Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
✝ Sigurdór Hall-dórsson fædd-
ist í Reykjavík 21.
mars 1972. Hann
lést á heimili sínu,
Hamrabyggð 7 í
Hafnarfirði, 30.
júní 2013.
Foreldrar Sig-
urdórs eru Halldór
Gunnlaugsson,
skipherra hjá
Landhelgisgæsl-
unni, og Bára Fjóla Friðfinns-
dóttir leikskólakennari. Sig-
urdór var eldri af tveimur
bræðrum. Bróðir hans er Skarp-
héðinn Halldórs-
son, f. 27. febrúar
1974, sambýliskona
hans er Birta Dögg
Birgisdóttir, f. 29.
apríl 1970. Börn
þeirra eru Birgir
Smári, f. 16. sept-
ember 2001, og
Emil Árni, f. 16.
október 2004.
Sigurdór var
ógiftur og barn-
laus.
Útför Sigurdórs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
júlí 2013, kl. 13.
Í dag kveðjum við ljúfan son
og fallegan dreng. Sigurdór
barðist hetjulega og æðrulaust
við erfiðan sjúkdóm sem að lok-
um hafði betur. Elsku karlinn
okkar, við vitum að nú líður þér
betur en við söknum þín sárt.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar allra.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú gæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kveðja frá
mömmu og pabba.
Við kveðjum nú mikinn fé-
laga okkar og góðan starfs-
mann sem hefur glatt okkur í
rúm 11 ár með ýmsum vanga-
veltum sem fengu okkur til að
brosa og hafa gaman af lífinu.
Sigurdór var afar stór hluti af
okkar stóra vinnustað. Hann
hafði jákvæð áhrif á þá sem
unnu með honum og kenndi
okkur að láta ekki smávægi-
lega hluti fara í skapið á okk-
ur.
Sigurdór var umsjónarmað-
ur vörumóttöku og sá til þess
að allt var hreint og fínt fyrir
okkur hina sem tókum því oft
sem gefnu. Hann hafði gaman
af því sem hann var að gera,
var aldrei í slæmu skapi og það
smitaði út frá sér. Hann vildi
hafa reglu á hlutunum og ef
fólk fór ekki eftir því þá var
hann alltaf tilbúinn að benda
okkur á það, þó ávallt með
bros á vör. Fræg voru skiltin
sem hann setti upp þar sem
hann sýndi okkur með mynd-
rænum hætti hvernig við átt-
um að vinna svo aðrir sam-
starfsfélagar nytu góðs af.
Auk þess að vera öflugur
starfsmaður var Sigurdór með
kennsluréttindi á lyftara.
Hann tók að sér að leiðbeina
mörgum til að ná réttindum
sínum. Það gladdi hann mikið
og gerði hann mjög stoltan
þegar hans menn fengu lyft-
araprófið í sínar hendur.
Eftir erfiði vildi Sigurdór oft
fá sér gosflösku til að svala
þorstanum. Oft gerðist það þó
að áfyllingunni á goskælana
var ábótavant. Í stað þess að
kvarta og kveina þá tók hann
bara að sér það verkefni að
fylla á kælana í hverri viku.
Hann gat þá treyst því að hann
fengi alltaf kalt gos þegar þörf
var á og á sama tíma gátu
samstarfsmenn hans alltaf
treyst því að fá gos með matn-
um. Þannig maður var Sigur-
dór, hann var alltaf reiðubúinn
að hlaupa í öll verkefni.
Sigurdór hélt áfram að
vinna í veikindum sínum. Þrátt
fyrir augljósan sársauka hélt
hann ótrauður áfram, það
sýndi okkur hversu mikið hann
hafði gaman af vinnunni og fé-
lagsskapnum.
Veikindi hans höfðu mikil
áhrif á okkur og þegar hann
varð að hætta störfum var öll-
um ljóst hversu mikilvægur
hann var fyrirtækinu. Við von-
uðumst að sjálfsögðu eftir bata
og því að hann kæmi aftur til
okkar. Því miður varð Sigur-
dór að kveðja þennan heim
þrátt fyrir hetjulega baráttu.
Við munum öll sakna hans
en á sama tíma minnast góðu
stundanna sem hann færði
okkur.
Sigurdór okkar, takk fyrir
allar góðu stundirnar og góðu
minningarnar sem þú færðir
okkur. Þú munt lifa með okkur
um ókomna tíð.
F.h. starfsfólks IKEA,
Magnús Auðunsson.
Sigurdór
Halldórsson
Drési, mér var nú aldrei sér-
staklega vel við að vera kall-
aður það hér áður fyrr, en með
árunum og ellinni fór mér að
finnast það frekar töff, eitthvað
sem þú varst mikið kallaður afi
og ég held að það sé ástæðan,
afi minn er Drési og ég er það
líka.
Ég á nokkrar minningar um
þig, frá yngri árum sérstak-
lega. Enda varstu mér sem
faðir frá níu ára aldri og alveg
þar til ég fór í menntaskóla.
Þú kenndir mér margt, hugs-
Andrés Gunnar
Jónasson
✝ Andrés GunnarJónasson fædd-
ist í Lokinhömrum í
Arnarfirði 7. nóv-
ember 1929. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 29. júní 2013.
Útför Andrésar
fór fram frá Þing-
eyrarkirkju 8. júlí
2013.
aðir um mig og
fékkst mig til að
gera hluti sem þér
fannst þurfa að
gera þótt ég væri
ekkert hrifinn af
þeim. Til dæmis
taka fulla mat-
skeið af lýsi á
hverjum morgni
en eftir að ég
flutti frá ykkur
ömmu hef ég aldr-
ei bragðað lýsi. Annar mik-
ilvægur hlutur að þínu mati
var að borða minnst tvær
kartöflur, mér fannst það ekk-
ert spes en lét mig hafa það
því þér fannst þetta mikil-
vægt. Þetta eru smávægilegir
hlutir, en samt lifa þeir alltaf í
minningunni. Þær stundir
sem við eyddum við að leggja
kapal. Kvöldkaffið hennar
ömmu og þegar maður laum-
aðist inn í vaskahús eða fram
á gang til að finna bensín-
lyktina af fötunum þínum þeg-
ar þú varst búinn að þjónusta
bændur og sjómenn með olíu-
na og bensínið þeirra. Svo
þegar þið Nonni frændi húðs-
kömmuðuð mig fyrir að
hlaupa vitlaust að rollunum
þegar kom að smölun, þeim
fáu sem ég fór til. Þú gast
verið strangur húsbóndi, en
ég tel það vera þér og ömmu
Þórdísi að þakka að ég fór
aldrei út af sporinu í lífinu. Þú
kenndir mér að mæta vel og
stunda mitt nám, sem færðist
seinna meir yfir í vinnu,
stunda hvort tveggja vel og
vera alltaf mættur tímanlega
til vinnu.
Ég á þér margt að þakka
afi, margt sem ég kom mér
aldrei til að þakka þér fyrir.
Takk fyrir að vera mér allt-
af innan handar, takk fyrir að
vera umfram allt góður afi og
skemmtilegur kall sem áttir
það til að vera óvinsælasti
maður Þingeyrar þegar þú
kyntir vel undir beinamjölinu.
En lyktin var bara bærileg,
enda minnir hún á þig.
Ég á eftir að sakna þín
„gamli“ og mun ætíð hugsa til
þín með hlýhug og þakklæti.
Þinn
Andrés Þór.
Elsku afi, mikið er nú skrít-
ið að vera stödd á Þingeyri og
enginn afi Andrés á Brekku-
götunni. Ég átti alveg eins von
á þér skælbrosandi við eldhús-
borðið að hlusta á fréttirnar
og leggja kapal og segðir „sæl
vinan“ á þennan góðlega og
hlýlega hátt sem einkenndi
þig. Þótt oft sé óráðið hvað á
að gera í sumarfríinu hefur
eitt verið öruggt frá því að ég
man eftir mér; að heimsækja
afa og ömmu á Þingeyri. Þeg-
ar ég var yngri þótti mér
ferðalagið langt því eftirvænt-
ingin var mikil að komast til
ykkar. Oft og mörgum sinnum
á leiðinni var því spurt hvenær
við yrðum eiginlega komin. En
þetta langa ferðalag var
gleymt um leið og við komum í
notalegheitin hjá ykkur og ég
var búin að fá afa- og ömmuk-
nús. En sem betur fer á ég
margar góðar minningar sem
munu ávallt fylgja mér. Til
dæmis þegar okkur barna-
börnunum var stillt upp til
myndatöku og þú teygðir þig í
veskið og tókst upp greiðuna
til að lagfæra hárgreiðsluna á
okkur ef þess þurfti, enda
varstu sjálfur alltaf mikið
snyrtimenni og vel tilhafður.
Þú í Esso-gallanum á leið út í
olíubíl, heimsóknirnar til þín í
fiskimjölsverksmiðjuna þar
sem lyktin var nú ekki sú
besta og hávaðinn mikill en við
systkinin létum það ekki
stoppa okkur því það var alltaf
svo forvitnilegt að skoða sig
um og kíkja á kaffistofuna hjá
þér. Allar ferðirnar með þér á
sjóinn þar sem við gleymdum
hvað tímanum leið við að veiða
í soðið. Þá rifjast upp fyrir
mér að fyrir nokkrum árum
hafði ég verið mjög veiðin,
eins og oft áður, og þú vildir
endilega taka mynd af mér
með vænan þorsk sem kom á
færið hjá mér. Það var svo
ekki fyrr en myndin kom úr
framköllun að þú skelltir upp
úr þegar þú sást að stelpuróf-
an hafði dregið ermina á úlp-
unni fram yfir hendurnar til
að halda utan um sporðinn á
fiskinum. Bíltúrarnir á æsku-
slóðir þínar í Lokinhömrum
þar sem þú jóst úr visku-
brunni þínum á leiðinni, sagðir
okkur frá því sem fyrir augu
bar og sögur af lífinu sem áður
var. Sýndir okkur illfarnar
leiðir sem þurfti að ganga eða
jafnvel vaða áður en vegur var
lagður. Svo voru þau ófá skipt-
in sem ég fékk að snattast
með ykkur ömmu í Reykjavík.
Ykkur þótti nú ómögulegt að
vera að valda mér ama en mér
þótti alltaf svo vænt um að
geta gert eitthvað fyrir ykkur
enda þið alltaf verið mér og
öðrum svo góð. Þá fékk ég um
leið tækifæri til að hitta ykkur
þótt það væri ekki nema bara
að sækja ykkur á flugvöllinn,
skutla ykkur til læknis eða
kíkja með þér í Góða hirðinn.
Þetta, ásamt öllum hinum
góðu minningunum um þig, á
eftir að hjálpa mér að hugsa
til þín. Og auðvitað allir fal-
legu hlutirnir sem þú smíðaðir
og prýða heimili okkar Arnars,
meðal annars burstabærinn
fallegi og kirkjan sem þú hafð-
ir nýlokið við að smíða áður en
þú féllst frá. Ég á eftir að vera
ævinlega þakklát fyrir að hafa
getað komið og setið hjá þér á
sjúkrahúsinu. Og að lokum
getað kvatt þig viku áður en
þú lést, því þrátt fyrir að þú
værir orðinn mikið veikur þá
kvaddir þú okkur innilega og
vinkaðir bless eins og venju-
lega. Takk fyrir allt, ég sakna
þín.
Þín afastelpa,
Halla Sigríður.
Brynjar Jónsson, maðurinn
hennar Stellu móðursystur
minnar, kvaddi þennan heim
28. júní síðastliðinn eftir erfið
veikindi. Af miklu æðruleysi
og rólyndi eins og hans var
von og vísa barðist Binni við
veikindin sem við vissum fljótt
að ekki yrðu læknanleg. Það
er gott að hafa átt tíma með
honum þegar hann var í
geislameðferðinni hérna fyrir
sunnan.
Þessar línur eru ekki skrif-
Brynjar Jónsson
✝ Brynjar Jóns-son fæddist í
Lambhaga í Hrísey
24. desember 1937.
Hann lést á dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 28. júní
2013.
Útför Brynjars
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 8.
júlí 2013.
aðar til að rifja
upp æviskeið
Binna, heldur til
að þakka honum
fyrir allar sam-
verustundirnar í
gegnum árin.
Binni var yndis-
legur maður,
traustur, rólegur
og kletturinn
hennar Stellu
frænku. Hann var
flinkur smiður og get ég enn
fundið góðu saglyktina sem
fylgdi honum, þegar hann kom
heim úr vinnunni.
Binni var Hríseyingur og
þar bjuggu þau Stella í mörg
ár. Sem barn og unglingur
sótti ég mikið í að dvelja hjá
þeim, því þar var gott að vera,
og alltaf var ég velkomin í
tíma og ótíma.
Eftir að þau fluttu til Ak-
ureyrar, voru líka ófá skiptin
sem ég fékk næturgistingu hjá
þeim. Ekkert vandamál, bara
dýnum skellt á gólfið, eftir því
sem fjölskyldan mín stækkaði.
Svo var slegið upp matar-
veislu, og ekki mátti sleppa
kaffitímunum, því þá var Binni
búinn að baka kökur og hafra-
kex.
Ég þakka þér samfylgdina,
Binni minn, í gegnum öll árin.
Lífið verður tómlegt án þín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Elsku Stella, Jói, Fanný,
Biggi, barnabörn og barna-
barnabörn, innilegar samúðar-
kveðjur.
Fanný María Clausen.
Til Binna.
Hjartans kveðja hér frá mér,
er harmur sár á dynur.
Ég hef margt að þakka þér,
þú varst sannur vinur.
Man ég drenginn dagfarsprúða,
dugnað hans og elju forðum.
Glæsilegur gekk til búða,
gætinn var í sínum orðum.
Farðu vel minn frændi kær,
flyt ég þér kveðju mína.
Mun ég hjarta mínu nær,
minningu heiðra þína.
(Lovísa María Sigurgeirsdóttir)
Binni frændi var einstakur
maður sem okkur þótti mjög
vænt um. Hann var fallegur
bæði að innan sem utan. Lista-
maður í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Hans verður sárt
saknað. Við vottum Stellu, Jó-
hanni Svan, Fanný Maríu og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúð.
Stefán Jón, Heimir,
Lovísa María, Guðbjörg
og fjölskyldur.
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Faðir minn,
THEODÓR NÓASON,
lést föstudaginn 5. júlí.
Gunnar Theodórsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN GUNNARSSON
vélvirkjameistari,
Brekkugötu 20,
Þingeyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar
þriðjudaginn 2. júlí.
Útför hans fer fram frá Þingeyrarkirkju
laugardaginn 13. júlí kl. 14.00.
Guðlaug Vagnsdóttir, börnin og fjölskyldur þeirra.
Elsku amma mín
er nú fallin frá og komin til
Hjálmars afa. Mér þótti vænt
Anna
Þorvarðardóttir
✝ Anna Þorvarð-ardóttir fædd-
ist á Eskifirði 28.
október 1935. Hún
andaðist á Seyð-
isfirði 23. júní
2013.
Anna var jarð-
sungin frá Seyð-
isfjarðarkirkju 28.
júní 2013.
um spjallið okkar
um daginn þegar
ég og fjölskylda
mín komum til þín
síðast. Það var svo
gott að tala við þig
um daginn og veg-
inn, þú varst alltaf
svo góð við mig. En
ég veit að þú ert
komin á góðan stað
núna.
Ég elska þig
elsku amma mín.
Hjálmar Aron Níelsson.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju,
Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar