Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 35
þremur smáhýsum, Dalvík Hostel-
Gimli og „gamla bænum“ sem er 99
ára gamalt hús við Vegamót á Dalvík.
Að auki leigja þau út Brekkusel,
skíðaskála Skíðafélags Dalvíkur, á
sumrin en hann er vinsæll meðal
gönguhópa og fyrir lítil ættarmót.
Gistingin er hluti af Farfuglum á Ís-
landi, Hostelling International og
hefur meðal gesta hlotið lof fyrir að-
búnað, skreytingar og gott andrúms-
loft á gististöðum sínum. Fyrirtækið
var sl. sumar lengi vel með hæstu ein-
kunn innan Hi Hostels-keðjunnar í
heiminum þegar teknar eru saman
einkunnagjafir gesta.
Sögusetur um Bakkabræður
Helstu áhugamál Bjarna eru ljós-
myndun, að gera upp gömul hús og
gamla hluti en því áhugamáli deilir
hann af ástríðu með Kristínu, sam-
býliskonu sinni til 27 ára. Bjarni
hefur unnið lengi með börnum og
unglingum og í tengslum við íþrótta-
hreyfinguna meðan hann vann sem
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvík-
urbyggðar. Meðal annars stóð hann
fyrir þátttöku ungmenna frá Dalvík-
urbyggð á æskulýðsmótum víða um
Evrópu og á Dalvík árlega í 17 ár.
Bjarni kom á fót Ungmenna- og tóm-
stundabúðum á vegum UMFÍ og sá
um reksturinn í byrjun.
Bjarni er að aðstoða konu sína við að
koma upp sögusetri um Bakkabræður
á Dalvík og stefnt er á að fyrsta áfanga
ljúki næsta vor. Útivist og ferðalög eru
ofarlega á vinsældalistanum, fótbolti
og skíði með fjölskyldunni en yngsta
dóttirin heldur föður sínum enn upp-
teknum við að fylgjast með henni á
skíðamótum og við fótboltaiðkun.
Bjarni er með þolinmóðari Liverpool-
aðdáendum í heiminum og er ekkert
að gefast upp á sínum mönnum. Hann
lék knattspyrnu með Magna frá Greni-
vík og einnig knattspyrnuliði UMFS á
Dalvík á árum áður og þykir enn lið-
tækur á þessu sviði með félögum sín-
um í bumbubolta.
Bjarni mun verja afmælisdeginum
í faðmi fjölskyldunnar á Vegamótum
á Dalvík og við að búa um rúm fyrir
fjölmarga ferðamenn sem leggja leið
sína til hans á Dalvík á leið sinni um
landið.
Fjölskylda
Kona Bjarna, Kristín Aðalheiður
Símonardóttir, 19.9. 1964, rekur
ferðaþjónustu á Dalvík. Foreldrar
hennar eru Símon Ellertsson, f.
25.7.1939, altmuligmaður á Dalvík, og
María Snorradóttir, f. 8.5. 1943, hús-
móðir á Dalvík.
Börn Bjarna og Kristínar eru Anna
Margrét Bjarnadóttir, f. 19.2. 1991,
nemi í tannlækningum við HÍ. Maki
hennar er Daníel Alexandersson
nemi í læknisfræði við HÍ; María
Bjarnadóttir, f. 7.9. 1993, er að hefja
nám í félagsfræði við HÍ. Maki henn-
ar er Árni Jóhannesson, nemi í hug-
búnaðarverkfræði við HÍ; Bríet Brá
Bjarnadóttir, f. 2.10. 2000.
Systkini Bjarna eru Gunnar Gunn-
arsson, f. 21.7. 1964, sjómaður á Ak-
ureyri; Ingibjörg Gunnarsdóttir, f.
27.4. 1969, kennari á Akureyri; Stefán
Haukur Gunnarsson, f. 6.7. 1973,
starfsmaður við harðfiskverkunina
Darra á Grenivík.
Foreldrar Bjarna eru Gunnar Stef-
ánsson, f. 18.12. 1938, fyrrv. sjómaður
á Grenivík, og Anna Margrét Bjarna-
dóttir, f. 14.7. 1941, fiskverkakona og
starfsmaður í íþróttamiðstöð á Greni-
vík.
Úr frændgarði Bjarna Gunnarssonar
Bjarni
Gunnarsson
Anna Margrét Vigfúsdóttir
húsfreyja frá Selárbakka á
Árskógsströnd
Friðrik Kristinsson
verkamaður og sjómaður frá
Hjalla á Látraströnd
Guðrún Friðriksdóttir
húsfr. á Jarlsstöðum í Höfðahv.
Bjarni Benediktsson
b. og múrari á Jarlsst. í Höfðahv.
Anna Margrét Bjarnadóttir
fiskvinnslukona á Grenivík
Steinlaug Guðmundsdóttir
húsfr. á Jarlsstöðum í Höfðahv.
Benedikt Sigurbjörnsson
bóndi á Jarlsstöðum í Höfðahverfi
Valgerður Jóhannesdóttir
húsfreyja á Hóli í Höfðahverfi
Jón Sveinsson
bóndi frá Hóli í Höfðahverfi
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Grenivík
Stefán Stefánsson
sjómaður á Grenivík
Gunnar Stefánsson
sjómaður á Grenivík
Friðrikka Kristjánsdóttir
húsfreyja á Grenivík
Stefán Stefánsson
útgerðarmaður frá Miðgörðum á Grenivík
Hjónaleysin Í gönguferð í Fjörðum.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Þorsteinn, prestur á Görðum áAkranesi, alþingismaður ográðherra, fæddist á Frosta-
stöðum í Blönduhlíð 3.7. 1885. For-
eldrar hans voru Ólafur Briem al-
þingismaður. og k. h. Halldóra
Pétursdóttir Briem húsmóðir, mág-
kona Hálfdanar Guðjónssonar al-
þingismanns og föðursystir Pálma
alþingismanns Hannessonar.
Fyrri kona Þorsteins var Val-
gerður Lárusdóttir Briem, f. 12.10.
1885, d. 26.4. 1924, húsmóðir, systir
Guðrúnar Lárusdóttur alþingis-
manns. Foreldrar Valgerðar voru
Lárus Halldórsson alþingismaður og
k. h. Kirstín Katrín Pétursdóttir
Guðjohnsen húsmóðir, dóttir Péturs
Guðjohnsens alþingismanns. Seinni
kona Þorsteins var Oktavía Emilía
Pétursdóttir Guðjohnsen, f. 25.4.
1886, d. 21.5. 1967, húsmóðir. For-
eldrar hennar voru Pétur, útvegs-
maður og sveitarstjóri á Vopnafirði,
Hafstein Guðjohnsen, sonur fyrr-
nefnds Péturs Guðjohnsens, og k. h.
Þórunn Halldórsdóttir Guðjohnsen.
Ólafur, faðir Þorsteins, var sonur
Eggerts Briem, sýslumanns í Eyja-
fjarðarsýslu og síðan Skagafjarð-
arsýslu. Faðir hans var Gunnlaugur
Briem, ættfaðir Briemsættar, sýslu-
maður í Eyjafjarðarsýslu og
kammerráð.
Halldóra, móðir Þorsteins, var
dóttir Péturs, bónda í Valadal á
Skörðum, síðar á Álfgeirsvöllum í
Efribyggð í Skagafirði, Pálmasonar.
Þorsteinn tók stúdentspróf frá
MR 1905 og guðfræðipróf frá
Prestaskólanum 1908 og fór í fram-
haldsnám til Kaupmannahafnar. Var
prestur í Grundarþingum í Eyjafirði
1911-1918, á Mosfelli í Grímsnesi
1918-1921 og Akranesi 1921-1946.
Var prófastur í Borgarfjarðar-
prófastsdæmi 1931-1946. Þorsteinn
var formaður Bændaflokksins 1935-
1942, alþingismaður 1934-1942 og
atvinnu- og samgöngumálaráðherra
og jafnframt kirkju- og kennslu-
málaráðherra 1932-1934. Tók hann
þá aftur við prests- og prófasts-
störfum. Þorsteinn átti heima í
Reykjavík síðustu ár ævi sinnar og
lést þar 16.8. 1949.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn
Briem
95 ára
Baldur E. Jensson
90 ára
Guðmundur Finnbogason
Sigríður Skarphéðinsdóttir
85 ára
Hjalti Þórðarson
80 ára
Ársæll Þorsteinsson
Bryndís S. Guðmundsdóttir
Erlingur Pálsson
Gústaf Óskarsson
75 ára
Erna Sörladóttir
Guðbjörn Charlesson
Jórunn Magnúsdóttir
Kristrún Ólafsdóttir
70 ára
Ingibjörg Guðnadóttir
Ragnheiður S. Karlsdóttir
60 ára
Aðalbjörg Lúthersdóttir
Árni Þorvaldur Jónsson
Ástríður H. Sigurðardóttir
Berglind H. Hallgrímsdóttir
Fetije Zogaj
Fjóla B. Guðmundsdóttir
Fjóla Höskuldsdóttir
Gísli Hólm Geirsson
Guðrún Jónsdóttir
Ívar Eysteinsson
Kristborg Hákonardóttir
Kristján B. Gíslason
Sigríður Þ. Þorvarðardóttir
Sigurður Hermannsson
Valdimar R. Gunnarsson
50 ára
Aðalbjörg Jensdóttir
Arna Guðný Valsdóttir
Bjarni Gunnarsson
Erna Martinsdóttir
Friðgeir Sigurðsson
Guðjón Júlíus Halldórsson
Guðrún Jónsdóttir
Harpa Guðmundsdóttir
Helga Aðalheiður Aradóttir
Hildur Loftsdóttir
Höskuldur Ástmundsson
Jóhann Rafn Heiðarsson
Jónas Lúðvíksson
Jón Páll Baldvinsson
Jón Þórólfur Guðmundsson
40 ára
Ari Elíasson
Birgir Þór Birgisson
Finnur Þór Birgisson
Friðfinnur Örn Hagalín
Friðgeir Sveinsson
Geir Walter Kinchin
Hafdís Einarsdóttir
Hjördís Helga Ágústsdóttir
Ingvar Björgvin Hilmarsson
Ingvi Örn Ingvason
Kristinn Freyr Reynisson
Kristín Bjarnadóttir
Sigurbjörg S. Sveinsdóttir
Unnur Arna Jónsdóttir
Unnur E. Sveinbjörnsdóttir
Valgerður Hafliðadóttir
Þröstur Jón Sigurðsson
Örvar Már Michelsen
30 ára
Arnar Þór Ásgrímsson
Ásta S. Tryggvadóttir
Friðrik Benediktsson
Gottskálk Helgi Jósepsson
Hermann Ingi Ragnarsson
Hrafn Guðbrandsson
Oddný Sófusdóttir
Ragnar Snorri Pétursson
Rakel E. Guðmundsdóttir
Stella Björk Helgadóttir
Stella Guðrún Stefánsdóttir
Þorbjörg H. Þorgilsdóttir
Þorsteinn Björnsson
Til hamingju með daginn
30 ára Hrafn er fæddur
og uppalinn í Reykjavík.
Hann er rafvirki og starfar
sem verkefnastjóri hjá
Rafvirkni ehf.
Maki: Rakel Sigurjóns-
dóttir, f. 1985, tanntæknir.
Börn: Natalía, f. 2003, og
Hrafnkell, f. 2010.
Foreldrar: Guðbrandur
Hansson, f. 1962, lög-
reglumaður í Reykjavík,
og Sigrún Hrafnsdóttir, f.
1965, deildarstjóri á leik-
skólanum Árborg.
Hrafn Guð-
brandsson
30 ára Stella fæddist í
Öxnadal en fluttist korn-
ung til Akureyrar og er
skrifstofumaður hjá
Capacent.
Maki: Njáll Ómar Pálsson,
f. 1978, húsvörður hjá
Landsbankanum.
Dóttir: Tinna Líf, f. 2010.
Foreldrar: Stefán Gísla-
son, f. 1958, vinnur hjá
Landflutningum á Akur-
eyri, og Sigríður Jenný
Hrafnsdóttir, f. 1958, ör-
yrki, bús. á Akureyri.
Stella Guðrún
Stefánsdóttir
40 ára Sigurbjörg er hús-
móðir í Hveragerði og
stundar fjarnám í MK.
Maki: Þorsteinn Karls-
son, f. 1971, sölumaður
hjá Kjörís.
Börn: Ásdís Erla, f. 1992,
Katrín Ósk, f. 2000, og
Bjarkar Sveinn, f. 2005.
Foreldrar: Sveinn Stein-
dór Gíslason, f. 1947, d.
2007, húsasmiður í
Hveragerði, og Magnea
Ásdís Árnadóttir, f. 1950,
vinnur við garðyrkju.
Sigurbjörg Sara
Sveinsdóttir
Alklæddur nautsleðri!
Verð áður 139.000
Þú sparar
20.000
Þú sparar
40.000
Tilboðsverð
99.000
RISAÚTSALA!
Okkar besti hægindastóll
á verði sem hefur ekki sést
á Íslandi í mörg ár!
Rubelli 9332 H
með svifruggu, snúning, gormasæti
og frábærum bakstuðningi
3 leðurlitir
6 taulitir
FÁÐU
STÓLINN
SENDAN HEIM
HVERT Á LAND
SEM ER
FYRIR AÐEINS
5.000 KR.
Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is
Þekking • ÞjónustaÍ slitsterku áklæði!
Verð áður 89.000
Tilboðsverð
69.000
Innlit Húsgögn í sumarskapi