Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Við byrjuðum þetta árið2004 þannig að við erumnú að halda þetta í tíundaskiptið. Þetta var bara hugmynd sem kom upp hjá mér og félaga mínum, við vorum þá að vinna saman á bar niðri í bæ. Ég var nýkominn heim úr atvinnu- mennsku í Þýskalandi á þessum tíma og kynntist þessu svolítið þar. Handboltamennirnir þar eru í fríi yfir sumartímann og halda sér svo- lítið við með því að spila strand- handbolta. Þetta er spilað víðs- vegar um Evrópu, á Norðurlöndunum líka. Þetta er því ekkert sem við erum að finna upp á, við ákváðum bara að prófa þetta hérna heima,“ segir handbolta- kappinn Haraldur Þorvarðarson sem stendur á bak við strand- handboltamótið, sem fer fram í Nauthólsvík ár hvert, ásamt Davíð Sigurðarsyni. Erfitt að drippla í sandinum „Það var strax mikill áhugi fyrir þessu. Fyrsta sumarið voru um tíu lið sem tóku þátt en árið eftir var allt fullbókað. Við erum með tuttugu lið í keppninni núna og tíu leikmenn í hverju liði. Það verða því eitthvað í kringum tvö hundruð manns að spila þarna,“ segir Haraldur en hann segir leik- inn talsvert frábrugðin hefð- bundnum handbolta. „Það eru allskonar vinklar á þessu. Þetta er náttúrlega minni völlur og færri inni á í einu. Það er varla hægt að drippla í sandinum og svo eru til dæmis tvö mörk gef- Áratugur af strandhandbolta Fyrir tíu árum tóku tveir kappar sig til og skipulögðu strandhandboltamót í Naut- hólsvík. Mótið hefur vaxið frá ári til árs og tíu árum síðar eru rúmlega tvö hundr- uð manns skráðir í mótið sem verður haldið á laugardaginn. Stefnan er sett á Evrópu- og Norðurlandamót. Morgunblaðið/Ernir Handbolti Margir keppendur á mótinu æfa handbolta með félagsliði. Frumkvöðlar Haraldur og Davíð eru skipuleggjendur mótsins. Ármannshlaupið 2013 er á morgun klukkan 20 og er það meistaramót Íslands í 10 kílómetra götuhlaupi 2013. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Notast er við flögutímatöku. Ræsing og endamark er við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn. Munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar. Hlaupið verður meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu, snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka. Forskráningu lýkur í dag klukkan 17 en hægt verður að skrá sig á hlaupadag á marksvæði frá klukkan 17. Vefsíðan www.armenningar.is Ármannshlaupið Það væri óskandi að veðrið gæti glatt hlauparana í Ármanns- hlaupinu jafn mikið í ár og í fyrra. Hér má sjá hlaupahópinn 2012 við rásmarkið. Íslandsmeistaramót í 10 km Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Menningarmálanefnd Bláskóga- byggðar býður til næstu menning- argöngu innan sveitarfélagsins á morgun, miðvikudag, klukkan 20. Að þessu sinni mun Bjarni Harðarson bókaútgefandi leiða göngufólk um æskuslóðir sínar í Laugarási. Farið verður yfir hlutverk Laugarásjarð- arinnar í lénsveldi Skálholtsstaðar. Þetta er létt, forvitnileg og skemmti- lega 1-2 klukkustunda ganga sem hentar öllum. Gott er að muna eftir góðum hlífðarfatnaði því ekki er ólík- legt að það rigni. Æskuslóðir Bjarna Harðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókaútgefandinn Bjarni Harðarson. Menningarganga um Laugarás Þríþrautin Álmaðurinn á Akranesi verður haldin í fyrsta sinn næst- komandi laugardag. Skráning fer fram á hlaup.is en þar segir um þrautina: „Í gegnum tíðina hafa margir gengið upp á Akrafjall og á síðastliðnum árum hafa vinsældir sjósunds aukist til muna. Reglulega hittast meðlimir Sjóbaðsfélags Akraness og synda í sjónum við Langasand á Akranesi. Nú í fyrsta sinn verður haldin þríþraut þar sem hugmyndin er að sameina Akrafjallsgönguna og sjósund við Langasand.“ Þrautin hefst kl. 11 árdegis. Kynning á leiðinni verður upp úr 10 í íþróttamiðstöðinni á Jað- arsbökkum. Þrautin er eftirfarandi: Hjólað verður frá Langasandi að Akra- fjalli sem er um 5,5 km, um 1,3 km á malbiki og 4,2 km á möl. Þaðan er haldið upp á Háahnúk á Akrafjalli sem er um 550 metrar, þar skrifað í gestabók. Frá Akrafjalli er svo hjól- að aftur að Langasandi, 5,5 km. Á Langasandi er synt um 400 metra meðfram ströndinni. Stutt er svo í heitan pott eftir sundið. Þátttöku- gjald er 1.000 kr. Sjóbaðsfélag Akraness skipuleggur keppnina en styrktaraðilar eru Akraneskaup- staður og Norðurál. Þríþraut sameinar Akrafjallsgöngu og sjósund við Langasand Álmaður á Akranesi Morgunblaðið/Golli Þríþraut Álmaðurinn verður haldinn í fyrsta sinn næstkomandi laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.