Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Umræða um hugsanlega lausn í svokölluðu „skógarhöggsmáli“ er í gangi á milli íbúa Rituhóla og Reykjavíkurborgar. Forsaga málsins er sú að borgin kærði nokkra íbúa Rituhóla til lög- reglu vegna trjáa sem felld voru í óleyfi í Breiðholti í vor. Íbúarnir vilja ná fram sátt í mál- inu og verið er að skoða það innan borgarkerfisins. Íbúarnir reikna með niðurstöðu úr umræðunum í fyrsta lagi í ágúst. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur kæran ekki verið felld niður og málið er enn til rannsóknar. jonheidar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Skemmdarverk Rúmlega 200 tré voru felld við Rituhóla í Breiðholti í vor. Umræða um lausn í skógarhöggsmáli Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Árið 2012 námu meðlagskröfur rúm- um 3,9 milljörðum króna en upp í þær fengust greiddir tæpir 2,9 millj- arðar eða 73,8%. Þetta er nokkur lækkun frá árinu á undan, þegar greiðslur námu 76,5% af kröfum, en betri heimtur en árin 2011 og 2010, þegar greiðsluhlutfallið var aðeins um 71%. Heildarupphæð krafna hækkaði töluvert frá fyrra ári, eða um nærri 700 milljónir, en Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunnar sveit- arfélaga, segir tvennt koma þar til; annars vegar hækkun meðlagsins, sem stendur nú í 25.175 krónum, og fjölgun krafna frá Tryggingastofn- un. Innheimtustofnun hóf árið 2011 að skuldajafna meðlagskröfum við inn- eignir vegna vaxtabóta hjá öllum meðlagsgreiðendum, einnig þeim sem samið höfðu um sérúrræði vegna greiðsluerfiðleika, en þeim hefur hins vegar ekki verið skulda- jafnað við barnabætur, vegna sér- stakra ráðstafana í ríkisfjármálum frá 2008, að sögn Jóns Ingvars. „Þær tímabundnu ráðstafanir virðast ennþá vera í gangi, þannig að þetta eru orðin fjögur ár þar sem við höfum ekki fengið að nýta okkur þessa heimild sem við höf- um, lögum samkvæmt, til að skuldajafna við barnabætur,“ segir hann. Hvort af verði á næsta ári seg- ir hann pólitíska ákvörðun. Jón Ingvar segir að þeim hafi hvorki fjölgað né fækkað að ráði sem sækja um úrræði vegna greiðsluerf- iðleika. Á milli 150 og 240 slík mál berist inn á borð stofnunarinnar í hverjum mánuði. „Þetta eru náttúrlega mjög marg- ir einstaklingar sem eru í viðskiptum hjá okkur, 12-14 þúsund manns ef allt er tekið,“ segir Jón Ingvar en í raun sé um þrjá hópa að ræða. „Það er sem betur fer þessi stóri góði hópur sem heyrist aldrei í og sinnir bara sínum lögbundnu skyld- um. Síðan eru þeir sem lenda í vand- ræðum og við leitumst við að hjálpa með þessum ívilnunarúrræðum sem við höfum. Það bara getur, því mið- ur, komið upp atvinnuleysi, tekju- skerðing eða breyttar fjölskylduað- stæður og við reynum að hjálpa þeim. Og síðan, því miður, er það þriðji hópurinn sem vill ekki og ætlar aldrei að greiða,“ segir hann. Meðlagskröfur 3,9 milljarðar  Enn ekki skuldajafnað við barnabætur Morgunblaðið/Sverrir Greiðslur Meðlagið hefur hækkað úr 19.000 í 25.175 krónur á fimm árum. Meðlög 2012 » Jón Ingvar segir meðlags- greiðendur þverskurð af þjóð- félaginu, utan þess að lang- flestir þeirra eru karlar. » Alls greiddi 11.801 karl með- lag með barni árið 2012 en 674 konur. » Meðlag var greitt með 20.681 barni. » Fjöldi móttakenda meðlags- greiðslna var 15.010. Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppi- stöðulón, sem flest eru á hálendinu. Lónin eru vatnsmest síðsumars og geyma þá um 4.600 gígalítra, eða 4,6 rúmkílómetra af vatni. Þessi forði gerir okkur kleift að vinna raforku jafnt og þétt allt árið. Velkomin í heimsókn! Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar frá kl. 10-17 alla daga í allt sumar: Fljótsdalsstöð Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka miðvikudaga og laugardaga frá kl. 14-17. Búrfell Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu. Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti gestum við vindmyllurnar kl. 13-17 alla laugardaga í júlí. Krafla Jarðvarmasýning í gestastofu. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Orkuforðinn okkar Hálslón 2100 Gl1 Þórisvatn 1400 Gl2 Blöndulón 412 Gl3 Hágöngulón 320 Gl4 Krókslón 140 Gl5 Sultartangalón 109 Gl6 7 8 10 11 9 Kelduárlón 60 Gl Gilsárlón 20 Gl Bjarnarlón 5 Gl Ufsarlón og Vatnsfellslón 3 Gl Hrauneyjalón 33 Gl Miðlunarrými helstu lóna á Íslandi: 8 9 1011 412 Gl 56 km² 3 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Blöndulón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.