafði tekið
lögfræðipróf. Vorum við lengi
nágrannar í vesturbænum og lit-
um inn hvor hjá öðrum.
Um 1980 fór ég til framhalds-
náms í Kaupmannahöfn og bjó
ég þá um skeið hjá frænku hans,
Stellu Wolf. Kom Gunnlaugur
þá þangað í viðskiptaerindum
með syni sínum Haraldi Páli
sem þá var innan við fermingu.
Bauð hann okkur út að borða á
fínustu veitingastaði borgarinn-
ar, enda hafði Gunnlaugur gam-
an af því að halda sig vel í mat og
drykk á slíkum ferðum. Naut ég
góðs af því oftar en í þetta
skipti.
Eftir að hann stofnaði fyrir-
tæki sitt Dynjanda var hann öt-
ull við að kynna sér nýjungar í
grein sinni og sótti sýningar víðs
vegar í Evrópu. Held ég að vel-
gengni fyrirtækisins megi að
einhverju leyti skýra með því
hvað hann fylgdist vel með og
var duglegur að afla sambanda.
Veit ég að hann átti t.d. vini á
Ítalíu og víðar í álfunni.
Við vorum ættaðir frá Kiðja-
bergi í Grímsnesi og þar bjó
Halldór föðurbróðir okkar
þangað til hann lést upp úr 1980.
Féllu eignir hans í hlut okkar
systkinabarna hans en það voru
aðallega jarðirnar Kiðjaberg,
Hestur og Gíslastaðir. Á Kiðja-
bergi, sem var ættarsetur okk-
ar, stóð gamalt íbúðarhús sem
byggt var 1869 og talið elsta hús
í uppsveitum Árnessýslu. Var
okkur mörgum mikið í mun að
það yrði varðveitt og gat Gunn-
laugur náð samningi við Meist-
arafélag húsasmiða um að þeir
keyptu jörðina með þeirri kvöð
að þeir gerðu húsið upp í upp-
runalegri mynd og varðveittu
það. Held ég að báðir aðilar hafi
verið ánægðir með viðskiptin og
er þarna nú golfvöllur sem mikið
er notaður. Þá átti Gunnlaugur,
ásamt Gunnlaugi Briem, hug-
myndina að því að skipulagt var
sumarbústaðasvæði undir Hest-
fjalli á bökkum Hvítár og þykir
það eitt fegursta sumarbústaða-
hverfi á Suðurlandi. Eigum við
frændfólk Gunnlaugs honum því
mikið að þakka.
Gunnlaugur náði háum aldri
og gekk til vinnu flesta daga til
hins síðasta. Ég kom í Dynjanda
tíu dögum áður en hann lést og
var hann þá nýkominn frá
Frankfurt. Hafði hann þurft að
leggjast þar inn á spítala í
nokkra daga en var orðinn glað-
ur og reifur og horfði björtum
augum til framtíðarinnar. Hún
varð þó því miður styttri en við
hefðum vonast eftir en huggun
er það að hann hafði góða heilsu
allt til síðasta dags og skilur eft-
ir góðar minningar í hugum okk-
ar sem eftir lifum. Blessuð sé
minning hans.
Páll Skúlason.
Einstaka sinnum á lífsleiðinni
kynnist maður þannig mönnum
að þeir eiga hug manns og
hjarta. Þessir menn verða
manni ógleymanlegir, og þeir
skilja eftir í huga manns gott
veganesti. Það er eitthvað óút-
skýranlegt. Einhver góð tilfinn-
ing, traust virðing og góðvild
sem gera þessa menn svo stóra í
sjálfum sér, að þeir verða boð-
berar hins góða með nærveru
sinni. Gunnlaugur Pálmi var
þessi manngerð, hann hafði
þessa sterku og góðu áru, sem
svo fáum er gefið.
Þótt Gunnlaugur Pálmi hafi
verið kominn við aldur kom and-
lát hans öllum á óvart, hann var
fullur lífsgleði og var með heil-
mikil áform um hvað hann ætl-
aði að gera. Það síðasta sem við
ræddum um var fyrirhuguð ferð
okkar bræðra í Sæmundi fróða
til Washington á komandi vori,
og hinn aldni höfðingi ætlaði
ekki að láta sig vanta. Skjótt
skipast veður í lofti, stóll Gunn-
laugs Pálma er nú auður og við
bræður harmi slegnir. Ég kveð
þennan mikla mannvin með
trega í hjarta.
Fallin er ein rósin rjóð,
blöðin til moldar falla.
Minning þín bróðir ljúf og góð,
þín vinsemd bætti okkur alla.
Þinn fórnandi kærleik, mátum við
mest,
og veg vorn þú blómum skreyttir.
Í djúpsárum trega, vér þökkum þér,
þú varst sá sem gafst og veittir.
Guð gefi hinum látna ró og
þeim líkn sem lifa.
Ómar Sigurðsson.
Einis og fossinn Dynjandi er
eitt af fegurstu djásnum Íslands
var Gunnlaugur P. Steindórsson
í sama máta djásn í birtingu vin-
áttunnar og á meðal bræðra
minna í Oddfellowreglunni.
Hann stóð þar upp úr hópnum
eins mikilfenglegur og Dynjandi
sem fellur nær 100 metra fram
af Dynjandisheiði og breiðir úr
sér yfir bungumyndað bergið.
Þeir voru líkir eftir allt og sam-
ferðina í gegnum lífið og rekst-
urinn farsæla í 59 ár. Þannig
hafa þeir runnið saman í lífs-
læknum í reglulegum takti fram
af stöllum, þrep af þrepi og gæfa
og gengi fallið með við hvern hyl
og lygnu á lífsleiðinni til sjávar.
Ósar lífsins koma í lok langr-
ar leiðar þar sem straumurinn
hefur oft verið krappur og vilj-
inn til að ná árangri í starfi og
leik á við 100 mw virkjun. Allt
sem þessi aldni vinur og höfð-
ingi hefur tekið að sér í lífinu
hefur verið gert með þeim krafti
og vilja sem einkennir leiðir
manns sem eins og vatnið hefur
alltaf fundið réttu leiðina til
lausnar.
Hann útskrifaðist vélfræðing-
ur árið 1950 og var vélstjóri á
togurum og til sjós til ársins
1954 að hann stofnaði Dynjanda.
Gunnlaugur var stæðilegur
maður. Hann studdist við svart-
an staf og stakk örlítið við og
skrokkurinn vaggaði svolítið á
göngunni og hann hallaði höfð-
inu fram til að hafa ballansinn í
lagi. Hann var vel með á nót-
unum og augun kvik sem fylgd-
ust með hverri hreyfingu og
hverjum manni þar sem hann
var staddur á fundi eða sam-
komum. Unga fólkið hefði sagt:
„Hann er með’etta.“ Hann var
okkur fyrirmynd, var ferskari í
hugsun en margur yngri mað-
urinn.
Hann hvatti menn til dáða og
dró þannig vagninn í mörgum
málum með smitandi vilja sínum
og krafti. Áhugasamur um alla
hluti og vildi að framgangur
mála og verkefni gengju hratt
og vel fyrir sig. Hann var stór-
huga maður sem gekk glaður og
kvíðalaus á móti hverjum degi.
Það var mín heppni að eiga hann
sem vin og fyrir löngu ákváðum
við að hittast í Garðinum í sum-
ar.
Þar ætluðum við að treysta
böndin á milli okkar og Stein-
dórs sonar hans. Í leiðinni ætlaði
hann að rifja upp ættartengsl
fjölskyldu sinnar í Garðinum.
Við lok síðasta starfsdags hans á
skrifstofunni fannst útprentað
kort af Garðinum, hann hafði
merkt staðina sem hann vildi
heimsækja.
Hann var því búinn að ákveða
fundinn okkar og var klár að
koma, hann var á leiðinni til
vinafundar í Garðinum. Vina-
fundurinn bíður og ég hlakka til
þegar rétti tíminn kemur fyrir
okkur báða. Þá kemur hann á
móti mér með stafinn silfursleg-
inn í hendinni og kastar á mig
kveðju, hlæjandi, og opnar fyrir
hlýtt faðmlagið sem ég fell í eins
og barn í stóran faðm. Ég lærði
það af kynnum mínum við Gunn-
laug að ég finn ekki marga í
samfélaginu sem standa honum
miklu framar í þeirri hugsjón að
reynast samfélaginu vel og
verða betri maður. Ég mun
sakna dynjandans sem fylgdi
honum, kraftsins og hlýjunnar.
Ég votta fjölskyldu vinar míns
samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Það er ekki bara tregi og
söknuður í hjarta er við bræður í
Oddfellowstúku nr. 27, Sæ-
mundi fróða, kveðjum heiðurs-
félaga okkar Gunnlaug Pálma
Steindórsson. Heldur einnig
gleði og þakklæti fyrir að hafa
orðið þess heiðurs aðnjótandi að
fá að kynnast persónu hans og
vera honum samferða í því starfi
sem byggist á höfuðgildum Odd-
fellowreglunnar. Í slíku starfi er
fjársjóður fólginn í manngildi
þeirra sem eldri og reyndari eru
og gefa af örlæti sínu visku til
hinna yngri. Þess fengum við
bræður að njóta í ríkum mæli af
hendi Gunnlaugs sem af hóg-
værð og gjafmildi vann nýju
stúkunni okkar allt til heilla við
stofnun hennar á nýliðnu miss-
eri.
Starfsþrek hins aldna bróður
var ekki búið en kallið var kom-
ið. Hans bíða nú ný verkefni á
æðri vegum.
Megi minningin lifa um mæt-
an mann.
Kveðja frá Oddfellowstúku
nr. 27 Sæmundi fróða,
Guðmundur Pálsson.
Í dag kveðjum við með sökn-
uði mikinn öðling og kæran vin
hann „gamla Gulla“ eins og hann
skrifaði undir síðasta tölvubréf-
ið til okkar sem hann sendi að
morgni þess dags sem hann
skildi við og hvarf á vit hennar
Guðrúnar sinnar. Þau voru afar
samrýnd og elskuleg hjón og að-
eins fimm mánuðir síðan hún
kvaddi þennan heim en sá tími
var Gulla okkar afar erfiður.
Gulli var Oddfellowi af lífi og
sál í þau 58 ár sem hann starfaði
innan Oddfellow-reglunnar og
þar var honum trúað fyrir ótal
ábyrgðarstörfum. Til marks um
áhuga hans á öllu sem viðkom
Oddfellow þá lagði hann áherslu
á að komast á hátíðarfund hjá
Goethe-stúkunni í Frankfurt
sem haldinn var í tilefni af 65
ára endurreisn stúkunnar eftir
stríð, þegar ljóst var að við
myndum verða stödd í Frank-
furt hinn 27. maí sl. Mynd af
þeim viðburði geymdi hann síð-
an á náttborðinu hjá sér á spít-
alanum í Frankfurt og sýndi
hana læknum, hjúkrunarliði og
herbergisfélögum sínum, en það
var á þriðja degi okkar í Frank-
furt að Gulli varð skyndilega
veikur og var lagður inn á spít-
ala.
Eftir 10 daga legu var hann
orðinn þokkalega hress og alveg
ákveðinn í að hans tími væri
ekki kominn. Eftir útskrift af
sjúkrahúsinu var haldið heim á
leið með næstu vél. Eftir heim-
komuna átti hann síðan tvær
góðar vikur hér heima og því var
það okkur mikið áfall að heyra
um fráfall hans. Þær nærri tvær
vikur sem við dvöldum saman í
Frankfurt nú í maí/júní var hon-
um tíðrætt um hana Guðrúnu
sína og ferðir þeirra víða um
heim á þeim 64 árum sem þau
höfðu verið gift. Sl. haust fóru
þau hjón í aðra ferð sína á Ís-
lendingaslóðir í Bandaríkjunum
og Kanada með hópi Oddfellowa
sem kallar sig Kanadaklúbbinn.
Flogið var til Seattle og ekið
þaðan yfir Klettafjöllin með við-
komu í Vancouver. Var þetta
síðasta ferð þeirra hjóna saman
til útlanda. Í september nk. er
þegar búið að skipuleggja næstu
Oddfellow-ferð sem í þetta sinn
verður farin til Þýskalands.
Gulli var alveg ákveðinn í að
fara í þá ferð en örlögin tóku í
taumana og nú er hann farinn í
lengra ferðalag þar sem þau
hjónin geta haldið áfram að
ferðast saman.
Við viljum þakka fyrir allar
ánægjustundirnar sem við átt-
um saman. Minningin um þau
mætu hjón, Gulla og Guðrúnu,
mun lifa með okkur um ókomin
ár.
Kæri Steindór og Haraldur
Páll, við sendum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Eydís og Karl Jóhann.
Lagður er upp í sína hinstu
ferð vinur minn og félagi Gunn-
laugur Pálmi Steindórsson.
Gulla kynntist ég á haustdög-
um 1962, þegar ég ungur piltur
kom til viðtals á skrifstofu hans í
Vélsmiðjunni Dynjanda sem þá
var til húsa í Dugguvogi 7.
Á þessum tíma var ég óráðinn
í því hvað ég vildi nema, en vissi
að Gulli og pabbi voru góðir vin-
ir út frá samstarfi í Oddfellow-
reglunni. Gulli tók mér strax
mjög vel og ég gerðist lærlingur
í smiðju þeirra heiðursmanna
Gulla og Bjössa – Björns R. Ás-
mundssonar. Hjá þeim starfaði
ég síðan með smáhléum til árs-
ins 1981, fyrst sem nemi og síð-
an sem vélvirki, en lengst af
vann ég með Gulla sem sölu-
stjóri í verslun Dynjanda.
Á þeim tíma þurftum við oft
að fara utan til að afla fyrirtæk-
inu umboða. Gulla var alls stað-
ar vel tekið og hann eignaðist
marga góða vini, enda ræktaði
hann sambandið við vini og fé-
laga fram á síðasta dag. Gulli
var nýkominn heim frá Frank-
furt úr „business-ferð“ þegar
hann lést. Þótt skrokkurinn
væri orðinn lúinn, var hugurinn
og starfsgleðin enn til staðar.
Gulli var mikill heiðursmaður
og höfðingi, hvort sem var í
vinnu eða utan hennar, og ekki
var leiðinlegt að sækja heim þau
hjónin Gunnlaug og Guðrúnu.
Ég á það Gulla að stórum
hluta að þakka að ég gekk til liðs
við Oddfellow-regluna, þar sem
við höfum verið félagar í aldar-
fjórðung. Gulli var mikill Odd-
fellow-maður og var alla tíð ötull
liðsmaður og gegndi æðstu trún-
aðarstörfum fyrir stúku sína,
líknarsjóð og Oddfellow-húsið,
svo fátt sé upp talið.
Fyrir réttri viku, við jarðar-
för móður minnar, hitti ég Gulla
í síðasta sinn. Hann var þá hress
að vanda, og hafði það á orði við
son minn, Sigurð Gunnar, er
starfað hefur hjá þeim feðgum í
Dynjanda en starfar nú erlend-
is, að hann yrði að fara að koma í
kaffi áður en hann yrði allur – en
af því varð ekki.
Ég kveð hér félaga minn með
söknuði, en minning um góðan
dreng mun lifa.
Vinum mínum Steindóri, Har-
aldi Páli og fjölskyldum þeirra
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kristinn Gíslason.
Gunnlaugur Pálmi
Steindórsson