Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 1

Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  158. tölublað  101. árgangur  ÚR STÆRÐFRÆÐI YFIR Í VÍSINDA- SKÁLDSKAP PALLBÍLL FYRIR OFURMENNIÐ STEINUNN SÝNIR Á SUMARSÝNINGU Í FÆREYJUM BÍLAR SKEMMDIR UNNAR Á VERKUM 31EINAR LEIF 32 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Ef forsetinn neitar nýjum lögum um sérstök veiðigjöld staðfestingar og lögin yrðu felld í þjóðaratkvæðis- greiðslu yrðu engin sérstök veiðigjöld á næsta fiskveiðiári, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Ástæðan er sú að fiskveiðiárið hefst 1. september og mjög ólíklegt sé að atkvæðagreiðslan verði fyrir þann tíma. Ekki er hægt að leggja á sérstakt veiðigjald aftur í tímann. „Afleiðingin yrði sú að einungis yrði almenna veiðigjaldið borgað á næsta fiskveiðiári,“ segir Jón. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, var afhentur undirskriftalisti um helgina þess efnis að skora á hann að synja nýjum lögum um sérstök veiðigjöld staðfestingar. Forsetinn fær lögin líklegast afhend í dag og veltur á honum hvort hann samþykki þau eða beini þeim til þjóð- arinnar. Lögin sem í gildi voru áður en ný lög voru samþykkt eru sögð óframkvæmanleg og er því ekki unnt að leggja á sérstök veiðigjöld samkvæmt þeim lög- um fyrir komandi fiskveiðiár ef nýju lögin verða felld úr gildi. „Lögin eru um skattlagningu og er almennt talið að slík lög eigi ekki heima í þjóðaratkvæðisgreiðslu,“ segir Jón Gunnarsson. »18 Mikil óvissa um veiðigjöld Floti Fiskveiðiárið hefst 1. september.  Engin sérstök veiðigjöld yrðu ef lögin yrðu felld af þjóðinni Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bíða ögn lengur eftir sumri og sól, en þessir menn vörðust regninu á Pósthússtræti með ryk- frökkum og regnhlífum. Ekki er útlit fyrir að veðr- ið batni á Suður- og Vesturlandi næstu daga, en þó mun sólin láta sjá sig í Reykjavík um miðjan dag í dag. Hins vegar er útlitið bjartara fyrir Norður- og Austurland. Spáð blíðskaparveðri í vikunni og má búat við að hitinn fari yfir 20 stig í dag og á mið- vikudag og fimmtudag. agf@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Varist vætunni í miðbænum Rigning á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en hiti fyrir norðan og austan Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau umskipti hafa orðið á lánamarkaði að verðtryggð fasteignalán eru aftur orðin al- gengari en óverðtryggð, eftir tímabundið skeið í kjölfar efna- hagshrunsins þar sem óverðtryggðu lánin voru vinsælli. Samanlagt lán- uðu viðskiptabank- arnir, sparisjóð- irnir, Íbúða- lánasjóður og lífeyrissjóðirnir út 13,8 milljarða í verðtryggð íbúða- lán á fyrstu fimm mánuðum ársins, borið saman við 10,18 milljarða óverðtryggð íbúða- lán á sama tímabili. Að mati sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við eiga lág verðbólga í sögulegu samhengi og vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands þátt í að margir neytendur kjósa orðið verðtryggð lán. Blönduð íbúðalán vinsæl Bára Mjöll Þórðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, segir mikið um það að fólk velji blönduð íbúðalán, en þá er hluti þeirra verðtryggður og hluti óverð- tryggður. Er algengt að hlutfallið sé þá 75% verðtryggt og 25% óverðtryggt, eða öf- ugt, eða að hlutfallið sé jafnt milli verð- tryggðra og óverðtryggðra lána. Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir kjörin á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum í upphafi síðasta árs hafa verið óvenju góð og að það hafi verið hluti af markaðsátaki bankanna. MVerðtryggð íbúðalán »12 Verð- tryggt vinsælla  Meirihlutinn kýs verðtryggð íbúðalán Gengur til baka » Verðbólgan mældist 3,3% í júní en var 5,4% í júní í fyrra. » Hún var 4,2% í júní 2011 og 5,7% í júní 2010 og 12,2% í júní árið 2009.  Von er á fimm skemmtiferða- skipum til Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar í dag. Um borð eru alls um 9.450 manns, meira en 6.600 farþeg- ar og rúmlega 2.800 skipverjar. „Þetta er stór dagur, sá stærsti í sumar með tilliti til farþegafjölda,“ sagði Anna Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri hjá Atlantik. Ferðaskrif- stofan annast móttöku þriggja stærstu skemmtiferðaskipanna í Sundahöfn í dag, þ.e. AIDAluna, Ocean Princess og Celebrity Ec- lipse. Um 90-100 rútur og önnur minni ökutæki verða notuð til að flytja far- þega úr skipunum í hópferðir. Vin- sælast er að fara Gullna hringinn, það er að Gullfossi og Geysi. Bláa lónið er einnig vinsæll áfanga- staður. »6 Metdagur í fjölda ferðamanna í sumar Celebrity Eclipse Kemur í dag.  „Það eru miklar tafir vegna veð- urs og allt tekur lengri tíma.“ segir Arinbjörn Sigurðsson, faglærður málari. Hann hefur starfað við mál- arabransann í 14 ár og man ekki eft- ir jafn miklum vætutíma að sum- arlagi. „Ég hef áhyggjur af málurum sem ætluðu að treysta á útiverkin í sumar. Ég ligg yfir veð- urkortunum og krossa putta.“ »4 Málarar í vanda vegna veðurs Inniveður Arinbjörn málar inni. Umsóknum í MBA-nám hjá Háskól- anum í Reykjavík fjölgaði um 80%- 90% milli ára. Umsóknum fjölgaði einnig mikið í MBA-nám í Háskóla Íslands eða um 30-40%, að sögn starfsmanna skólanna. Fjöldi umsókna í ár er þó ekki jafn mikill og á árunum fyrir hrun en for- svarsmenn námsins segja að það fari að nálgast það. Eftir hrun dróst að- sókn í námið mikið saman hjá skól- unum, árið 2010 var samdrátturinn um 60-70% hjá HR. Helmingur nemenda í MBA- náminu í HR er konur og helmingur karlar. „Kynjahlutföllin erlendis eru yfirleitt 70% karlmenn og 30% kon- ur,“ segir Telma Sæmundsdóttir, verkefnastjóri hjá HR. »16 Umsóknir í MBA-nám HR nær tvöfaldast Morgunblaðið/Ernir HR MBA-námið nýtur vinsælda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.