Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 6
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjögur skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur í dag og það fimmta til Hafnarfjarðar. Það stefnir því í mik- inn annadag hjá ferðaþjónustunni við að taka á móti meira en 6.600 far- þegum. Það er mesti fjöldi skipa- farþega sem kemur hér í höfn á sama degi í sumar. Auk farþeganna eru um borð í skipunum fimm rúm- lega 2.800 skipverjar eða samtals um 9.450 manns. Koma á mismunandi tímum Skemmtiferðaskipið Ocean Prin- cess, 30.377 brúttótonn (bt.), er væntanlegt til Reykjavíkur kl. 7 og leggst við Skarfabakka. AIDAluna, 69.203 bt., kemur kl. 8 og leggst við Korngarða. Bæði skipin eiga að fara kl. 18 í kvöld. Um borð í þessum skipum eru samtals um 2.800 far- þegar og um þúsund skipverjar, samkvæmt upplýsingum frá Sam- skipum, umboðsmanni skipanna. Þá er von á skemmtiferðaskipinu Delphin, 16.214 bt., til Hafnarfjarðar í dag. Það hefur haft viðkomu á þremur stöðum á landinu en Hafn- arfjörður er síðasti viðkomustaður þess hér á landi að þessu sinni. Um borð eru um 430 farþegar og 207 manna áhöfn. Celebrity Eclipse, 121.878 bt., kemur til hafnar um hádegi og Azamara Quest, 30.377 bt., kl. 18. Bæði skipin leggjast við Skarfa- bakka. Þau eiga að fara á morgun, Celebrity Eclipse kl. 14 og Azamara Quest kl. 18. Um borð í Celebrity Eclipse eru 2.929 farþegar og 1.192 skipverjar og í Azamara Quest 486 farþegar og 407 manna áhöfn, sam- kvæmt upplýsingum frá Gáru, um- boðsmanni síðasttöldu skipanna. Stærsti dagur sumarsins „Þetta er stór dagur, sá stærsti í sumar með tilliti til farþegafjölda,“ sagði Anna Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri hjá Atlantik. Ferðaskrif- stofan annast móttöku þriggja stærstu skemmtiferðaskipanna í Sundahöfn í dag, þ.e. AIDAluna, Ocean Princess og Celebrity Ec- lipse. Það síðasttalda verður hér einnig fram eftir degi á morgun. „Við erum með á bilinu 90-100 rút- ur og önnur farartæki, jeppa og minni bíla,“ sagði Anna. Rúturnar koma víða að af suðvesturhorninu til að anna eftirspurninni. „Gullhringurinn, Gullfoss og Geysir, er alltaf vinsælastur. Svo koma Reykjavíkurferðir og Bláa lóns ferðir,“ sagði Anna. Minna er um jöklaferðir. Sumir úr áhöfn skip- anna eiga þess kost að fara í ferðir og hjá þeim er vinsælast að fara í Bláa lónið, að sögn Önnu. Auk skipu- lagðra ferða út á land verður boðið upp á rútuferðir á milli Sundabakka og miðbæjar Reykjavíkur fyrir þá sem vilja komast í bæinn. Undirbúningur hefur staðið allt frá því í byrjun síðasta vetrar og í gær var allt að smella saman. Skipu- leggja þurfti ferðirnar og gæta að tímasetningum svo ekki yrðu of margir á hverjum viðkomustað í einu. Yfir 100 þúsund pláss Skemmtiferðaskip koma 83 sinn- um til Reykjavíkur í sumar. Sum skip koma oftar en einu sinni. Þessi skip geta flutt 101 þúsund farþega í þessum ferðum. Stærsta skipið sem kemur í sumar er Adventure of the Seas sem rúmar 3.114 farþega og 1.180 eru í áhöfn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Gestkvæmt í höfnunum Í dag leggjast fimm skemmtiferðaskip að bryggju í Reykjavík og Hafnarfirði. Skipakomurnar skapa mörgum atvinnu við móttöku ferðamannanna. Stærsti dagur sumarsins  Fimm skemmtiferðaskip koma til hafnar í Reykjavík og í Hafnarfirði í dag  Um borð eru meira en 6.600 farþegar og rúmlega 2.800 skipverjar  90-100 rútur og önnur ökutæki flytja ferðafólkið 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Skemmtiferðaskipið Celebrity Ec- lipse er stærsta skemmtiferðaskip- ið sem kemur til hafnar í Reykjavík í dag. Það er 121.878 brúttótonn, 317 metra langt, mesta breidd við sjólínu er 36,9 metrar. Skipið var afhent vorið 2010. Celebrity Cruises, dótturfélag Royal Caribbean Cruises Ltd., gerir skipið út. Það er úr svonefndum Solistice flokki skemmtiferðaskipa sem hönnuð voru hjá þýsku skipa- smíðastöðinni Meyer Werft. Cele- brity Eclipse á fjögur systurskip. Skipin hafa vakið athygli fyrir um- hverfisvæna hönnun. Skrokklagið sparar orku og notuð er silikon botnmálning sem minnkar viðnám. Umhverfisvænt risaskip í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þýska fyrirtækið PCC, sem undir- býr kísilver á Bakka við Húsavík, tel- ur ekki að skilyrðin sem Skipulags- stofnun setur fyrir leyfisveitingu verksmiðjunnar muni auka bygging- arkostnað eða raska áætlunum fyr- irtækisins. Magnús Magnússon verkfræðing- ur, sem á sæti í verkefnisstjórn PCC BakkiSilicon, segir fátt hafa í raun komið á óvart í álitinu, um sé að ræða iðnaðarsvæði sem hafi verið skipu- lagt sem slíkt og orkukaupendum verið beint þangað af hálfu stjórn- valda. Helst sé það jarðskjálftaváin sem þurfi að taka betur tillit til, í ljósi nýrra upplýsinga frá vísindamönn- um og sprungusvæði við Húsavík. „Þarna koma ekki fram neinar nýjar upplýsingar og ég á ekki von á að hönnunarforsendur eða staðlar breytist hjá PCC. Það sem hefur breyst er að líkindi á jarðskjálfta hafa aukist. Þá þarf að hanna kís- ilverið samkvæmt því og fram- kvæma viðbragðsáætlanir. Þetta ætti ekki að hafa aukinn kostnað í för með sér en eitthvað skipulag,“ segir Magnús. Nýtt áhættumat Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. laugardag setur Skipu- lagsstofnun einkum tvö skilyrði fyrir leyfisveitingu til handa PCC, í áliti sínu á umhverfismat kísilversins. Annars vegar vill stofnunin að áhættumat, sem PCC boðar vegna starfseminnar, verði byggt á nýjustu gögnum um jarðskjálftavá á svæð- inu. Hins vegar vill stofnunin að nið- urstöður úr rannsóknum á lífríki haf- og strandsvæða við Bakkakrók liggi fyrir áður en ráðist verður í fram- kvæmdir við sjókælingu, verði hún fyrir valinu. Um þetta atriði segir Magnús að PCC hafi alltaf ætlað sér að fara var- lega í áformum um sjókælingu, sér- staklega með tilliti til hvala í Skjálf- andaflóa. Hugmyndir voru uppi um að dæla sjó til að kæla ofnana í verk- smiðunni en Magnús telur mögulegt að gripið verði til loftkælingar í stað- inn. Skipulagsstofnun telur jafnframt að helstu neikvæðu áhrif kísilverk- smiðjunnar felist í ásýndarbreyting- um og ónæði sem fyrirsjáanlegt er að verði fyrir ábúendur í nágrenni verksmiðjunnar. Einnig telur Skipu- lagsstofnun afar brýnt að tímanlega verði hugað að hentugu urðunar- svæði sem nýtist starfseminni til framtíðar. Magnús segir undirbúning kísil- versins í góðum farvegi. Fjármögn- un eigi að ljúka í október nk. Er PCC aðallega í viðræðum við þýska banka og hér á landi m.a. í viðræðum við Ís- landsbanka. Magnús segir Þjóð- verja sýna kísilframleiðslu mikinn áhuga þar sem hráefnið geti nýst í sólar- og vindorkuver sem eigi að leysa kjarnorkuverin af hólmi. Þá hafi Kínverjar, sem eru með helm- ing allrar heimsframleiðslu á kísil- málmi, sett útflutningstolla á orku- frekar afurðir. PCC telur kostnað ekki aukast  Fátt kom þýska kísilverinu PCC á óvart í nýju áliti Skipulagsstofnunar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bakki Iðnaðarsvæðið í nágrenni Húsavíkur er á virku jarðskjálftasvæði. Ríkislögreglustjóri hefur mælst til þess við lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins að lögreglumaður sem myndaður var er kona var hand- tekin í miðborg Reykjavíkur um síðastliðna helgi, verði leystur und- an vinnuskyldu á meðan ríkis- saksóknari skoðar málið. Umrædd handtaka þykir harkaleg. Í gær tók lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu ákvörðun um að vísa mál- inu til ríkisaksóknara til rann- sóknar en sá hinn síðarnefndi fer lögum samkvæmt með rannsókn mála vegna ætlaðra brota lögreglu- manna við framkvæmd starfa þeirra. Þá hefur settur umboðs- maður Alþingis jafnframt tekið málið til skoðunar. Morgunblaðið/Júlíus Leystur frá störfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.