Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 ✝ Fanney Magn-úsdóttir fædd- ist í Dagverð- argerði í Hróarstungu 10. október 1931. Hún lést 4. júlí 2013. Hún var dóttir Jakobínu Odds- dóttur og Magn- úsar Friðriks- sonar. Fanney ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum Önnu Gunn- arsdóttur og Eiríki Sigfússyni ,bónda í Dagverðargerði. Systkini Fanneyjar sam- feðra eru Sigurður, f. 1930, Sigurborg Hlíf, f. 1932, Hörð- ur, f. 1934, Magnús Hörður, f. 1935, Guðrún Ása, f. 1937. Systir sammæðra er Krist- björg Guðmundsdóttir, f. 1957. Hinn 16. október 1953 gift- ist hún manni sínum Jóni Frí- mannssyni rafvirkjameistara. ar, f. 1979, og Axel Freyr, f. 1984. Magnús Axel, f. 1962, bifreiðarstjóri, sonur hans er Helgi Axel, f. 1980, barns- móðir Bryndís Jónasdóttir. Eiginkona Magnúsar er El- ísabet Svansdóttir, f. 1963, þau eiga dæturnar Telmu Fanneyju, f. 1992 og Birtu, f. 2002. Áður átti Elísabet son- inn Ottó Ólafsson, f. 1979. Sig- urður Már vélvirki, f. 1964, giftur Sigríði Hallgrímsdóttur, f. 1959, börn þeirra eru Sindri, f. 1989, Aldís, f. 1991 og Hugi, f. 1999. Guðmundur Jakob sjómaður, f. 1966, barnsmóðir Hildur Sigurð- ardóttir, f. 1971, dóttir þeirra er Fanndís Líf, f. 1998. Alls eru barna- og barnabörnin 21. Veturinn 1950-1951 var hún í Kvennaskólanum á Varma- landi í Borgarfirði. Fanney og Jón bjuggu í Reykjavík til 1958 þá fluttu þau til Akra- ness þar sem þau bjuggu síð- an. Fanney var lengst af heimavinnandi húsmóðir en vann um árabil við ræstingar á Sjúkrahúsi Akraness. Útför Fanneyjar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. júlí 2013, kl. 14. Fanney og Jón eiga synina Jó- hann Frímann Jónsson vélstjóra, f. 1955, var giftur Guðnýju Ólafs- dóttur, sonur þeirra er Eyþór Ólafur, f. 1978, þau skildu. Var giftur Láru Krist- ínu Guðmunds- dóttur, f. 26.2. 1958, d. 5.12. 1998. Þeirra börn eru Jón, f. 1982, Fann- ey, f. 1984 og Erna, f. 1990. Jóhann Frímann á soninn Andra, f. 2002, með Helgu Héðinsdóttur, f. 1965. Jóhann Frímann er nú í sambúð með Áslaugu Ólsen, f. 1976, börn þeirra eru Sylvía, f. 2010, og Frímann Olsen, f. 2013. Eirík- ur skipstjóri, f. 1956, giftur Ölmu Maríu Jóhannsdóttur, f. 1956, synir þeirra eru Jón Frímann, f. 1976, Ingi Fann- Húsmóðir í bestu merkingu þess orðs er nafnið sem ég tengi fyrst við minningar um kæra mágkonu mína Fanneyju Magnúsdóttur sem við kveðj- um í dag. Hún ólst upp í sveit á Austurlandi og var alla tíð mjög bundin átthögum sínum og sýndi það oft í verki eins og til dæmis þegar hún gaf í gömlu kirkjuna sína á Kirkjubæ fagran altarisdúk sem hún vann á allan hátt sjálf. Hún óx upp í skjóli góðra og grandvarra fósturforeldra sem hún elskaði og virti. Skólaganga hennar fór fram í farskóla að þeirra tíma sið og allt nýttist henni vel því hún var námfús, talnaglögg og stálminnug. Tíminn leið og unga stúlkan leitaði sér vinnu utan heimilis, vann t.d. sem ráðskona í vegavinnu. Vetur- inn 1950-51 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Nú lá leiðin til Egilsstaða þar sem hún starf- aði m.a. í verslun og á Egils- staðabúinu undir handarjaðri nöfnu sinnar, Fanneyjar Jóns- dóttur. Það segir sína sögu að hún treysti nöfnu sinni fyrir búsforráðum á meðan hún sjálf fór á Búnaðarþing. Um þetta leyti lágu leiðir hennar og bróður míns saman og frétti ég það í bréfi sem með fylgdu trúlofunarhringar sem þurfti að stækka. Á þessum tíma var í undirbúningi flutn- ingur foreldra minna, systur og hennar fjölskyldu á Selfoss en þeim hafði hún kynnst fyrir austan. 1954 þegar Fanney og Jón fluttu til Reykjavíkur var eins og nú erfitt að fá húsnæði og eftir nokkra mánuði varð það að ráði að þau fluttu til okkar í nýbyggt 58 fm hús í Smáíbúðahverfinu. Þar í risinu hreiðruðu þau um sig og elsta soninn, næstu tvö árin eða svo. Það er skemmst frá því að segja að aldrei bar skugga á sambýlið. Áður en þau fluttu voru börnin í húsinu orðin 5, fædd á árunum 1950-56 og var því oft glatt á hjalla. Fáar konur unnu utan heimilis en þeim mun meira var unnið heima. Mikið af fatnaði var unnið heima og flestur matur frá grunni. Allt þetta og margt fleira leysti hún Fanney okkar með mikilli prýði. Þar að auki var hún smekkleg svo af bar og mikill fagurkeri eins og heimili hennar bar alltaf með sér, einnig á þessum tíma þó að oft væri þröngt í búi. Eftir að flutt var á Akranes og synirnir 5 komnir vel á legg fór hún að vinna utan heimilis og taka þátt í ýmsum fé- lagsstörfum og það veit ég að sjómannadagurinn var henni sem helgur dagur. Gestkvæmt hefur alltaf verið á heimilinu og öllum tekið með rausn og margir fengið úrlausn sinna mála hjá þeim. Velferð eig- inmannsins, sonanna og fjöl- skyldna þeirra var henni auð- vitað efst í huga og það vita allir sem kynntust henni hve gjafmild og fórnfús hún var en fannst samt að hún gerði aldr- ei nógu vel. Fanney glímdi við veikindi um langt árabil af festu og kjarki en síðasta glíman var hörð og ströng, en æðruleysið og yfirvegunin sem hún sýndi þá lýsti trú hennar og andlegu þreki. Frá öllu var gengið og ráðstafað. Hún kvaddi kvíða- laus. Fyrir hönd systra minna Þórdísar, Maríu og Unnar og fjölskyldna okkar votta ég fjölskyldu Jóns og Fanneyjar dýpstu samúð. Við syrgjum hana öll. Guð blessi minningu mætrar konu. Anna A. Frímannsdóttir. Þegar við fjölskyldan kom- um úr fríi erlendis frá í byrjun júní fréttum við að Fanney væri mjög veik og lægi á sjúkrahúsi. Síðan kom í ljós að ekkert var hægt að gera fyrir hana og við tók bið eftir því óumflýjanlega. Hún tók veik- indum sínum af miklu æðru- leysi og hafði mestar áhyggjur af sínu fólki fremur en af sjálfri sér. Það var ótrúlegt þrekið sem hún bjó yfir þessar síðustu vikur, alltaf spjallaði hún við mann og rifjaði upp gamla tíma. Það var aðeins í síðasta skiptið sem ég kom til hennar að hún dormaði, en samt vaknaði hún af og til til að taka þátt í spjallinu og lagði orð í belg. Fanney var mjög mikil handverkskona og það lék allt í höndunum á henni. Ég man þegar synir hennar voru litlir þá saumaði hún ótrúlega flott föt á þá og einnig á aðra krakka ef henni fannst þeir fatalausir. Ég man að eina nóttina saumaði hún úlpur handa sonum sínum og þær gáfu keyptum úlpum ekkert eftir. Í seinni tíð prjónaði hún mest og heklaði og það var mjög falleg vinna á öllu því sem kom frá henni, sama hvort það voru útprjónaðir vettlingar, lopapeysur eða hekluð teppi. Enda held ég að allir í fjölskyldunni eigi eftir hana einn eða fleiri hluti og yljar það í minningunni. Henni fannst líka ómögulegt ef hún gæti ekki gefið öllum barna- börnum sínum, barnabarna- börnum og öðrum börnum í fjölskyldunni handgerðar jóla- gjafir og nutu mín börn góðs af því alla tíð. Rétt fyrir síð- ustu jól kom ég til hennar og þá sýndi hún mér stóran stafla af mjög fallegum hlutum sem hún var búin að útbúa í jóla- gjafir. Elsku Jón, Frímann, Eirík- ur, Maggi, Siggi, Gummi og fjölskyldur. Við fjölskyldan í Garðabæ sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og hugsum til ykkar á þessum sorgartíma. Kristbjörg systir. Fanney Magnúsdóttir ✝ Hefna Svan-hvít Þiðr- andadóttir fæddist í Ólafsfirði 5. nóv- ember 1930. Hún lést á Dvalarheim- ilinu á Sauð- árkróki 2. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðný Guðmundsdóttir, f. 28.7. 1893, d. 3.10. 1974 og Þiðrandi Ingimarsson, f. 30.8. 1903, d. 14.4. 1967. Bróðir Hrefnu sammæðra var Guðmundur Þengilsson, f. 19.12. 1926, d. 6.11. 2008, systkini Hrefnu samfeðra voru Ingimar, f. 1926, d. 2013, Hulda, f. 1945, Ævar, f. 1946, og Sveinbjörn, f. 1948, d. 1965. Eftirlifandi eiginmaður Hrefnu er Björn Eysteinn Jó- hannesson, f. 29.11. 1923. Hrefna og Eysteinn giftust 13. september 1955 í Keflavík. Þau eigunðust átta börn, 22 barnabörn og 18 barna- barnabörn 1) Guðmundur Gísli Björnsson, f. 26.6. 1955, eig- inkona Ragnheiður Karls- dóttir, f. 8.5. 1959, börn: a) Karen Dagmar, f. 1978, maki Þórarinn, börn: Ragnheiður Tara, f. 1997, Guðmundur Gísli, f. 2012. b) Ívar Smári, f. 1980, barn: Úlfar Leon, f. Sjöfn, f. 2011. b) Ólöf María, f. 1996. c) Þórey Líf, f. 1998, d) Marvin Þór, f. 2002. 6) Unnur Erla Björnsdóttir, f. 6.11. 1968, maki Jóhann Frímann Stefánsson, f. 9.5. 1952, börn: a) Guðni Már, f. 1987. b) Vor- dís Elfa, f. 1989, maki Fannar Örn, f. 1986, börn: Stein- grímur Heiðar, f. 2008, Ísak Máni, f. 2010, Daníel Hrafn, f. 2012. 7) Svanhvít Guðmunds- dóttir, f. 14.12. 1972, eig- inmaður Kjartan Elíasson, f. 22.11. 1962, börn: a) Hugljúf María, f. 1995. b) Sigmundur Elías, f. 2000. c) Kjartan Jón, f. 2003. 8) Fjóla Björnsdóttir, f. 3.3. 1976, synir: a) Magnús Feyr, f. 1995. b) Jón Páll, f. 2002. Hrefna ólst upp í Ólafsfirði með móður sinni og unnu þær saman í fiski, í Ólafsfirði og Keflavík og bjuggu saman alla tíð enda mjög samrýmdar. Þegar Hrefna og Eysteinn hófu sambúð sína í Keflavík flutti Guðný móðir Hrefnu til þeirra til að vera henni til halds og trausts og aðstoða við börnin. Hrefna og Eysteinn fluttu norður í Skagafjörð haustið 1963 í Stokkhólma og voru þar með búskap, en Hrefna vann alltaf með í fiski og á sláturhúsavertíð þegar hún stóð yfir en þau hættu bú- skap árið 2000 og fluttu í Varmahlíð og svo á dval- arheimilið á Sauðárkróki í mars 2013. Útför Hrefnu Svanhvítar fer fram í Sauðárkrókskirkju í dag, 10. júlí 2013, kl. 14. 2009. c) Guð- mundur Karl, f. 1984, maki Lilie. 2) Sigurlaug Jó- hanna Björns- dóttir, f. 24.6. 1956, eiginmaður Finnbogi Elíasson, f. 2.12. 1960, börn: a) Björn Eysteinn, f. 1972, maki Inga Pála, barn: Guð- mundur Ingi, f. 2006. b) Guðný Hrefna, f. 1974, maki Haraldur Karl, börn: Katrín Ósk, f. 1992, Jóhanna Steinunn, f. 1995, Grétar Karl, f. 2005, Thelma Lind, f. 2007. 3) Guðni Björnsson, f. 20.8. 1957, eiginkona Katla Lóa Ket- ilsdóttir, f. 28.8. 1960, börn: a) Edda, f. 1976, börn: Blómey Ósk, f. 1994, Bragi, f. 1998. b) Heiða, f. 1979, barn: Alexand- er Heiðar, f. 1998. c) Jóhannes Skúli, f. 1983, börn: Heiðar Máni, f. 2002, Nadía Mist, f. 2012, Stefán Rúnar, f. 1985, barn: Alexandra Tara, f. 2007. 4) Sigríður Björnsdóttir, f. 21.9. 1962, synir: a) Þorsteinn Ragnar, f. 1981, b) Halldór Valur, f. 1984. 5) Eyrún Björnsdóttir, f. 2.12. 1966, eig- inmaður Jóhann Steinþór Sig- urðsson, f. 17.5. 1965, börn: a) Viðar Logi, f. 1987, maki Hulda Guðbjörg, barn: Katla Elsku mamma mín, nú kveð ég þig og veit að þér líður vel núna. Ég man að það skemmtileg- asta sem þú gerðir var að fara að vitja um netin og gá hversu marga silunga þú kæmir með í matinn, silungur í matinn allt sumarið en það var bara gott. Já, Héraðsvötnin voru þín og ég er viss um að þú ert núna að plana veiðiferð. Þegar ég var lítil varstu alltaf að baka og maður fékk allt- af dásamlegar kökur. Ég kveð þig nú, mamma mín, og veit að amma hefur tekið vel á móti þér. Hvíl í friði. Þín dóttir, Eyrún. Í dag kveðjum við elskulega móður okkar og tengdamóð- ur. Á stundu sem þessari kemur margt upp í hugann og skína gleðilegar minningar þar í gegn, er við bræður minnumst göngutúranna í Keflavík með mömmu og ömmu að kaupa snúð eða prakkarastrikanna að sýna mömmu könguló sem hún hræddist alveg agalega eða faðmlaganna, vísnanna og sagnanna sem hún sagði okkur, mamma okkar var alltaf til staðar þegar við þurftum á sinn hátt og alltaf voru móttökurnar góðar er við komum í heimsókn. Elsku mamma, nú ertu komin til ömmu og vitum við að nú líð- ur þér vel. Takk fyrir allt, elsku mamma okkar. Elsku tengdamamma okkar, takk fyrir öll góðu árin sem við fengum með þér enda vorum við báðar ungar þegar við kom- um í fjölskylduna og þökkum við þér fyrir allar góðu sögurn- ar, ráðleggingarnar og sam- veruna sem við fengum að njóta með þér. Hvíl í friði. Þínir synir og tengdadætur, Guðmundur Gísli og Guðni. Ragnheiður og Katla Lóa (Kallý). Hrefna Svanhvít Þiðranda- dóttir lést á Dvalarheimili Sauðárkróks 2. júlí. 2013 sl. Nú kemur maður ekki við í Varma- hlíð eða Stokkhólma, heldur er það Krókurinn núna, tengda- foreldrar mínir fóru á Krókinn í lok mars, byrjun apríl sl. Þetta var stutt dvöl og erfið hjá Hrefnu á dvalarheimilinu. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði sem segir hug minn allan til þín: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú er kveðjustundin komin. Mynd Hrefnu og minningarnar um hana verða greyptar í hjarta mitt svo lengi sem það slær. Þökkum starfsfólki dvalarheimil- is Sauðárkróks fyrir góða umönnun Hrefnu og vinsemd í okkar garð. Ég votta Eysteini og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Þinn tengdasonur, Jóhann St. Sigurðsson. Í dag kveðjum við með söknuði elskulega ömmu okkar. Við systkinin nutum þeirra forrétt- inda að geta verið hjá ömmu og afa á sumrin og í öðrum fríum þegar við vorum yngri og eigum við margar góðar og gleðilegar minningar úr sveitinni hjá ömmu og afa, þar var alltaf mikið fjör enda vorum við stór hópur sem samankominn var hjá ömmu og afa allt sumarið. Elsku amma okkar, við viljum þakka þér fyrir allar góðu æskuminningarnar og skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir okkur. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svift af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson.) Hvíl í friði. Þín barnabörn, Karen Dagmar, Ívar Smári og Guðmundur Karl (Gummi Kalli). Elsku Hrefna amma. Við vilj- um þakka þér fyrir öll góðu árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Stundirnar sem við áttum með ykkur afa eru orðnar að minningum sem við munum aldr- ei gleyma. Við kíktum oft í sveit- ina til þín og afa í Varmahlíðina og voru það alltaf skemmtilegar heimsóknir, alltaf komst þú og færðir okkur ís eða annað góð- gæti. Þótt það væri nú ekki oft sem við komum voru þær ferðir norður alltaf þess virði. Þú varst þó byrjuð að heyra minna með árunum sem við krakkarnir elt- umst. Svo veiktist þú skyndilega og fórst á betri stað. Stað sem er alltaf gott að vera á. Staðinn þinn. Elsku amma, nú fékkstu loks frið, eftir stutta en jafnframt erfiða bið. Ég veit að þú horfir á okkur, niður, ég veit að í hjartanu ríkir nú friður. Nú tómið í myrkrinu hræðist ei lengur, ég veit það ert þú sem þarna gengur. Ég gleðst yfir ótal minningum af þér, ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. Elsku amma, minningarnar lifa. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Ólöf María, Þórey Líf og Marvin Þór. Elsku Hrefna, takk fyrir sam- veruna og kynnin. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, tengdabörn Guð- mundar Gísla, Þórarinn og Lille. Hún sat löngum við borðið í stofunni og lagði kapal og notaði ýmis afbrigði. Spilin voru henni kær. Hrefna var mikil spila- manneskja og þau hjón tóku ætíð þátt í spilamennsku hjá eldri borgurum. Síðustu árin voru þó spiladagarnir á Löngumýri að- eins það sem hún gat notið. Þar átti hún trausta spilafélaga, þökk sé þeim. Skyndilega brast heils- an og spilin rugluðust. Okkar kynni stóðu aðeins í áratug, þau voru ljúf. Það var gott að aðstoða hana og hún var þakklát, minn- ingin er kær. Nú er Hrefna mín laus úr þreyttum líkama og spilin ekki lengur rugluð. Ég kveð hana með ljóðinu „Fljúgðu, fljúgðu“ og bið þess að hún geti notið svanasöngsins og fegurðar- innar allrar. Fljúgðu, fljúgðu á vængjum vinda, vítt og breitt um höfin blá. Þar sem hvítir svanir synda, sólargullnum ströndum hjá. Þar sem anga blómabreiður, brosa móti himni og sól, þar sem lífsins ljósið bjarta, lífgar allt sem fyrrum kól. (Ingibjörg S. Hjörleifsdóttir.) Hugheilar samúðarkveðjur til þín, Eysteinn minn, og fjölskyldu þinnar. Helga Bjarnadóttir. Hrefna Svanhvít Þiðrandadóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma okkar takk fyrir góðu stundirnar. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Ragnheiður Tara, Úlfar Leon og Guðmundur Gísli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.