Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 18

Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 18
þessi lög sem nú hafa verið sam- þykkt eru aðeins til eins árs og er hálfgerð bráðabirgðalöggjöf. Þá eru lögin um skattlagningu og almennt er talið að slík lög eigi ekki heima í þjóðaratkvæðisgreiðslu,“ segir Jón Gunnarsson sem telur að málið væri öðruvísi vaxið ef væri verið að leggja á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og ef þetta væru lög sem horft væri til í lengri tíma. Plástur á fyrri löggjöf „Þetta er einungis plástur á fyrri löggjöf, þar sem við lækkum álögur á þau fyrirtæki sem vitað var að veiðigjaldið kom mjög hart niður á. Þá aukum við álögur á fyrirtæki sem standa mjög sterk,“ segir Jón og bætir við að vonast sé til með þessum breytingum að aukin fjárfesting verði í greininni þar sem hún hefur legið niðri í of langan tíma. „Við mun- um á komandi hausti með nýju frum- varpi reyna að finna aðrar sann- gjarnari og eðlilegri leiðir.“ Nýju lögin fela í sér breytingar á hinu sérstaka veiðigjaldi og kveður það bæði á um hækkanir og lækk- anir. Engin breyting er gerð á al- menna veiðigjaldinu sem verður áfram 9,5 krónur á hvert þorskígild- iskíló. Veiðigjald á bolfiski er lækk- að úr 23,30 krónum í 7,38 krónur á hvert þorskígildiskíló og veiðigjaldið á uppsjávarfisk er hækkað úr 27,50 krónum í 38,25 krónur á hvert þorskígildskíló. Engin sérstök veiði- gjöld ef lögin verða felld Morgunblaðið/Golli Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson tók við undirskriftum þar sem skorað var á hann að synja nýjum lögum um sérstaka veiðigjaldið staðfestingar. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við afgreiðslunýsam-þykktra laga um veiðigjöld benti forsætisráð- herra á að umræð- an um frumvarpið hefði verið „alveg ótrúlega hatursfull í garð einnar at- vinnugreinar, undirstöðuat- vinnugreinar þjóðarinnar, og þeirra sem starfa í þeirri grein“. Forsætisráðherra benti á að þessi hatursfulla umræða byggðist á því „að með því að lækka gjöld á þessa grein – eða réttara sagt að leiðrétta þau í sumum tilvikum – sé ver- ið að færa gjafir. Sé verið að færa mönnum, sem eru svo uppnefndir, gjafir. Hvers vegna var þá ekki veiðigjaldið bara 10 milljörðum hærra á hverju ári undanfarin ár? Var þá verið að gefa 10 milljarða á hverju ári á síðasta kjör- tímabili? Eða voru menn búnir að hitta á akkúrat rétta jafn- vægið í gjaldtökunni?“ Og hann hélt áfram og sagði: „Augljóslega var ekki búið að finna jafnvægi í þessu vegna þess að það sem var að gerast eins og kerfið var, var að það var verið að setja fyr- irtæki í þrot. Sum fyrirtæki, ekki hvað síst minni fyrirtæki, voru látin borga meira en nam öllum hagnaði. Það sem átti að leysa þetta af hólmi var óframkvæmanlegt veiðigjald. Og þegar menn reyna að leið- rétta þetta til eins árs, bjarga klúðri síðustu ríkisstjórnar, þá sæta menn endalausum upphrópunum sem minna helst á ofsafengna orðræðu millistríðsáranna. Þetta er óá- sættanleg umræða um und- irstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar.“ Þetta var þörf ábending eft- ir ábyrgðarlausar umræður stjórnarandstöðunnar og að því er virðist fullan vilja henn- ar til að koma undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar á kné. Í það minnsta mætti ætla að sú væri skýringin á mál- flutningnum, en einnig er hugsanlegt að skýringuna sé að finna í áralöngum for- dómum og misskilningi sem erfitt reynist að leiðrétta. Óli Björn Kárason gerir til- raun til að draga fram nokkr- ar staðreyndir um sjávar- útveginn og skattlagningu í nýlegum greinum á vefnum t24.is. Hann bendir á að fjár- festing sé langt undir því sem ásættanlegt getur talist og að meðalaldur togara á Íslands- miðum sé nú 27 ár. „Á árunum 2009 til 2011 var fjárfesting sem hlutfall af framlegð (EBITDA) innan við 10% en nauð- synlegt hlutfall er um 30%. Með öðr- um orðum: Sjáv- arútvegurinn hefur verið að ganga á framleiðslutæki til þess að skila hagnaði,“ segir Óli Björn. Þetta er gífurlega alvarlegt sé vilji til að horfa til fram- tíðar í stað þess að einblína á þetta ár og næsta. Verði ekki fjárfest dregur smám saman úr getu sjávarútvegsins til að sækja fiskinn á hagkvæman hátt og vinna hann þannig að best verð fáist fyrir. Ísland er í harðri alþjóðlegri keppni þegar kemur að sjávarútveg- inum og þar sem augljóst er að ríkið mun aldrei hafa burði til að niðurgreiða sjávarútveg hér á landi eins og gert er víða erlendis, er nauðsynlegt að hann fái að dafna við bestu skilyrði hvað stjórnkerfi snertir og án ofurskatta. Óli Björn bendir á að upp- söfnuð fjárfestingarþörf í sjávarútvegi sé líklega 55 milljarðar króna hið minnsta og að óeðlilegt veiðigjald dragi úr möguleikum til eðli- legrar endurnýjunar og að þar með muni samkeppn- isstaða íslensks sjávarútvegs skerðast. „Og hagsmunirnir sem eru í húfi eru gríðarlegir, ekki aðeins fyrir eigendur fyr- irtækjanna heldur þjóðarbúið allt. Ástæða er að óttast að heildartekjur hins opinbera af starfsemi sjávarútvegsfyr- irtækja og tengdra fyrirtækja verði minni til lengri tíma en ella,“ segir Óli Björn. Oftast gleymist að taka með í reikninginn að sjávarútvegs- fyrirtæki greiða háa skatta, bæði beint og óbeint, fyrir ut- an veiðigjaldið. Árið 2009 voru tekjuskattsgreiðslur 1,5 milljarðar króna, 2,7 millj- arðar árið 2010, 5,5 milljarðar árið 2011 og í fyrra er áætlað að tekjuskattur fyrirtækj- anna verði um 9 milljarðar króna. Almennir skattar á sjávar- útveginn hafa þannig farið hækkandi á síðustu árum og munu haldast háir fái greinin að starfa við eðlileg skilyrði. Verði hún á hinn bóginn kæfð með sköttum og látin drabb- ast niður mun hún innan til- tölulega fárra ára hvorki hafa getu til að skila háum almenn- um sköttum né sértækum og ekki heldur að vera sú sterka undirstöðugrein sem þjóðinni er nauðsynleg í harðri al- þjóðlegri samkeppni. Lífseigir fordómar koma í veg fyrir að staðreyndir málsins komist til skila} Þörf á bættri umræðu um sjávarútvegsmál K onan sem um helgina slangraði að næturlagi um götur í miðborg Reykjavíkur var fréttaefni gær- dagsins. Hún gekk í veg fyrir lög- reglubíl, vék ekki úr vegi og var handtekin. Leikmönnum virðist sem svo að lögreglumennirnir, sem handtóku konuna, hafi farið bratt í málið. Ákvörðun stjórnenda lögregl- unnar um að senda þann sem handtók konuna í leyfi meðan málið er rannsakað hlýtur að renna stoðum undir að gagnrýnendur götunnar hafi nokkuð til síns máls. Í gær gerðist það svo að Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir skýringum á atviki þessu og hefur raunar einnig spurst fyr- ir um mál tveggja barnungra mótorhjólastúlkna sem fyrir nokkru voru gómaðar á förnum vegi í borginni, skellt í járn og fluttar á brott. Þau tvö tilvik sem hér að framan eru gerð að umtalsefni eru aukaatriði í hinu stóra samhengi hlutanna. Þau eru hins vegar athygli verð sakir þess að þau hefðu aldrei komist i hámæli nema því aðeins að vegfarendur náðu aðgerðum á mynd og miðluðu þeim áfram á sam- félagsmiðlum. Með þessu móti veitir almenningur yfirvöld- um aðhald, sem allir þurfa. Og væntanlega getur lögreglan útskýrt málavexti, hugsanlega beðist afsökunar eða jafnvel gert hvoru tveggja. Ef ástæða er til. Þeir sem á einhvern hátt hafa völd, forráð eða áhrif standa í dag andspænis nýjum veruleika, það er að almenn- ingur á nú auðvelt með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, gagnrýna eða sýna algjörlega nýja hlið á málum. Sannarlega er margt sem er sýnt og sagt á samskiptavefjum ýkt, afbakað og samheng- islaust. Eigi að síður er þessi borgaralega fjöl- miðlun í meginatriðum mikil framför. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra hafði verið tvo daga í embætti þegar hann sagði í útvarpi að athugasemdir við um- hverfismat vegna virkjunarframkvæmda hefðu verið markleysa. Innsend erindi hefðu að stærstum hluta verið sama fjölritaða bréfið. Náttúruverndarsinnar hrukku upp af stand- inum við þetta og skammur tími leið uns hundruð mótmælenda höfðu tekið sér stöðu fyrir utan Stjórnarráðshúsið. Með sama hætti hafa stúdentar látið í sér heyra vegna breyt- inga á regluverki námslána og 36 þúsund manns mótmæltu lækkun veiðigjalda. Að fylkingar spretti svona upp úr jarðveg- inum á örskotsstundu var óhugsandi fyrir fáum árum. Stjórnmálamenn hafa margir hverjir áttað sig á þessum nýja veruleika og haga störfum sínum samkvæmt því. Fara með löndum og ganga ekki í berhögg við almenn við- horf og réttlætiskennd. Það hefur lögreglan ekki gert, eins og mál helgarinnar sannar. Og sjoppueigandi í Borgarfirði sem hleypir engum á klósettið í verslun sinni nema sá hinn sami kaupi gotterí í leiðinni var í vondum málum eftir að ráðslag hans rataði inn á spjallsíður netsins. Þær eru í raun orðnar veldissproti fólksins, sem fær miklu áorkað sé málflutningur öfgalaus og röksemdafærsla í lagi. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Veldissproti fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Það getur ekki verið markmið okkar að skattleggja sjávarút- veginn það mikið að það borgi sig ekki fyrir fyrirtækin að halda áfram,“ segir Jón Gunnarsson, en sumar fiskistegundir koma enn illa út úr veiðigjaldinu, þá sérstaklega kolmunni ásamt út- hafsrækju, blálöngu og keilu. „Það er hætta á að þegar það borgar sig ekki fyrir útgerðina að sækja ákveðna tegund, að við fáum ekki verðmætin í þjóð- arbúið og fyrirtækin hætti veið- um á ákveðnum tegundum.“ Sérstaka veiðigjaldið á þess- ar fiskitegundir gæti orsakað að aflaverðmæti myndi ekki duga fyrir kostn- aði við veiðar og vinnslu. Tillaga um lækk- un veiðigjalds á kolmunna var ekki tekin upp á sum- arþinginu. Borgar sig ekki að veiða SÉRSTAKA VEIÐIGJALDIÐ Jón Gunnarsson FRÉTTASKÝRING Áslaug Arna Sigurbjörnsd. aslaug@mbl.is Ef þjóðin myndi fella þessilög í þjóðaratkvæðis-greiðslu yrði útilokað aðleggja á sérstök veiði- gjöld þar sem komið yrði nýtt fisk- veiðiár sem hefst 1. september. Það tekur ávallt tíma að undirbúa þjóð- aratkvæðisgreiðslu og ekki er hægt að leggja þau á aftur í tímann, því þá eru veiðar farnar af stað og afleið- ingin yrði sú að einungis yrði al- menna veiðigjaldið borgað á næsta fiskveiðiári,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Al- þingis, en forseta Íslands var afhent- ur undirskriftalisti um helgina þess efnis að skora á hann að synja nýjum lögum um sérstök veiðigjöld stað- festingar. Yfirskrift undirskrifta- söfnunarinnar er: Óbreytt veiðigjöld. „Það er ákveðin mótsögn í þessu, ekki er gott að gera sér grein fyrir hvað átt er við með óbreyttum veiði- gjöldum,“ segir Jón. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fær lögin líklegast afhend í dag og veltur á honum hvort hann samþykki þau eða beini þeim til þjóðarinnar. Fyrri lög óframkvæmanleg Lögin sem í gildi voru áður en ný lög voru samþykkt á dögunum eru sögð óframkvæmanleg bæði vegna tæknilegra og efnislegra galla. Sjálfstæðri nefnd, veiðigjaldsnefnd, var falið að annast útreikning á sér- stöku veiðigjaldi. Að sögn sjáv- arútvegsráðuneytisins sýndi það sig í vinnu nefndarinnar að lögin væru ekki nægilega afdráttarlaus um heimildir til nauðsynlegrar öflunar upplýsinga. Nefndin vakti athygli ráðuneytisins á þessu í lok mars og hefur verið reynt að leita leiða til úr- lausnar síðan. Sú vinna hefur ekki skilað árangri og er því ekki unnt að leggja á sérstakt veiðigjald sam- kvæmt þeim lögum fyrir komandi fiskveiðiár 2013/2014. Engu að síður er hægt að leggja á almennt veiði- gjald. Ný lög nauðsynleg Þar sem veiðigjaldanefndin náði aldrei að skila þáverandi atvinnuveg- aráðherra tillögum um úrlausn og út- reikning laganna var ekki auðsýnt hvernig þau kæmu til framkvæmda á næsta fiskveiðiári. „Það þurfti að setja önnur lög,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.