Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013  Dionne Warwick fæddist 1940 í New Jersey inn í mikla tónlistar- fjölskyldu.  Hún sló fyrst í gegn árið 1962 með laginu „Don’t make me over“.  Hún hefur átt farsælt samstarf með lagahöfundunum Burt Bach- arach og Hal David. Hún flutti öll þekktustu lög þeirra, eins og „I say a little prayer for you“, „This girl’s in love with you“ og „Do you know the way to San Jose“.  Warwick hefur unnið til fimm Grammy-verðlauna, gefið út 35 breiðskífur og selt þær í yfir 100 milljón eintökum.  Hún hefur átt 85 lög á topp hundrað lista í Bandaríkjunum og er þar í öðru sæti á eftir Arethu Franklin. Hún er í topp fjörutíu af öllum sem eiga topplög á árunum 1955-2012.  Önnur vinsæl lög eru „Heartbreaker“, „That’s what friends are for“ og „I’ll never love this way again“.  Warwick fagnar fimmtíu ára söngferli með heimstúr. Hún varð nýlega gjaldþrota vegna skattaskulda en lætur það ekki á sig fá. Ein skærasta stjarna poppsins HEFUR SELT YFIR MILLJÓN BREIÐSKÍFUR stíga á svið í Hörpu og taka lagið með ömmu sinni. „Hún er mín gjöf til Íslands!,“ segir Warwick hlæjandi og bætir við: „Hún er dásamleg, ég er mjög stolt af henni, hún tekur við kyndlinum.“ Hjálpar fólki í þriðja heiminum Þegar Warwick er ekki að ferðast og syngja, er hún að vinna fyrir Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna í vanþróuðum ríkjum og kennir fólki að bjarga sér. „Það er til málsháttur, það er hægt að gefa fólki fisk að borða í dag, eða það er hægt að kenna fólki að veiða fisk, og þá getur það fætt sig daglega,“ segir hún. Velgengni þrátt fyrir gjaldþrot Hún hefur í gegnum tíðina unnið með heimsfrægum tónlistarmönnum á borð við Bee Gees-bræður, Barry Manilow, Stevie Wonder, Elton John og mörgum fleirum. „Þetta eru allt vinir mínir, en svo fékk ég núna loksins nýlega að vinna með fólki sem ég hef lengi viljað vinna með, Earth, Wind and Fire,“ segir hún spennt, en geisladiskur með lögum þeirra kemur sennilega út fyrir jól. „Það er búið að vera ofboðslega skemmtilegt, við náðum loksins sam- an, og fórum í upptökur,“ segir War- wick. Fjármálin hafa verið í ólestri hjá henni, þrátt fyrir velgengni, en hún komst í heimsfréttir nýlega vegna gjaldþrots. Hún lætur það ekki á sig fá og segir það ekki hafa áhrif á söngferilinn. „Mér gengur vel, ég er bara lítill fiskur í stórri tjörn, það er ekki eins og ég sé risa fyrirtæki eða land,“ segir Warwick og brosir. Warwick hefur fimm sinnum feng- ið Grammy-verðlaun, selt yfir hundrað milljón breiðskífa og lent inn á topp hundrað vinsældalista Bandaríkjanna næst oftast allra söngkvenna, á eftir Arethu Frankl- in. Þegar hún er spurð hverju hún sé stoltust af er hún fljót til svars. „Það eru börnin mín tvö, synir mínir, og barnabörnin sjö,“ segir þessi lífs- glaða kona. Mörg þekktustu popplögin Warwick er á Íslandi í fyrsta skipti. Hún ætlar að hvíla sig vel fyr- ir kvöldið en hyggst fara út á Reykjanesskaga og fara á brúna þar sem heimsálfurnar mætast. Hún hlakkar mikið til að syngja fyrir fullu húsi í Hörpu í kvöld og þar má fólk búast við að heyra nokkur af þekkt- ustu popplögum síðustu áratuga, eins og „That’s what friends are for“, „I say a little prayer for you“ og „Do you know the way to San Jose“. Morgunblaðið/Styrmir Kári mannsins þar sem hann jugglar í takt við tónlist er einkennandi fyr- ir sýningar Ron Beeri, en fleiri tónlistaratriði hefðu gert mikið fyrir sýningu sem þessa. Þau fáu atriði sem innihéldu tónlist voru áhugaverð og gerði tónlistin mikið fyrir atriðin sem annars innihéldu fremur einfaldar kúnstir juggl- arans með tennisbolta. Sýningin hefði mátt vera fjölbreyttari og í ljósi þess að tilfinn- anlega skorti bæði tal og meiri tónlist hefðu leik- rænir tilburðir hans mátt vera ýktari til þess að grípa athygli áhorf- enda sem voru farnir að líta á klukkuna undir lok sýningarinnar. Gamansemi Jugglaranum tekst þó vel upp þegar hann ætlar sér að klára atrið- ið hverju sinni og hafa meðlimir yngstu kyn- slóðarinnar eflaust gam- an af því að sjá hann mistakast við kúnst- irnar, sem hann gerir á gamansaman hátt. Þar fyrir utan er Ron Beeri mjög fimur og skemmti- legur, en þegar sífellt erfiðara er að heilla áhorfendur sem hafa greiðan aðgang að glæsilegum atriðum sirkuslistamanna á ver- aldarvefnum eða í þátta- röðum líkt og America‘s got talent þarf sólósýning að inni- halda stórkostlegar kúnstir og sviðsframkomu sirkuslistamanns- ins til þess að halda athygli áhorf- enda. Því miður tókst Ron Beeri það ekki að þessu sinni og því saup engin hveljur yfir sýningunni sem margir vonast eftir að upplifa þegar þeir sækja sirkussýningu. Fimur „Þar fyrir utan er Ron Beeri mjög fim- ur og skemmtilegur,“ að mati pistlahöfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.