Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Beitti viðurkenndri handtöku… 2. Sigrid var misþyrmt ítrekað 3. Keyrt á stúlkuna eftir flugslysið 4. Forsetinn staðfestir lög um … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hymns nefnist ný breiðskífa sem jaðarþjóðlagapoppsveitin Hymnalaya sendir frá sér í dag. Hljómsveitin sækir innblástur sinn í gamla sálma sem hún klæðir í þjóðlegan jaðar- popp- og sveimbúning. Hymnalaya sendir frá sér plötuna Hymns  Bláa kirkjan nefnist tónleika- röð sem haldin verður 16. sum- arið í röð í Seyð- isfjarðarkirkju. Í kvöld, kl. 20.30, og næstu fimm miðvikudaga verður boðið upp á fjölbreytta klassíska tónlist. Á fyrstu tónleikum raðarinnar kemur fram Kammerhópurinn Stilla. Miðar eru seldir við innganginn. Kammerhópurinn Stilla í Bláu kirkjunni  Á tónlistarvefnum CD Hotlist er geisladiskur Duo Landon, „Íslensk fiðludúó“, valinn einn af klassískum geisladiskum mánaðarins. Flytjendur eru þau Hlíf Sig- urjónsdóttir og Martin Frewer og leika þau fiðludú- etta eftir sex ís- lensk tónskáld. Verkin eru sögð afar fjölbreytileg og flutningurinn frábær í alla staði. Frábærum flutningi Duo Landon hrósað Á fimmtudag Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rign- ing með köflum. Bjartviðri á A-verðu landinu fram eftir degi, en sums staðar dálítil væta þar undir kvöld. Hiti 10 til 22 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s, hvassast vestast á landinu. Rigning síðdegis en vestlægari og úrkomuminna undir kvöld. Yfirleitt léttskýjað á N- og A-landi og hiti 16 til 24 stig. VEÐUR Línumaðurinn stæðilegi Jó- hann Karl Reynisson er genginn í raðir danska 1. deildar félagsins Ajax Kö- benhavn en hann skrifaði undir samning til tveggja ára við félagið. Jóhann Karl, sem er 24 ára gamall, lék síðast með HK í N1-deildinni í handknattleik í vetur, eftir skamma dvöl hjá FH, en var áður hjá Fram. Hann hyggst stunda nám í Copenhagen Business School. »1 Jóhann Karl til Danmerkur Margrét Lára Viðarsdóttir, marka- drottning íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið geti hæg- lega komið á óvart á EM sem hefst í Svíþjóð í dag. Fjallað er ítarlega um mótið, íslenska liðið og andstæð- ingana í 8 síðna íþróttablaði dagsins. »1-7 Getum komið öllum á óvart á Evrópumótinu Íslandsmeistarar Fram í handknatt- leik kvenna og deildarmeistarar Hauka í handknattleik karla eru einu íslensku liðin sem skráð hafa sig til keppni á Evrópumótum félagsliða á næstu leiktíð. Fram tekur nú þátt í keppninni sjötta árið í röð. Bik- armeistarar ÍR í karlaflokki og Valur í kvennaflokki auk Íslandsmeistara Fram í karlaflokki taka ekki þátt. »8 Fram og Haukar með í Evrópukeppninni ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Veiðiskapur er skemmtilegur, það að vera úti í náttúrunni, hlusta á fuglana, slappa af og vera með góðum félögum. Hvort eitthvað veiðist skiptir litlu. Ef vel gengur er það hins vegar bónus,“ segir Sigfús Sigurðsson veiðimaður. Hann er þekktur sem sigursæll varnarmaður í handknattleiksliði Vals. Þá er hann einn silfurdrengj- anna svonefndu, sem náðu glæsi- legum árangri á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Reynisvatn er paradís Sigfús hefur nú sagt skilið við boltann og er samstarfsmaður hins þýska Wolfang Pomorin sem rekur fiskeldisstöðina í Laxalóni við Vesturlandsveg. Sá er og leigutaki Reynisvatns sem er í Grafarholt- inu í Reykjavík, en það er vinsælt til dæmis meðal fjölskyldufólks. „Reynisvatnið er náttúrupara- dís. Það er í jaðri borgarinnar en samt er eins og maður sé langt uppi í sveit. Þetta eins og vin í eyðimörkinni.“ segir Sigfús. „Í einu af fyrstu skiptunum sem ég fór upp að Reynisvatni að veiða hitti ég hér á Wolfang,“ segir Sig- fús og heldur áfram: „Ég heyrði að þessi maður var þýskumælandi og eftir nokkurra ára búsetu úti, sem leikmaður í þýska handboltanum, bjarga ég mér ágætlega á þýskunni. Við Wolfang fórum að spjalla og smullum strax saman. Urðum strax ágætir félagar og því þurfi ég ekki að hugsa mig lengi um þegar hann bauð mér vinnu,“ segir Sigfús. Klekja út seiðum og ala Vinnudagur Sigfúsar og Wol- fang hefst klukkan sex á morgn- ana þegar þeir mæta að Laxalóni þar sem seiðin klekjast út og eru svo alin í 50 til 150 g þyngd. Á þessu ári fara um 400 þúsund seiði frá Laxalóni til þeirra sem hafa yfir að ráða vötnum og veiðisvæð- um, til dæmis á vinsælum ferða- mannastöðum. Einnig hafa verið fengin bleikjuseiði sem eru alin í fjögurra til tíu punda stærð og svo sett í Reynisvatnið. „Auðvitað er fólk mismunandi fiskið en ég held að flestir sem kasta út færi þar fái fisk á öng- ulinn, þó svo að ekkert sé nú samt öruggt í veiðinni,“ segir Sigfús. „Stundum eru tugir fólks á öllum aldri hér við vatnið og stundum enn fleiri þegar til dæmis fyr- irtækjahópar koma hingað. Þá er grillað hér, farið í leiki og mörgum finnst að á þessum stundum sé veiðin eitthvað sem tilheyrir.“ Tilveran í öðrum gír Varla er hægt að hugsa sér ólík- ari viðfangsefni en handbolta og fiskeldi. Sigfús viðurkennir að svo sé en telur þó að eitt og annað sé sameiginlegt, svo sem að sjá ár- angur starfs síns. „Seiðin dafna sé lögð alúð í ræktunina. Sama gildir um boltann. Maður byrjar ungur, leggur sig fram og er ekki sagt að æfingin skapi meistarann?“ segir Sigfús. „Ég er búinn að vera viðloðandi þetta í þrjú til fjögur ár. Kom al- veg grænn inn í til dæmis fiski- rækt en hef lært af reynslunni og spurt þegar ég er strand. Þegar maður stokkar tilveruna upp finnst mér fínt að vera í svona púli. Byrja snemma á morgnana, strita allan daginn og sofna heið- arlega þreyttur að kvöldi. Þegar maður fer síðan sjálfur í veiði er eins og tilveran fari í annan gír. Til dæmis fór ég austur fyrir fjall fyrir nokkrum árum; gekk niður að vatnsborðinu, henti út færinu og festi stöngina. Lagðist svo í grasið og sofnaði um leið. Vaknaði af værum blundi eftir einn og hálfan klukkutíma og þá var auð- vitað einn rígvænn fastur á öngl- inum.“ Úr varnarleik í veiðiskap  Silfurdreng- urinn Sigfús kom- inn í silunginn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reynisvatn Wolfang Pomorin og Sigfús Sigurðsson sleppa fiski í vatnið á fallegum sumarmorgni. Handboltakapp- inn í nýju verkefni og hefur mikla ánægju af enda alltaf áhugasamur um að renna fyrir fisk í ám og vötnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.