Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Gigt, vöðvabólga
eða fótaóeirð?
www.annarosa.is
Eftir þrjú brjósklos og uppskurði vilja vöðvarnir á því svæði stífna þegar
mér verður kalt. Vöðva- og gigtarolían hefur alveg bjargað mér undanfarna
mánuði, hún er svo vöðvaslakandi og hitar svo vel! Eftir að ég kynntist
henni get ég ekki hugsað mér að vera án hennar og mæli eindregið með
henni! Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það
alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir
Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr liðverkjum
og vöðvabólgum ásamt því að gagnast við fótaóeirð.
Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð,
græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum.
AFP
Leiðtogar og fulltrúar strangtrúaðra gyðinga efndu
til mótmæla við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í
Brussel á mánudag og biðluðu til framkvæmdastjórn-
arinnar um alþjóðlega vernd til handa þeim strang-
trúuðu gyðingum sem flýja Ísrael. Fara þeir fram á
að framkvæmdastjórnin tryggi að aðildarríki sam-
bandsins viðurkenni stöðu þeirra sem pólitískir flótta-
menn.
Vilja fá stöðu pólitískra flóttamanna
AFP
Kardinálaráð Vatíkansins, sem
rannsakar þá einstaklinga sem kem-
ur til greina að taka í dýrlingatölu,
hefur staðfest annað kraftaverk Jó-
hannesar Páls páfa II og þarf þá ekki
annað en undirskrift núverandi páfa
til að hann verði gerður að dýrlingi.
Jóhannes Páll II, sem lést árið
2005, var tekinn í tölu blessaðra í maí
2011, eftir að fyrsta kraftaverk hans
var staðfest, en þá var hann sagður
hafa verið valdur að lækningu
franskrar nunnu sem þjáðist af
Parkinsonsjúkdómnum.
Annað kraftaverkið er sagt hafa
átt sér stað þegar Jóhannes Páll II
var tekinn í tölu blessaðra, en þá hafi
kona frá Costa Rica fengið bót meina
sinna. Til þess að lækning geti talist
til kraftaverka þarf hún að vera taf-
arlaus, varanleg og óútskýranleg frá
sjónarhóli vísindanna.
Jóhannes Páll II naut mikilla vin-
sælda á þeim 27 árum sem hann sat á
páfastóli og kölluðu margir eftir því
að hann yrði umsvifalaust tekinn í
dýrlingatölu þegar hann lést.
Ítalska fréttastofan ANSA sagði
frá því í gær að athöfnin, þar sem Jó-
hannes Páll II yrði gerður að dýr-
lingi, myndi mögulega fara fram ein-
hvern tímann í árslok.
Staðfesta annað
kraftaverk páfa
Jóhannes Páll II
uppfyllir skilyrði til
að verða dýrlingur
AFP
Trú Frans páfi þarf að heimila að
forveri hans verði að dýrlingi.
Einn listamannanna í fjöllista-
hópnum Cirque du Soleil lést á sýn-
ingu hópsins á MGM Grand hót-
elinu og spilavíti í Las Vegas á
laugardag, þegar hann féll úr lofti
niður á sviðið. Slysið átti sér stað í
lokasenu sýningarinnar „Ka“, þar
sem listamennirnir hanga í um 15
metra hæð yfir sviðinu, í vírum sem
stjórnað er með þráðlausum fjar-
stýringum.
Samkvæmt frétt CNN héldu
margir gestanna á sýningunni að
fall hinnar 31 árs gömlu Söruh Guil-
lot-Guyard væri hluti af loftfimleik-
unum, þar til öskur og grátstafir
bárust frá sviðinu.
„Við erum minnug þess, full auð-
mýktar og virðingar, hversu stór-
fenglegir listamennirnir okkar eru
hvert einasta kvöld. Athygli okkar
beinist nú að því að styðja hvert
annað eins og fjölskylda,“ sagði Guy
Laliberté, stofnandi Cirque du So-
leil, í tilkynningu á sunnudag.
Guillot-Guyard hafði starfað sem
fjöllistamaður í yfir 20 ár og tekið
þátt í „Ka“-sýningunni frá upphafi.
AFP
Sirkus Sýningar Cirque du Soleil hafa farið víða en eru einnig fastur liður í
afþreyingarframboði Las Vegas-borgar í Bandaríkjunum.
Lést á sýningu
Cirque du Soleil