Morgunblaðið - 09.07.2013, Side 31

Morgunblaðið - 09.07.2013, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Einrúm Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma, auk þess að bæta hljóðvist rýmisins STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Hljómsveitin leikur þá nýtt verk eftir Huga Guðmundsson, Minningarbrot – Glimpsed Memories sem hann samdi sérstaklega fyrir hana. Þá leikur Gróa Margrét Valdi- marsdóttir einleik í fiðlukonsert Moz- arts í A-dúr og loks flytur hljóm- sveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tjækovský. Stjórnandi á tónleikunum er Gunn- steinn Ólafsson. Á sunnudaginn var hélt hljóm- sveitin tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, fyrir troðfullri Siglufjarð- arkirkju. Hún er skipuð fimmtíu tón- listarnemum á aldrinum 13 til 25 ára. Einleikarinn Gróa M. Valdimarsdóttir. Einleikur Gróu Margrétar með Ungfóníu Danir eru enn ekki búnir að ákveða hvar Eurovision verður haldin að ári, en hins vegar liggja dagsetn- ingar keppninnar loks fyrir. For- svarsmenn hjá Danmarks Radio til- kynntu í gær að aðalkeppnin fari fram laugardaginn 10. maí 2014, en undankeppnirnar þriðjudaginn 6. maí og fimmtudaginn 8. maí. Ákvörðun um keppnisstað verður ekki tekin fyrr en undir lok sumars. Borgirnar þrjár sem vilja hýsa keppnina eru Horsens og Herning, sem báðar eru á Jótlandi, auk Kaup- mannahafnar. Keppnisborgin þarf að geta boðið upp á gistingu fyrir mörg þúsund manns, þ.á.m. þátttak- endur, fylgdarlið og fjölmiðlafólk sem telja um sex þúsund manns. Ljósmynd/D. Stachel og T. Hanses Eurovision Emmelie de Forest söng til sigurs fyrir hönd Dana í vor sem leið. Dagsetning ljós en keppnisstaður ekki Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er alltaf gaman að sýna í Fær- eyjum, enda eru Færeyingar vinir okkar og frændur,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari, en hún er annar tveggja listamanna sem sýna á Sumarsýningu Norðurlanda- hússins í Færeyjum. Aðspurð segist Steinunn síðast hafa sýnt í Færeyjum á níunda áratug síðustu aldar þegar hún tók þátt í samsýningu nokkurra íslenskra listamanna og því kærkom- ið að fá tækifæri til að leggja leið sína til Færeyja aftur. Sumarsýningin í Norðurlandahús- inu stendur til 25. ágúst nk. Sýning- arstjóri sýningarinnar er Inger Smæ- rup Sørensen, en hún er danskur listfræðingur, og valdi hún í sam- vinnu við Sif Gunnarsdóttur, for- stjóra Norðurlandahússins, að stilla saman verkum eftir Steinunni annars vegar og hins vegar Silju Strøm, sem er ungur færeyskur málari. Spurð hvort verk þeirra kallist á svarar Steinunn því játandi. „Silja Strøm er fígúratívur málari og það er einhver góður þráður milli verkanna okkar,“ segir Steinunn og bendir á að Silja Strøm, sem býr og starfar í Glasgow, hafi í fyrra verið valin mest lofandi listamaður ársins af menningarráði Færeyja. Fer með Borders til Chicago Að sögn Steinunnar fór hún utan í febrúar sl. til að undirbúa sýninguna og skoða aðstæður. „Í framhaldinu vann ég ný verk sérstaklega fyrir sýninguna og valdi einnig eldri verk sem mér fannst passa vel við um- hverfið. Fljótlega kviknaði sú hug- mynd að vera með verkin bæði inni og úti, enda er umhverfið í Þórshöfn svo skemmtilegt og fallegt. Ég hef lengi unnið að umhverfismótandi list og þarna eru margir spennandi staðir sem ég hafði áhuga á að tengjast,“ segir Steinunn og nefnir sem dæmi að eitt verkanna sé staðsett í ánni sem rennur í gegnum bæinn. „Sýningargestir fá sérútbúið kort sem verkin eru merkt inn á,“ segir Steinunn og tekur fram að gengið hafi á ýmsu frá sýningaropnun í sein- asta mánuði. „Við urðum að færa eitt verkanna sem hafði verið fellt af sýn- ingarstað sínum. Sömu nótt og það gerðist var annað verk, sem staðsett var úti í skógi, skemmt. Svo virðist sem einhver hafi lamið það með stórum steini með þeim afleiðingum að í það komu sprungur, en verkið er úr pottjárni,“ segir Steinunn og tekur fram að bæjaryfirvöld í Þórshöfn hyggist láta gera við verkið. Steinunn hefur sýnt verk sín úti um allan heim og því liggur beint við að spyrja hvort verk hennar verði oft fyrir barðinu á skemmdarvörgum. „Miðað við magnið sem ég hef verið að sýna úti um allan heim, m.a. í stór- borgum Bandaríkjanna, þá hefur merkilega lítið borið á skemmdum verka minna. Við vorum því nokkuð hissa á því að þetta skyldi gerast í Færeyjum af öllum stöðum,“ segir Steinunn og tekur fram að það fylgi því vissulega bæði kostir og gallar hversu aðgengileg verk hennar séu. „Verkin mín bjóða upp á mjög náin tengsl við áhorfendur vegna þess að þau eru í líkamsstærð og eru gjarnan á sama plani og vegfarendur. Það þýðir auðvitað að þau eru útsett fyrir ýmislegt, en um leið verður nálægðin við mannlífið hluti af verkunum sem er spennandi.“ Spurð hvað sé framundan hjá henni segist Steinunn vera á leiðinni til Chicago í byrjun ágúst. „Þar verð ég með útiverkasýningu sem hefur verið að ferðast um Bandaríkin. Sýn- ingin nefnist Borders og var fyrst sýnd í New York fyrir utan höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna árið 2011. Chicago er fjórði áfangastað- urinn, en sýningin verður sett upp rétt suður af Chicago Art Institute, skammt frá Millenium Park, en þetta verkefni er unnið í samvinnu við Chi- cago Parks. Það verður gaman að sýna í Chicago, sem er þekkt fyrir fjölskrúðuga flóru listaverka í op- inberu rými.“ „Nálægðin við mannlífið spennandi“  Skemmdir unnar á verkum Stein- unnar Þórarinsdóttur í Færeyjum Ljósmynd/Ólavur Frederiksen Fótabað Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari sýnir á þriðja tug verka í Færeyjum og er eitt þeirra staðsett í ánni sem rennur í gegnum Þórhöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.