Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Brim Öldurnar við Brimketil á Reykjanesi eru miklar og voldugar og vissara fyrir þá sem vilja festa tilkomumikinn kraftinn á filmu að halda sig í öruggri fjarlægð. Haraldur Hjálmarsson Nýlega (19.-21. júní sl.) var tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music haldin í Hörpu, í annað sinn. Rétt er að taka fram að ég tók þátt í að flytja tvö tón- verk á hátíðinni svo það er ekki við hæfi að ég fjalli um tónlist- arflytjendur en ég get ekki orða bundist um hátíðina sjálfa og listræna stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar. Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að reyna að gera sér grein fyrir stöðu tónlistarinnar eins og hún birtist okkur í dag. Við þekkjum umhverfi hennar og einstakar birt- ingarmyndir. En hver er heildar- myndin? Er eitthvert samhengi í þeirri brotakenndu mynd sem blasir við? Tónlistarmenn og unnendur tónlistar standa í sömu sporum og aðrir hvað þetta varðar. Mörgum finnst samtíminn vera tvístraður og samhengislaus, jafnvel óskiljan- legur. Það liggur því beint við að spyrja: Er vinnandi vegur að huga að því samhengi sem tónverk eru sett í þegar þau eru flutt opinber- lega eða er það vonlaust verk? Spurningunni mætti e.t.v. svara með annarri spurningu: Er ekki nóg að heyra tónverk og njóta þess eins og það er, án málalenginga? Því er fljót- svarað: vissulega er það nóg, strangt til tekið. Að vísu eru tónverk e.t.v. misjafnlega til þess fallin að þeirra sé notið eingöngu á sínum eigin for- sendum, sum tónverk eru ríkuleg og hafa margbrotið innra samhengi, önnur eru fátækleg, en það er óvé- fengjanlegt að hafi menn þörf fyrir tónlist á annað borð er þeim nóg að heyra hana á hennar eigin for- sendum án þess að hún sé sett í eitt- hvert sérstakt sam- hengi. Tónlistin talar sínu máli eins og sagt er og þar með gæti ég sett punkt en þess í stað langar mig til að snúa mér að nýrri spurningu og hún er þessi: Getur tónlist sagt okkur eitthvað umfram það sem hún segir sjálf með sínum einstaka hætti? Ég leiði hjá mér að svara spurningunni beint en reyni í staðinn að varpa ljósi á hana með því að fjalla lítillega um þá um- gjörð sem við búum tónverkum sem flutt eru opinberlega. Að vísu ekki hið þjóðfélagslega samhengi (mörg- um finnst tónverk flutt á árshátíð Landsvirkjunar styðja virkj- anastefnu en sama tónverk flutt á árshátíð náttúruverndarsamtaka styðja náttúruvernd) heldur langar mig að gera prógrammgerð að um- fjöllunarefni. E.t.v. segir það ákveðna sögu hvernig verkum er raðað á tónleikaskrá, þótt tónlistin sjálf tali alltaf sínu máli eins og fyrr var nefnt. Við þekkjum ýmsar líf- seigar formúlur sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt. Af handahófi nefni ég nokkrar: forleikur-konsert-hlé- sinfónía; tónlist frá ákveðnu landi (þýsk tónlist, rússnesk tónlist); söngleikjatónlist; „portrett- tónleikar“; frumflutt tónlist; kvik- myndatónlist; Vínarvalsar; ártíðar tónskálds minnst; tónlist flutt á „uppruna-hljóðfæri“; skólatónleikar og fjölskyldutónleikar að ógleymd- um nemendatónleikum og tónleikum áhugamanna. Vonandi gefur þessi örstutta og ófullkomna upptalning til kynna þá miklu fjölbreytni sem við búum við, en vekja gamalkunnir rammar spurningar um samhengi sem gaman gæti verið að velta fyrir sér? Vafalaust, en tíminn líður fram og aðstæður breytast svo það er eðlilegt að stöðugt sé reynt að finna nýja ramma. Í þessu ljósi finnst mér hátíð Víkings Heiðars mjög mikils virði. Yfirskrift hátíðarinnar var Anachronism (eða tímaskekkja). Auðvitað er það ekki nýtt að tón- leikum eða jafnvel heilli hátíð sé gef- ið „þema“, en ég hygg að það sé sjaldgæft, a.m.k. hér á landi, að tón- listarhátíð sé jafnþrauthugsuð og hátíð Víkings. Það var snilldar- hugmynd að taka tímaskekkjur til umfjöllunar því þær eru sannarlega ofarlega á baugi um þessar mundir (kannski alltaf!) en þá er bara hálf sagan sögð því útfærslan á hug- myndinni var ótrúlega skemmtileg. Kannski sagði tónlistin sem flutt var ekkert umfram það sem hún er vön að segja en samhengið sem Víkingur bjó til var mjög áhugavert og sett fram á frumlegan hátt og vakti áheyrendur (a.m.k. mig) til umhugs- unar um ótalmargt. Það var svo sem ekki lausnarorðunum fyrir að fara eða endanlegum svörum. Það var líka eins gott, því við þurfum ekki endanleg svör frekar en fyrri dag- inn. En að haldin sé tónlistarhátíð sem varpar fram skemmtilegum spurningum og lýsir upp víðfeðmt svið, fyrir það þakka ég Víkingi af heilum hug. Og hlakka til næstu há- tíðar! Þar til hún rennur upp reyni ég að svara þeim spurningum sem þessi hátíð vakti með mér, þótt spurningum fylgi auðvitað angist ef- ans! Nokkur dæmi: Er Tectonics- hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands tímaskekkja eða lýsir hún þvert á móti einhverju mjög „nútímalegu“? Er áhersla á handverk tímaskekkja? Er það tímaskekkja að láta tónlist- ina eina um hituna á tónlistar- hátíðum og er þess vegna gott að blanda í þær öðrum listgreinum? Ýt- ir netið undir tímaskekkjur eða auð- veldar það okkur að sjá hlutina í sögulegu samhengi? Aðrir tónleika- gestir hafa vafalaust viljað svara öðrum spurningum og e.t.v. voru enn aðrar spurningar efst í huga Víkings. Það skiptir ekki máli. Í lok hátíðarinnar kom setning Voltaires um efann upp í hugann og leyfi ég mér að umorða hana hér: Efanum fylgja óþægindi, en fullvissan er fá- ránleg. Eftir Snorra Sigfús Birgisson »Mörgum finnst sam- tíminn vera tvístr- aður og samhengislaus, jafnvel óskiljanlegur. Snorri Sigfús Birgisson Höfundur er tónlistarmaður. Tónlistarhátíðin RMM – 2013 Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá opnunarhátíð Midsummer Music í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.