Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND
High Peak Como
32.990 / 42.990 KR.
4 og 6 manna
Tvískipt innratjald með fortjaldi
á milli. Vatnsvörn 2.000 mm.
Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm.
High Peak ancona
56.990 KR.
5 manna
Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn
3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur
í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm.
High Peak cave
19.990 / 23.990 KR.
2 og 3 manna
Göngutjald sem er auðvelt í upp-
setningu og aðeins 2,9 kg. Vatns-
vörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar.
Fíbersúlur. Hæð 90 cm.
The north face tadpole
59.990 KR.
2 manna
Létt göngutjald - 2,4 kg. Vatnsvörn
1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm
taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm.
tjaldaðu
ekki til einnar nætur
Frábært úrval af tjöldum í tjalda-
landi í glæsibæ (við hliðina á tbr húsinu)
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Misjafnt er hvort yfirvöld krefjast umhverf-
ismats við uppbyggingu sjókvíaeldis. Skipu-
lagsstofnun krefst mats við fjórföldun eldis
Fjarðalax í Fossfirði í Arnarfirði en upp-
bygging 3.000 tonna eldisstöðvar Arnarlax í
Arnarfirði þarf ekki að fara í umhverfismat.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála
sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar um
7.000 tonna eldi Hraðfrystihússins – Gunn-
varar á laxi og silungi í Ísafjaðardjúpi og
krefst umhverfismats. Fjarðalax mun kæra
niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna Foss-
fjarðar.
Umhverfismat tekur vanalega nokkur ár
og tilheyrandi rannsóknir kosta mikið fé.
Þannig kom fram í máli framkvæmdastjóra
Fjarðalax í Morgunblaðinu í gær að matið
kostaði 70-120 milljónir kr. Gagnrýndi hann
sérstaklega Hafrannsóknastofnun fyrir and-
stöðu hennar við umsókn fyrirtækisins um að
stækkun sjókvíaeldis í Fossfirði úr 1.500
tonnum í 6.000 tonn skuli ekki háð umhverf-
ismati.
„Okkar færustu sér-
fræðingar fóru yfir málið.
Ákvörðunin var tekin af
vel yfirlögðu ráði,“ segir
Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofn-
unar, um gagnrýni Hösk-
uldar Steinarssonar,
framkvæmdastjóra Fjarða-
lax. Hann vekur athygli á
því að fyrirhugað sé að
fjórfalda eldismagnið í
þessum þröskuldsfirði. Sérfræðingar Hafró
telji rétt að þegar um jafn stóra framkvæmd
er að ræða sé eðlilegt að framkvæmdin sé
háð mati á umhverfisáhrifum þar sem litið sé
heildstætt á málið, meðal annars til annarrar
starfsemi, svo sem eldi, rækjuveiða og þorsk-
veiða.
Afla meiri grunnþekkingar
Höskuldur segir öll gögn sýna að
burðarþol fjarðanna sé miklu meira en fyr-
irhugað sé að nýta en skortur á rannsóknum
og vanþekking skýri úrskurðinn. Einkafyr-
irtæki sé ætlað að bæta fyrir getuleysi og
vanþekkingu opinberrar fagstofnunar og
beinir spjótum sínum þar að Hafró.
Jóhann segir vissulega skorta á að fyrir
liggi fullkomin þekking á eðli sjávarstrauma
og endurnýjun á sjómassa inni í fjörðum og
við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun
hafi lagt áherslu á að afla meiri grunnþekk-
ingar. Tekur forstjórinn fram að það varði
ekki aðeins laxeldi heldur einnig fráveitur
sveitarfélaga, iðnað og efnistöku. Reynt sé að
fara kerfisbundið um landið og áherslan hafi
verið á Vestfirði síðustu misserin.
„Rétt er að taka fram að með afstöðu
Hafrannsóknastofnunar er ekki verið að full-
yrða um burðargetu svæðisins, heldur ein-
vörðungu að tryggja eðlilega rýni í fyrirliggj-
andi upplýsingar með heildstæðum hætti,“
segir Jóhann.
Kvarta undan óskilvirku kerfi
Fiskeldismenn hafa kvartað undan
flóknu leyfisveitingakerfi sem þeir telja að sé
of dýrt og óskilvirkt. Landssamband fiskeld-
isstöðva vill skilvirkt kerfi þar sem leyfisveit-
ingar séu á einni hendi og að ekki taki óhóf-
legan tíma að afgreiða umsóknir.
Fulltrúar Landssambands fiskeld-
isstöðva fara í vikunni á fund Sigurðar Inga
Jóhannssonar, ráðherra sjávarútvegs-, land-
búnaðar- og umhverfismála. Höskuldur
Steinarsson sagði í fyrradag að miklar vonir
væru bundnar við árangur af þeim fundi
enda miklir hagsmunir í húfi fyrir grein sem
sé í mikilli uppbyggingu.
Ekki alltaf krafist umhverfismats
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að með umhverfismati sjókvíaeldis sé verið að tryggja
eðlilega rýni í fyrirliggjandi upplýsingar með heildstæðum hætti Fiskeldismenn á fund ráðherra
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fossfjörður Fjarðalax áformar að auka
eldi í Arnarfirði úr 1.500 tonnum í 6.000 tonn.
Jóhann
Sigurjónsson