Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is AF BRIMRÁS STIGUM OG TRÖPPUM 25% AFSLÁTTUR Í kvöld ætla ég með vinkvennahópnum mínum út að borða,“ seg-ir Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, en hún er 25 ára í dag. Þærhittast alltaf á afmælisdaginn hennar og er gleðin þá ætíð við völd. Bryndís lauk í vor BA-prófi úr náminu fræði og framkvæmd við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands. Bryndís er nýkom- in heim úr ferðalagi til Evrópu þar sem hún var m.a. tæknistjóri á danssýningunni Male Me í Amsterdam. „Hópur af dönsurum af sama ári og ég í Listaháskólanum fékk boð um að koma fram á Festival Amsterdam og bað mig um að sjá um hljóð- og ljósavinnuna,“ segir Bryndís, en tæknistjórn í leikhúsi var hluti af námi hennar í skól- anum. Sýningin vakti lukku áhorfenda og var hópurinn ánægður. Bryndís nýtti ferðina einnig til að heimsækja Belgíu og París ásamt kærasta sínum, Guðjóni Teiti. Bryndís hefur unnið að ýmsum verkefnum tengdum náminu. „Ég hef séð um leikmynd, tækni og sýningarstjórn í ýmsum verkefnum í Norðurpólnum og aðstoðað við sýningar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu,“ segir hún. Nú vinnur Bryndís að því finna hentugan sýningarstað fyrir endurupptöku á útskrift- arleiksýningu sinni, Maskínunni. Hún segir í því samhengi vera missi að Norðurpólnum, en leikhúsið missti húsnæði sitt á Seltjarn- arnesinu fyrr á þessu ári. „Það eru vonbrigði fyrir ungt sviðs- listafólk og vonandi kemur fljótt annar álíka vettvangur í staðinn.“ larahalla@mbl.is Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir er 25 ára í dag Í Belgíu Bryndís Ósk í bænum Bruges í sumar. Hún útskrifaðist úr náminu fræði og framkvæmd við leiklistar- og dansdeild LHÍ í vor. Slógu í gegn í Amsterdam Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hákon Hjartarson og Guðmundur Tómas Magnússon héldu tombólu á Garða- torgi og söfnuðust 6.578 kr. sem þeir gáfu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta V iktor fæddist á Ísafirði 9. júlí 1963 og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur en var öll sumur á Ísafirði til 23 ára aldurs að spila fótbolta og vinna í Hrað- frystihúsinu Norðurtanganum hf. Viktor var í barnaskólanum á Ísafirði, Austurbæjarskóla í Reykjavík í eitt ár og lauk gagn- fræðaprófi í Álftamýrarskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1983 og útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988. Unnið lengi fyrir lífeyrissjóði Viktor hefur verið í lífeyris- sjóðabransanum síðan 1989. Fyrst hjá Lífeyrissjóði starfsfólks í veit- ingahúsum, Framsýn lífeyrissjóði, Reiknistofu lífeyrissjóða og síðan verið skrifstofustjóri hjá Lífeyris- sjóðnum Lífiðn, síðar Stöfum líf- eyrissjóði, frá árinu 2000. Viktor var formaður Foreldrafélags Hvassaleitisskóla í nokkur ár og síðan í skólaráði Hvassaleitisskóla í þrjú ár. Hann er í Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur og hefur verið formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga síðast- liðin tvö ár. Viktor Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Stöfum – 50 ára Reykjavíkurmaraþon 2012 Margrét, Jóhanna, Viktor, Linda og Guðrún Katrín eftir vel heppnað skemmtiskokk. Veiðileyfin alltof dýr Einn 15 punda úr Svalbarðsá „Þessi lét hafa fyrir sér. Ég þurfti að hlaupa fjórum sinnum upp og niður hylinn, en svo sleppti ég honum að sjálfsögðu.“ „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.