Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 27
Veiðin gæti breyst Helstu áhugamál Viktors eru stangaveiði, golf, fótbolti, spilaði m.a. í meistaraflokki hjá ÍBÍ, úti- vist og hreyfing. Stangaveiði er samt áhugamál númer eitt og er hann meðlimur í Veiðifélaginu Rot- aranum sem í eru að megninu til skólafélagar úr Verslunarskóla Ís- lands og er sá félagsskapur einmitt að halda upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. Landssamband stangaveiði- félaga hefur tekið æ meiri tíma hjá Viktori enda gætu verið ákveðin tímamót hjá stangaveiðimönnum og samtökum þeirra, stangaveiði- félögunum, varðandi verðlags- og leigumál og því nauðsynlegt að standa vörð um hagsmuni þeirra eins og frekast er unnt. „Það er enn allt í biðstöðu og menn hafa varann á, laxinn er bet- ur haldinn en í fyrra, það er satt. En í raun er þetta svipað start og í fyrra. Þá byrjaði veiðin ágætlega. Nú verður t.d. stórstreymt í dag og hvað verður eftir þennan straum, gerist það sama og í fyrra? Auðvitað fyllast menn bjart- sýni og menn hafa sakað okkur um að vilja tala niður veiðina en við munum samt að það varð algjör aflabrestur um miðjan júlí og sum- ir vilja hinkra enn og sjá hvernig málin þróast. Margir veiðirétt- areigendur vilja ekki lækka verð og það er spurning hvort það er orðið of seint. Það getur vel verið að menn hafi ráðstafað fríinu í eitt- hvað annað eða fundið sér aðra af- þreyingu. Maður vonar að veiði- réttareigendur og veiðileyfasalar nái saman en það er samt stað- reynd að veiðileyfin eru of dýr og það er ákveðinn hópur manna sem mun ekki kaupa leyfi nema þau lækki verulega. Maður vonar nátt- úrlega hvort tveggja að ekki verði aflabrestur og að komið verði til móts við stangaveiðimenn um að lækka verð.“ Fjölskylda Kona Viktors er Margrét Dröfn Óskarsdóttir, f. 21.12. 1963, hjúkr- unarfræðingur. Foreldrar hennar eru Óskar Sumarliðason, f. 25.6. 1920, d. 1.6. 1971, húsasmiður í Reykjavík og Jóhanna Margrét Þorgeirsdóttir, f. 6.9. 1926, fyrr- verandi gangavörður í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Börn Viktors og Margrétar eru Jóhanna Björk, f. 19.8. 1994, nemi í Verslunarskóla Íslands; Linda Ósk, f. 4.11. 1997, nemi Versl- unarskóla Íslands; Guðrún Katrín, f. 13.6. 2000 nemi í Háaleitisskóla. Systkini Viktors eru Jensína Sigríður, f. 19.2. 1948, verkakona í Reykjavík; Ingigerður Anna, f. 13.7. 1949, bankastarfsmaður í Reykjavík; Rúnar, f. 23.3. 1952, verkstjóri í Reykjavík; Katrín, f. 8.6. 1954, d. 26.12. 2012, bankastarfsmaður í Mosfellsbæ. Foreldrar Viktors eru Ragnheið- ur Guðrún Loftsdóttir, f. 8.9. 1928, húsfreyja í Reykjavík og Guð- mundur Móeses Jónsson, f. 30.6. 1917, d. 12.3. 2007, yfirverkstjóri á Ísafirði. Þau skildu og Guðmundur kvæntist síðar Sigrúnu Stellu Ingvarsdóttur, f. 13.1. 1935, skrif- stofukonu á Ísafirði, nú búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Viktors Guðmundssonar Viktor Guðmundsson Katrín Þorleifsdóttir húsfr. að Múla við Ísafjörð Móses Illugason b. að Múla, nefndur Móeses í kirkjubók Jensína Þorbjörg Mósesdóttir klæðskeri á Ísafirði Jón Hálfdánarson, sjómaður í Hnífsdal Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir húsfr. í Kópavogi Guðrún Halldóra Níelsdóttir húsfr. í Bolungarvík Hálfdán Örnólfsson hreppstj., sjóm. og b. í Bolungarvík Björg Sigurðardóttir húsfr. á Bólstað Bjarni Sigfússon b. á Bólstað Pálfríður Ingigerður Áskelsd. húsfr. á Bólstað, Kaldrananeshr. Loftur Annas Bjarnason b. á Bólstað, Kaldrananeshr. Guðmundur Móeses Jónsson yfirverkstjóri á Ísafirði Guðríður Jónsdóttir húsfr. á Bassastöðum Áskell Pálsson b. á Bassastöðum, Kaldrananeshr. Viktor Guðmundsson Formaður Landssambands stangaveiðifélaga. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Hringur Gretarsson hefur útskrif- ast með doktorsgráðu í fjár- málastærðfræði frá stærð- fræðideild Imperial College í London. Hringur varði dokt- orsritgerð sína, „A Quadratic Gaussian Year-on-Year Inflation Model“ (Annars stigs normal- dreift ársverðbólgulíkan), í janúar síðastliðnum. Prófdómarar voru Michael Monoyios, lektor við Ox- ford-háskóla, og Damiano Brigo, prófessor við Imperial College. Leiðbeinandi Hrings við verkefnið var Mark Davis, prófessor við Im- perial College. Verkefnið vann Hringur í samvinnu við Lloyds- bankann í London. Á undanförnum árum hefur orðið aukning í viðskiptum með afleiður tengdar verðbólgu í Bretlandi, á evrusvæðinu og víðar. Lífeyrissjóðir og ýmis þjónustufyrirtæki nota slíkar afleiður til að vernda sig gegn hugs- anlegu tapi sökum breytinga á verðlagi. Í ritgerð sinni kynnti Hringur nýja aðferð til að líkja eftir hreyfingum ársverðbólgu og verðleggja verðbólguaf- leiður. Ritgerðina má finna á vefslóðinni http://ssrn.com/abst- ract=2274034. Hringur lauk stúdentsprófi frá MR árið 2004, BSc-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og MSc-gráðu í fjármálastærðfræði frá Imperial College árið 2009. Hann vann við hlutabréfaafleiður í Landsbanka Íslands í London 2007-2008. Frá janúar síðastliðnum hefur hann unnið í Lloyds- bankanum í London. Vinnan felst í að rannsaka gjaldþrotalíkön fyrir verð- lagningu á fjármálaafurðum tengdum vöxtum, verðbólgu og gjaldeyri. Hringur fæddist 1984 og er sonur Gretars Reynissonar myndlistarmanns og Margrétar Ólafsdóttur fyrrum leikkonu og skrifstofumanns. Sambýlis- kona Hrings er Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari. Doktor í fjármálastærðfræði Hringur Gretarsson 90 ára Elínbjörg Guttormsdóttir 85 ára Sigurrós Sigurbergsdóttir Svanbjörg Hróbjartsdóttir 80 ára Ástþór Eydal Ísleifsson Birna Hjaltalín Pálsdóttir Guðlaug Á. Lúðvíksdóttir Hilmar Jónsson Jón Halldór Borgarsson 75 ára Axel Gomez Retana Bryndís Schram Gísli Rúnar Guðmundsson Magnús Heiðar Jónsson Magnús Örn Óskarsson Margrét Eggertsdóttir Sigríður Jónsdóttir Sonja Sveinsdóttir Vilhjálmur Pétursson 70 ára Aðalbjörg Garðarsdóttir Ásthildur I. Haraldsdóttir Bjarni H. Guðmundsson Guðríður V. Guðjónsdóttir Hildur Einarsdóttir Hrafnhildur Guðmundsd. Ragnheiður Gestsdóttir Sigurjón Hjálmarsson Ögmundur H. Guðmundss. 60 ára Anton Pétursson Björn Sævar Ástvaldsson Elísabet Ingólfsdóttir Jónatan Guðjónsson Jón Helgi Jónsson Magnús Jónsson Ólafur Danivalsson Zygmunt Mical Þorvaldur Jón Viktorsson 50 ára Ágústa Ýr Rosenkjær Áshildur Sveinsdóttir Baldvin Nielsen Dóra Pétursdóttir Einar Sævarsson Gná Guðjónsdóttir Ingólfur Jón Hauksson Jaroslaw Czeslaw Jucha Jenný Karlsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Jóhanna Ólafsdóttir Pétur Pétursson Ragnar Geir Júníusson Sigurður Sigurðarson Viktor Guðmundsson 40 ára Ellen Svava Guðlaugsdóttir Gísli Sigmundsson Guðrún Elín Arnardóttir Júlíus Sigurþórsson Leó Þór Þórarinsson Marcela Lysá Olayinka Isaac Abioye Ragnar Þorkell Hannesson Sigrún Jóhanna Eiríksdóttir Sigurjón Ólafsson Sigþór Samúelsson Sóley Björk Stefánsdóttir Tómas Ingi Ragnarsson 30 ára Arnar Þór Hjaltason Ásgeir Ingi Óskarsson Birgitta Rós Björgvinsdóttir Eva Rós Gunnarsdóttir Eygló Bjarnadóttir Eyþór Örn Ernstsson Gunnþóra V. Gunnarsdóttir Páll Benediktsson Pálmi Freyr Bárðarson Piotr Jan Jacukowicz Tomas Dovydaitis Valves Gunnarsson Þór Jónsson Til hamingju með daginn 50 ára Ágústa er Hafn- firðingur, bús. í Kópavogi og starfar sem aðstoðar- maður tannlæknis. Maki: Jóhann Viðarsson, f. 1964, sölustjóri hjá Heimilistækjum. Börn: Sandra Ýr, f. 1992, og Telma Rún, f. 1998. Foreldrar: Árni Rosen- kjær, f. 1932, rafvirkja- meistari í Hafnarfirði, og Guðríður Karlsdóttir, f. 1938, framhaldsskóla- kennari í Hafnarfirði. Ágústa Ýr Rosenkjær 50 ára Jóhanna fæddist í Paradise, Kaliforníu, en ólst upp í San Fransciso Bay Area, lærði hár- greiðslu þar en er hús- móðir í Hafnarfirði. Maki: Ásgeir Halldórsson, f. 1965, múrari. Börn: Jóhanna á fimm börn með fyrri eiginmanni og þrjú með Ásgeiri. Foreldrar: Ólafur Gunn- arsson, f. 1931, og Elísabet Albertsdóttir, f. 1940. Jóhanna Ólafsdóttir 30 ára Arnar Þór er frá Kvistási í Eyjafjarðarsveit, bús. á Akureyri og starfar sem vörubílstjóri. Maki: Rakel Vilhjálms- dóttir, f. 1979, nemi í sál- fræði við Háskólann á Akureyri. Sonur: Alexander Þór, f. 2009. Foreldrar: Hjalti Þórsson, f. 1957, verktaki, og Arn- björg Jóhannsdóttir, f. 1964, hjúkrunar- fræðingur. Arnar Þór Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.