Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Margir Íslendingar þekkja tónlistarkonuna Eddu Borg en hún hefur spilað og sungið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina og tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir að hafa starfað í tónlistargeiranum í fjölda ára er hún núna fyrst að senda frá sér sinn fyrsta geisladisk sem nefnist No Words Needed. „Ég er búin að vera að semja tónlist í mörg ár en hef alltaf laumupúkast með hana og ekki þorað að leyfa fólki að heyra tónlistina mína. Það tók smá kjark að taka þetta skref og gefa út minn eigin disk,“ segir Edda sem er hæstánægð með út- komuna. Edda segir að það hafi tekið hana tvö ár að vinna diskinn í hjáverkum en ferlið hafi raun- verulega hafist þegar hún hafði samband við Friðrik Karlsson gítarleikara. „Friðrik eða Fissi eins og hann er kallaður kom í heimsókn til mín og ég leyfði honum að heyra tónlistina mína. Honum leist vel á hana og sagði við mig að ég þyrfti að gera eitthvað meira með hana. Það varð þá úr að hann tók að sér upp- tökustjórn enda tónlist sem hann hefur virki- lega gaman af. Við gerðum nánast allt frá grunni og núna er diskurinn kominn út.“ Aðalhlutverkið áhugavert Edda segist ekki vera vön því að vera í aðal- hlutverki og hún hafi þurft að taka ákvörðun um allar útfærslur og þætti plötunnar sjálf. „Ég hef sungið, raddað og spilað á hljómborð og píanó í ýmsum hljómsveitum og í upp- tökum, en það er allt öðruvísi að gefa út disk sjálf og vera í aðalhlutverki. Þetta kom mér hins vegar skemmtilega á óvart þó vinnan hafi verið mikil,“ segir Edda en hún þurfti að hlusta eftir öllum hljóðfærunum, meta mismunandi trommur og velja þær útgáfur sem fara áttu á diskinn. Diskurinn sjálfur er fallega skreyttur en það er dóttir Eddu Borg sem hannaði útlit- ið. „Dóttir mín útskrifaðist fyrir rúmum tveim- ur árum úr fatahönnun í Róm og ég fékk hana til að hanna fyrir mig umslagið sem hún gerði svona listavel.“ Á umslaginu er unnið með form flygilsins en hann er heimavöllur Eddu. Hugleiðsluástand við píanóið No Words Needed er annars konar nálgun en við eigum að venjast frá Eddu. Flest þekkj- um við hana fyrir söng sinn og píanóleik. Það kemur því mörgum á óvart að Edda syngur lít- ið sem ekkert inn á diskinn en styður þó við laglínur í þremur lögum en þó án orða. „Auð- vitað búast margir við því að heyra mig syngja á disknum enda hef ég sungið töluvert á mín- um 30 ára tónlistarferli. Þetta er hins vegar önnur hlið á mér sem kemur eflaust ein- hverjum á óvart en diskurinn er instrumental diskur,“ segir Edda en tónlist hennar er senni- lega hægt að lýsa sem „smooth jazz“ eða „fu- sion“. Í stað þess að nálgast tónlistina með öguðum og ákveðnum hætti lætur Edda lögin koma til sín á hugrænan og afslappaðan hátt. „Ég sest aldrei niður með það í huga að semja lag, ljúka ákveðnu verki eða kafla í einhverju verki. Tón- listin kemur til mín þegar ég sit við píanóið og ég lít frekar á þetta sem ákveðna hugleiðslu en stífa vinnu.“ Þessi nálgun Eddu til tónlistarinnar er áhugaverð og endurspeglast í disknum hennar en lögin eru þægileg og er best lýst sem nota- legum undirtónum með vinnu, til hlustunar í bílnum, í matarboðum eða bara heima í róleg- heitunum. Útgáfutónleikarnir verða á Rósen- berg fimmtudaginn 4. júlí nk. þar sem níu manna band leikur með Eddu Borg. Edda Borg án orða Tónleikar Útgáfutónleikar Eddu verða haldnir á morgun á Rósenberg en þar kemur hún fram ásamt níu manna hljómsveit.  No Words Needed er fyrsti diskur Eddu Borgar en útgáfutónleikarnir eru á morgun  Að sögn Eddu má lýsa plötunni sem smooth jazz eða fusion Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk sín samtímis í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvols- velli og hjá Kaffi Loka á Lokastíg í Reykjavík undir yfirskriftinni Línan. Álfheiður lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíða- skólanum vorið 1990. Hún er alin upp austur í Fljótshlíð. „Að vera alin upp í sveit er gott veganesti fyrir listamann. Þar sem sterk ítök íslenskrar þjóðtrúar eru ríkjandi. Ég get ekki komist hjá því að það séu einhverjir álfar og fleiri skemmtilegar verur í málverkunum mín- um. Mér finnst vænt um þegar þær birtast,“ segir listakonan m.a. um sýningar sínar. Olíumálverk með klippimyndum Tvær sýningar Hestar María Jónsdóttir, móðir Álfheiðar, klippir út hesta á olíugrunn dóttur sinnar. Barbora Sejákova píanó- leikari frá Tékklandi og Tinna Sigurðardóttir sópr- an leika og syngja á tón- leikum í Áskirkju við Vest- urbrún í kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða pí- anóverk eftir Beethoven, og tékknesku tónskáldin Slav- ický og Sluka og einnig söngljóð eftir Bizet, Fauré, Sluka og Pál Ísólfsson. „Í ár er 85 ára afmælisár Lubos Sluka en hann er vinsælt samtímatónskáld í heimalandi sínu,“ segir m.a. í tilkynningu frá tónleikahöldurum. Tónleikar í Áskirkju Tékknesk músík Tinna Sigurðardóttir Árlega koma þúsundir gesta í Kapellu frelsarans helga í borginni Úbeda í Andalúsíu en nú má búast við því að fjöldinn marg- faldist. „Við erum komin með styttu eftir Michelang- elo!“ tilkynnti hertoginn af Segorbe fjölmiðlum í gær, þegar kynnt var viðgerð á marmarastyttu sem stóð í kapellunni í fjórar aldir en brotnaði í 14 hluta þegar sprengja féll á kapell- una í spænsku borgarastyrjöldinni árið 1936. Verkið hefir verið í viðgerð í tvo áratugi og þurfti að endurskapa um 60 prósent þess. Hópur sagnfræðinga heldur því nú fram að um sé að ræða týnt æskuverk eftir Michelangelo, þekktasta myndhöggvara endurreisnartím- ans, „San Giovannino“, af Jóhannesi skírara ungum. Samkvæmt The New York Times efast margir listfræðingar þó um tileinkunina. Um áttatíu ár eru síðan fyrst var tekið að tala um styttuna sem hið týnda verk meist- arans, en einkum er deilt um handbragðið. Stytta eignuð Michelangelo Var í 14 brotum Skírarinn Er þetta San Giovannino?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.