Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 28

Morgunblaðið - 09.07.2013, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert bæði heillandi hvatvís og nýtur þín í stífri aðstöðu. Fyrsta skrefið er að skipu- leggja tíma þinn betur og læra að segja nei. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Farðu þér samt hægt í því að gera orð einhvers að þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú skilur hvernig á að klifra upp metorðastigann. Ekki hrapa að niðurstöðum varðandi það sem á að vera þér fyrir bestu, bara af því að einhverjum öðrum þykir það góð hugmynd. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Gæti verið tæki eða óþarfa glys og glingur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert hrædd/ur um að hleypa öllu í loft upp, og kýst að þegja. Notaðu tækifærið og leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er nauðsynlegt að geta tekið svo- lítið persónulega á hlutunum þótt handbækur kveði á um annað. Litir regnbogans birtast, bjöllur klingja og andvarinn angar af blómum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki bara sanngjarnt að þú leitir réttar þíns heldur er það lífsspursmál fyrir þig. Leyfðu upplifun dagsins að snerta þig í stað þess að vera hissa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú ert það þú sem átt að taka frumkvæðið og laða aðra til samstarfs við þig. Sinntu reikningum, tölvupósti, garðvinnu – ótrúlegt hve mikið er hægt að hreinsa í einu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Horfðu á gamanþætti, lestu skrítlur og ræddu við vin sem hefur gaman af fíflalátum og fær þig jafnan til þess að hlæja. Láttu ekki aðra stjórna lífi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er ekki hentugur dagur til að ganga frá skiptingu eigna eða ábyrgðar. Reyndu að sýna þolinmæði. Spjall við ókunnugan aðila gæti aldeilis víkkað út sjón- deildarhring þinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut- unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Hamingjan er fólgin í að treysta rétta fólkinu á hverjum tíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu daginn til að huga að fjármál- unum. Reyndar viltu bara láta að þér kveða og bæta veröldina, en ekki er víst að allir sjái það þannig. Karlinn á Laugaveginum erhrifinn af Agnesi Bragadóttur og les pistla hennar ekki sjaldnar en tvisvar. „Hún ber gott skyn- bragð á íslenskt mál,“ sagði hann og tautaði: „Skúrir- skúrar“ en tók sig síðan á, svo að hugurinn hvarfl- aði frá Hádegismóum upp á Skóla- vörðuholt: Ég einlægt fæ á því að kenna að upp hlaðist milli okkar spenna en auðvitað dúrar því skin og skúrar á skiptast í hugheimi kvenna. Í gær slógumst við í för með karlinum um Tjörnes, en nú liggur leiðin um Kinn, þar sem karlinn sönglaði: Nú er sumar í Köldukinn – kveð ég á millum vita – fyrr má nú vera, faðir minn! en flugurnar springi af hita. Karlinn lætur sér duga útgáfuna á ljóðum Jónasar frá 1913. Erlingur Friðjónsson segir frá því í bók sinni „Fyrir aldamót“ að í Köldukinn séu tveir bæir sem heita Syðri-Skál og Ytri-Skál. Svo bar við að sinn drengurinn fæddist í lausaleik á hvorum bænum, og lék vafi á um faðerni beggja. Skaut þá Guðmundur á Sandi fram þessari vísu: Sögð eru skrýtin meyjamál. Margir hissa standa. Sinn á hvorri situr Skál sonur heilags anda. Góður hagyrðingur Guðmundur Friðbjarnarson bjó á Ytri-Skál. Að- algeir Kristjánsson frá Finns- stöðum hefur sagt mér, að hann brenndi allan sinn kveðskap áður en hann dó – taldi það vissara. Guð- mundur fór oft með þessa vísu: Bjartar nætur nota má náttúrunnar gæði. Gullna hliðið glansar á gegnum silkiklæði. Í móðuharðindunum bjó í Naustavík Vigfús nokkur, sem varð mikill bjargvættur margra nauð- þurftarmanna þessi erfiðu ár skrif- ar Hlöðver í Björgum í Árbók Þing- eyinga 1977. Hann var langafi Þórhalls biskups og eru þjóðkunnir afkomendur hans fjölmargir. – „Efamál er mér,“ skrifar Hlöðver, „að nokkur þeirra hafi fengið – eða fái svo gagnorð eftirmæli sem vís- una sem Sören á Geirbjarn- arstöðum gerði um Vigfús“: Naustvíkingur, nettur slyngur nafnmildingur frí við spé. Verksnillingur varla ringur Vigfús fingur ber á tré. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skúrum og dúrum og Köldukinn Í klípu „ÞETTA ER GOTT TILBOÐ, EN ÉG HELD VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ STÖKKVA Á ÞAÐ FYRSTA SEM KEMUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR GANGANDI Á MEÐAN ÉG VERÐ Í FRÍI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann sér eitthvað við þig sem enginn annar sér. HRÓLFUR, ÉG HEF MARGAR SPURN- INGAR ÁÐUR EN ÉG GET ÁKVEÐIÐ HVAÐA MEÐFERÐ ÉG Á AÐ NOTA … SÚ FYRSTA OG MIKILVÆGASTA ER … ÁTTU PENING TIL AÐ BORGA FYRIR ÞESSA HEIMSÓKN? GÓÐ MÁLTÍÐ … LÚR … GÆTI LÍFIÐ VERIÐ BETRA? ROP! ÓKEI … GÆTI LÍFIÐ NÚNA VERIÐ BETRA?Samkvæmt nýjustu fregnum flýjalandsmenn íslenska rokið og rigninguna og leita í sólina einhvers staðar á jarðkringlunni. Á slíkum ferðalögum getur þó ýmislegt óvænt komið upp á og vissara að undirbúa túrinn vel og vandlega. Kunningi Víkverja er nýlega lent- ur eftir ævintýraferð til Bretlands ásamt sinni ektakvinnu. Ferðin hófst um skosku hálöndin þar sem þess var m.a. freistað að sjá Loch Ness skrímslið. Það lét þó ekki á sér kræla í þetta skiptið. Einnig kom kunningi Víkverja við á St. And- rews-golfvellinum en eðlilega fylgja ekki neinar afrekssögur þaðan. x x x Áfram lá leiðin suður á bóginn, íátt til Lundúna. Fyrst var þó komið við í hinni fornu borg, York, eða Jórvík, og ætlunin að stoppa þar í fáeina daga. Kunningi Víkverja tók lestina þangað frá Skotlandi og tek- inn var leigubíll fyrir utan lestar- stöðina. „Holiday Inn Express, takk fyrir,“ sagði kunningi vor, orðinn ferðalúinn, og leigubílstjórinn skildi skilaboðin undir eins. Hinum ís- lensku ferðalöngum var ekið á hót- elið, sem reyndist vera mun lengra frá miðbænum en þau höfðu talið. Þegar komið var að því að skrá sig inn í móttökunni kom babb í bát- inn. Þau voru einfaldlega ekki bókuð á þessu hóteli. Kona í móttökunni reyndist hin ljúfasta og vildi allt fyr- ir Íslendingana gera. Fór hún að kanna málið nánar og fljótlega kom í ljós hvað hafði gerst. Kunningi Vík- verja hafði ekki bókað sig og borgað inn á þetta hótel í norðanverðu Jór- víkurskíri, heldur í allt annarri heimsálfu í um 5.600 kílómetra fjar- lægð, eða í borginni York í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum! Fyrstu viðbrögð voru óttablandin undrun en síðan tók við stjórnlaus hlátur yfir mistökunum, sem kon- unni í móttökunni tókst eftir nokkra fyrirhöfn að leiðrétta. Til allrar hamingju var þetta innan sömu hótelkeðjunnar og greiðslan milli- færð yfir Atlantshafið til bresku Jórvíkur. Ferðalangar mega draga lærdóm af þessari sögu; munið að tékka af hótelbókunina, hvort hún sé ekki örugglega í réttri borg! víkverji@mbl.is Víkverji Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebreabréfið 13:8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.