Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Ríkisstjórnin hefur sett á fóthagræðingarhóp undir for- ystu Ásmundar Einars Daðasonar en í hópnum eru einnig þingmenn- irnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Kon- ráðsdóttir. Hóp- urinn mun fá til liðs við sig sérfræðinga og starfsmenn ráðu- neyta og stofnana eftir þörfum.    Það starf sem hagræðing-arhópnum er falið af forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra er gríðarlega mikilvægt og getur skil- að miklum árangri á næstu árum og til framtíðar sé rétt að verki staðið.    Ríkiskerfið er víða orðið of um-svifamikið, ríkisstofnanir of margar og sumar of stórar. Þetta endurspeglar vitaskuld það að verkefnin eru of mörg; ríkið hefur færst of mikið í fang og því þarf að breyta.    Miklu skiptir að hagræðing-arhópurinn á ekki að koma með tillögur um flatan niðurskurð. Slíkar hagræðingartillögur eru nánast árviss viðburður við fjár- lagagerð og utan verksviðs hópsins. Tilgangur hópsins er að koma með markvissar tillögur þar sem þörfin á þátttöku ríkisins á tilteknu sviði hefur verið endurmetin.    Þetta er erfitt verkefni ef árang-ur á að nást og að því þarf stöðugt að vinna því að þrýsting- urinn í hina áttina er stöðugur, eins og sést á vexti hins opinbera.    Takist vel til verður starf hópsinsafar árangursríkt og rós í hnappagat Ásmundar Einars og fé- laga. Ásmundur Einar Daðason Erfitt verk og uppskeran eftir því STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:28 23:39 ÍSAFJÖRÐUR 2:45 24:32 SIGLUFJÖRÐUR 2:26 24:17 DJÚPIVOGUR 2:48 23:19 Árni Grétar Finnsson Sunna Sæmundsdóttir „Niðurstaðan á fundinum varð sú að grunnframfærslan var hækkuð um 3% en á móti hækkar námsfram- vindukrafan úr 18 í 22 ECTS ein- ingar. Nú er hægt að líta til skóla- ársins í heild sinni og einnig til þeirra nemenda sem eiga undir 22 einingar eftir af námi sínu, en um þá gildir undanþága. Þá ná hertu námsframvindukröfurnar ekki til lesblindra og öryrkja,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN, eftir fund sjóðsins með Stúd- entaráði Háskóla Íslands í gær. Hann bætir við að með ofan- greindum breytingum hafi verið komið til móts við sjónarmið stúd- enta. „Námsmenn settu fram tvær beinar tillögur sem kostuðu of mik- ið,“ segir Jónas um þær tillögur sem stúdentar lögðu til á fundinum í gær. Á fundinum settu stúdentar fram tvær sáttaleiðir. Í annarri þeirra felst að námsframvindu- krafan verði hert í 20 einingar í stað þeirra 22 eininga sem áður hafi ver- ið samþykkt, en að grunn- framfærslan hækki um 2%. Í sömu tillögu er lagt til að frítekjumarkið hækki í 835.000 kr. í stað 900.000 kr. Í síðari tillögunni, sem kölluð er danska leiðin, felst að kröfur um aukna námsframvindu verði frestað til næstu áramóta, en grunn- framfærslan hækki nú þegar í sam- ræmi við fyrra samkomulag. Báðum tillögunum var hafnað af meirihluta stjórnar LÍN. Sáttaumleitunum hafnað „Sáttaumleitan stúdenta var hafnað á fundinum,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. Í gær voru því samþykktar aukn- ar kröfum um námsframvindu, úr 18 í 22 ECTS einingar á önn, auk 3% hækkunar á grunnframfærslu. Nái námsmaður 44 einingum í heild sinni yfir skólaárið á hann rétt á láni í hlutfalli við árangurinn. Þá verður einnig litið til einingaskila við sérstakar aðstæður. Eigi náms- maður eftir færri en 22 einingar á síðustu önn sinni þarf hann ekki að bæta við sig einingum, heldur fær hann námslán í hlutfalli við það sem hann á eftir, svo framarlega sem hann á að minnsta kosti 15 einingar eftir. Þá ná hertu námsframvindu- kröfurnar ekki til lesblindra og ör- yrkja. Hyggjast leita réttar síns Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra á enn eftir að að staðfesta breytingarnar. Að sögn Maríu Rut- ar hyggst Stúdentaráð ekki láta hér við sitja. „Við erum að íhuga að láta Um- boðsmann Alþingis skoða málið eða jafnvel að höfða mál og þá sér- staklega vegna fyrirvarans. Þetta er alltof skammur fyrirvari á svo viða- miklum breytingum,“ segir hún og bendir á að í dag sé síðasti dagur til að greiða skráningargjald fyrir nám í Háskóla Íslands og höfðu nýju reglurnar ekki verið birtar í gær. „Komið til móts við stúdenta“  Formaður LÍN segir kröfum stúdenta þegar hafa verið mætt  Sáttatillögur stúdenta of kostnaðarsamar  SHÍ hyggst leita til umboðsmanns Alþingis María Rut Kristinsdóttir Jónas Fr. Jónsson Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt starfs- mann frístunda- heimilis í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni 168 ljós- myndir og fimm hreyfimyndir sem sýna börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn starfaði undanfarið ár sem verkefnisstjóri á barnasviði frí- stundaheimilis fyrir börn og ung- linga. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn sem höfðu ráðist á hann tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Fyrir dómi játaði maðurinn sök en hann hefur ekki hlotið dóm áður. 30 daga dómur á skilorði fyrir vörslu barnakláms20% afsláttur Gildir í júlí Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.