Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvatning „Ef við stöndum saman getur hver og einn gert eitthvað,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Karl Blöndal kbl@mbl.is Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á íslenska námsmenn að horfa út fyrir landsteinana og hugsa eins og borgarar heimsins með það í huga að búa öllum jarðarbúum sjálfbæra framtíð þegar hann ávarpaði gesti í troðfullum há- tíðasal Háskóla Íslands síðdegis í gær. Aldrei hefði verið jafn mik- il þörf á samstöðu í heiminum. Ban, sem er í tveggja daga heimsókn á Íslandi og fyrr um daginn hafði heimsótt Hellis- heiðarvirkjun, sagði að heim- sókn sín til Íslands hefði fyllt sig orku. Íslendingar hefðu forustu á mörgum sviðum og væru til- búnir að láta að sér kveða í heiminum. Hann sagði að Íslend- ingar gætu verið stoltir af því að hafa fullgilt vopnaviðskipta- samning Sameinuðu þjóðanna fyrstir þjóða. Ákvæði um kynbundið ofbeldi Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra Íslands, greindi frá fullgildingunni þegar hann kynnti Ban og lét þess getið að Íslendingum hefði tekist ásamt hinum Norðurlöndunum og fleiri þjóðum að fá samþykkt ákvæði í samninginn þar sem aðildarríki SÞ eru skylduð til að taka tillit til hættunnar á kynbundnu of- beldi þegar teknar væru ákvarð- anir um útflutning á vopnum. Ban sagði að aldrei hefði verið „jafn mikil þörf á samstöðu í heiminum“. Á undanförnum ár- um hefði „hver kreppan á eftir annarri dunið yfir“ og vandinn væri enn óleystur víða um heim. Aldrei hefði komið fram jafn fjölmenn kynslóð ungs fólks. Helmingur jarðarbúa væri undir 25 ára aldri. „Valdefling“ ungs fólks væri nauðsynleg og á ábyrgð allra landa heims. Framkvæmdastjóranum var tíðrætt um sjálfbærni. „Sjálfbær þróun er óaðskiljanleg frá sjálf- bærum friði,“ sagði hann og bætti við að nú gætu SÞ brugð- ist við innan þriggja sólarhringa þegar virtist vera að sjóða upp úr einhvers staðar í heiminum. Ban lýsti því að hann hefði lagt að öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna að gefa friðargæsluliðum í Kongó umboð til þess að knýja fram frið, ekki bara að halda hann. Lykilatriði að auka hlut kvenna Hann sagði einnig að hann hefði frá því að hann varð fram- kvæmdastjóri lagt ríka áherslu á að auka áhrif kvenna innan Sameinuðu þjóðanna og haft það í huga við allar ráðningar. Þá gerði hann sér far um það þegar hann hitti ráðamenn að spyrja hversu margar konur væru ráð- herrar og hversu margar konur sætu á þingi. Það væri ekki allt- af vinsælt, sérstaklega í löndum þar sem engar konur væru þing- menn. Benti hann á að hann hefði gert Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, að sérlegum er- indreka í málefnum hins stríðs- hrjáða lands Kongó. Hún er fyrsta konan, sem gegnir slíku embætti hjá Sameinuðu þjóð- unum. Ban ræddi átökin í Sýrlandi. Nú væru 1,7 milljónir flótta- manna þaðan í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi, 25% íbúa landsins hefðu orðið fyrir barðinu á átökunum með ein- hverjum hætti og þyrftu hjálp og næstum 100 þúsund manns hefðu fallið. „Fólk í Sýrlandi þarf frið, en það fær bara tal,“ sagði hann. „Við getum gert bet- ur.“ Síðan bætti hann við í víðara samhengi: „Ein þjóð getur ekki gert allt af eigin rammleik, sama hversu valdamikil hún er, en ef við stöndum saman getur hver og einn gert eitthvað.“ Aldrei meiri þörf á samstöðu  Án sjálfbærrar þróunar verður aldrei sjálfbær friður  Íslendingar geta verið stoltir af að fullgilda vopnaviðskiptasamning SÞ fyrstir þjóða Opinber heimsókn » Ban Ki-moon kemur hingað í boði utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, og fundaði með honum í upp- hafi heimsóknarinnar. » Hann fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, í gær og hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra í dag. » Hann heimsótti einnig Al- þingi og kynnir sér starfsemi Háskóla SÞ á Íslandi og fleira. Ívilnanir til Bakka » Lög um heimild til atvinnu- vegaráðherra til að ganga til samninga við PCC vegna kís- ilversins voru samþykkt í apríl 2013. » Í þeim var gert ráð fyrir margvíslegum ívilnunum vegna verkefnsins, s.s. um lægri tekjuskattt, að félagið sé undanþegið stimpilgjöldum og að það skuli vera und- anþegið almennu trygginga- gjaldi. BAKSVIÐ Skúli Hansen Stefán Gunnar Sveinsson „Ég man nú ekki hvort það var farið eitthvað sérstaklega yfir það, nema það var kynnt að til þess að það gæti orðið að veruleika þá þyrftum við að afgreiða þetta mál,“ segir Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis, um hvernig fjármögnun kísilvers á Bakka var kynnt í nefndinni á síðasta kjörtíma- bili. Greint var frá því í Morgunblaðinu á mánudag að fjármögnun hefði taf- ist. Gert hafði verið ráð fyrir að fjár- mögnun yrði lokið í maí á þessu ári en það stóðst ekki. Ný áætlun gerir ráð fyrir að fjármögnun verði lokið á þessu ári, líklega í nóvember. „Eins og maður skildi málið þegar það var í meðferð nefndarinnar þá átti fjármögnunin í sjálfu sér ekki að vera vandamál ef þetta [ívilnanirnar] gengi eftir,“ segir Jón aðspurður hvort eðlilegt hafi verið að veita þess- ar ívilnanir áður en fjármögnun kís- ilversins lá fyrir. Þá bendir hann á að ívilnanirnar hafi verið umdeildar á sínum tíma enda hafi með þeim verið gengið lengra en oft áður. „En maður gerir sér grein fyrir því að aðstæður eru erfiðari núna en kannski oft áður til að laða hingað erlenda fjárfest- ingu,“ segir Jón. Kísilverið endurhannað „Þessu seinkaði vegna þess að verksmiðjan var að hluta til endur- hönnuð,“ segir Bergur Elías Ágústs- son, bæjarstjóri Norðurþings á Húsavík, um seinkunina. Hann bætir við að í sjálfu sér hafi áætlanirnar ekki breyst neitt. „Það stóð alltaf til að þessu yrði aflétt með haustinu og það er bara þannig að menn eru að vinna á fullu í þessum málum,“ segir Bergur Elías. Aðspurður hvernig fjármögnunin var kynnt upphaflega segir Bergur Elías að upphaflega hafi verið stefnt að því að aflétta fyrirvörum gagnvart raforkusamn- ingi við Landsvirkjun um 15. júlí næstkomandi, því hafi hins vegar seinkað aðeins m.a. vegna þess að endurhanna þurfti kísilverið að hluta. „Þegar fjármögnunarfyrirvörun- um er aflétt þá virkjast raforkusamn- ingurinn, það er þannig sem það ger- ist,“ segir Bergur Elías og bendir á að verkefnið sé á tiltölulega góðu róli og engin alvarleg frávik hafi orðið frá þeim áætlunum sem menn lögðu upp með. Þá segist hann hafa fulla trú á því að þetta verkefni muni ganga eft- ir. Framkvæmdir hefjist 2014 Í svari dr. Peters Wenzel, fram- kvæmdastjóra í orkudeild PCC, við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að áreiðanleikakönnun fyrir fjármögnun kísilvers á Bakka sé haf- in. Stefnt er að því að fjármögnuninni verði lokið á þessu ári og segir Wen- zel raunhæft að áætla að hún verði fullkláruð í nóvember næstkomandi. Bendir hann á að verkefnið hafi tafist um hálft ár vegna þess að endur- skoða þurfti verkfræðiútreikninga en að það sé núna á áætlun. Þá munu framkvæmdir vegna kísilversins hefjast snemma á næsta ári, en gert er ráð fyrir að kísilverið verði tekið í notkun haustið 2016. Fjármögnun Bakka ljúki í nóvember  Framkvæmdir hefjist á næsta ári og kísilver PCC verði tilbúið í nóvember 2014  Endurhanna þurfti kísilverið að hluta  PCC segir að áreiðanleikakönnun fyrir fjármögnun kísilvers á Bakka sé hafin Jón Gunnarsson Bergur Elías Ágústsson Tölvuteikning/Efla Mannvirki Yfirlit af skipulagi á lóð PCC á Bakka við Húsavík, skv. frum- matsskýrslu frá febrúar á þessu ári. Lóðin er 22 hektarar að stærð. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Rannsókn á því þegar ökumaður var sagður hafa flautað á börn í út- reiðartúr í Garðabæ í júní leiddi í ljós að hestarnir fældust ekki við flautið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm ára drengur hlaut innvortis blæðingar þegar hann féll af baki. Að sögn lögreglu gall flautið við eftir að hestarnir höfðu fælst, flaut- ið beindist ekki að ungu reiðmönn- unum heldur að öðru ökutæki. Ekki er vitað hvað fældi hestana. Bílflaut fældi ekki hross undan börnum „Svæði sem hafa hingað til verið með takmarkað netsamband eru nú að fá gott háhraðasamband á einfaldan og þægilegan hátt,“ seg- ir Hrannar Pétursson, fram- kvæmdastjóri á samskiptasviði Vodafone, en undirbúningur vegna 4G-væðingar er nú í fullum gangi hjá fyrirtækinu. Hrannar segir þetta vera net- byltingu fyrir sumarhúsasvæði landsins en ráðgert er að hleypa þjónustunni af stokkunum á stærstu sumarhúsasvæðum Suður- lands og Vesturlands í vikunni. „Okkar aðferðafræði er sú að við ætlum að byrja á þeim svæð- um þar sem netsamband hefur verið lítið sem ekkert því flestir eru nú þegar með gott 3G- samband á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hrannar. Sumarhúsanotendur í Skorradal og Grímsnesi eru meðal þeirra sem munu geta notið þjónustunnar en 4G-þjónustusvæðið mun stækka jafnt og þétt á komandi misserum. 4G-hraði í sumarhús  Byrja í dreifbýli Morgunblaðið/Styrmir Kári Háhraði Aldrei úr sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.