Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Jóhann Kristinsson hefur ver-ið lengi að sem trúbadúr,gefið út plötur og leikið átónleikum hér á landi og er-
lendis. Tónlistin sem hann spilar
getur verið drungaleg og dimm á
stundum, en líka hlýleg og innileg og
á þeim tónleikum sem
ég hef séð hann spila
náði hann að draga
áheyrendur inn í tón-
listina og sjá: í myrkr-
inu var líka ljós.
Það er þó ekki galli á textunum
eða tónlist að vera dapurleg; úr kvöl-
inni sprettur oft mikil list. Það verð-
ur þó að telja galla ef textar eru tor-
ræðir og sérkennilegir, í þeim óljós
merking og óskiljanlegar setningar.
Sjá til að mynda textann við lagið
„Darkness is Peaking“; hvað þýðir
þessi lína: „I try phonecalls to expla-
in myself about it“?
Þó að gera megi þannig at-
hugasemd við suma textana hjá Jó-
hanni eru lögin mörg hreint afbragð,
laglínur ljúfar og leikandi og hefði
verið gaman að heyra þau í viðameiri
útsetningum. Bestu lögin eru alla
jafna þau sem mesta umbúnaðinn
hafa fengið, „Darkness is Peaking“
og „Foggy Vision“ til að mynda, og
„No Need to Hesitate“ lifnar heldur
en ekki um miðbikið þegar aðeins er
gefið í. Það þýðir þó ekki að Jóhanni
takist ekki vel upp í hægagangi;
lokalag plötunnar, rólyndislegt lag
og áreynslulaust, er besta lag plöt-
unnar.
Líkn með þraut
Þjóðlagapopp
Jóhann Kristinsson – Headphones
bbmnn
Sólóskífa Jóhanns Kristinssonar.
Jóhann semur öll lög, en eitt þeirra
semur hann í samstarfi við aðra.
Höfundur gefur út.
ÁRNI MATTHÍASSON
TÓNLIST
Ljúfar laglínur Lög Jóhanns Krist-
inssonar eru „hreint afbragð.“
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Stöðvarfjörður hefur, eins og mörg
íslensk sjávarþorp, átt undir högg að-
sækja á undanförnum árum og ára-
tugum. „Þegar kvótinn fór úr bænum
fór fólki að fækka á Stöðvarfirði. All-
ur rekstur í sjávarútvegi dofnaði og
stóð m.a. frystihúsið lengi vel ónotað.
Það kom svo auðvitað að því að rífa
átti húsið og binda þar með enda á
alla hugsanlega starfsemi í því,“ segir
Marteinn Sindri Jónsson, einn að-
standenda Pólar Festival en hátíðin á
m.a. að kynna starfsemi frystihúss-
ins. „Hér var hópur af hugmyndaríku
fólki í þorpinu sem vildi láta á það
reyna hvort ekki væri hægt að reka
einhverja starfsemi í húsinu.“
Í staðinn fyrir að rífa frystihúsið
tók lítill hópur frumkvöðla húsnæðið
yfir og nýtir það núna í nýsköp-
unartilgangi. „Fólk hérna sér tæki-
færi til uppbyggingar meðal annars í
nýsköpun og skapandi greinum. Í því
er t.d. verið að koma upp eldhúsi til
að framleiða matvæli sem koma beint
frá býli. Eins er búið að setja upp tré-
smíðaverkstæði enda mikil hand-
verksþekkingin í bænum. Þá er búið
að setja upp tónleikaaðstöðu í gamla
frystiklefanum.“
Alls engin útihátíð
Marteinn segir Pólar Festival vera
menningar- og listahátíð sem byggist
á hugmyndinni um hæfileika-
samfélagið. „Hæfileikasamfélag
þekkist t.d. úr heimi tónlistarinnar,
þar deila menn hljóðfærum og hæfi-
leikum og kynnast þannig nýjum
listamönnum og nýrri tónlist. Sams-
konar hugsun er til staðar á Stöðv-
arfirði og hún er leiðarljós hátíð-
arinnar,“ segir Marteinn en Pólar
Festival er haldin á sama tíma og
bæjarhátíðin Maður er manns gam-
an. „Við vinnum að okkar hátíð í sam-
starfi við bæjarhátíðina en þær
styrkja hvor aðra enda markmiðið að
kynna bæinn fyrir þeim sem sækja
hátíðarnar heim.“
Marteinn leggur áherslu á að Pól-
ar Festival er ekki útihátíð heldur sé
um listahátíð að ræða. „Við leggjum
mikið upp úr því að dagskráin sé yfir
daginn og ljúki fyrir miðnætti. Á
föstudaginn byrjum við t.d. á léttu
balli í hádeginu og verðum með
ókeypis smiðjur í frystihúsinu yfir
daginn. Á laugardaginn ætlum við
síðan öll að elda saman en þá verður
farið út á sjó að sækja fisk og upp í
fjallshlíðar að sækja í salat og krydd.
Það verður söguganga um bæinn og
mikið lagt upp úr því að fólk kynnist
Stöðvarfirði á hátíðinni.“
Smiðjurnar í frystihúsinu
Á listahátíðinni verður stór skáld-
skaparsmiðja í frystihúsinu og verð-
ur t.d. skáldskaparverkstæði í sam-
vinnu við ljóðahópinn Meðgönguljóð.
„Í skáldskaparverkstæðinu gefst
fólki góður vettvangur til að hitta
aðra með ástríðu fyrir skáldskap.
Smiðjan er fyrir byrjendur og lengra
komna og þátttakendur og umsjón-
armenn deila aðferðum sínum og
skrifum á jafnréttisgrundvelli,“ segir
Marteinn en sú krafa er gerð að þátt-
takendur séu opnir fyrir umræðu um
verk sín og annarra.
Á dagskrá hátíðarinnar er einnig
opin smiðja sem nefnist Umhverfing
og hefur það að markmiði að slá upp
veislu með mat úr nágrenninu, fiski
úr sjónum og jurtum úr fjallinu sem
gestum verður boðið til á laugardeg-
inum.
„Fólk skráir sig í smiðjuna á föstu-
deginum, það þurfa nokkrir að róa
eftir fiski, okkur vantar hóp til að tína
jurtir upp í fjalli, það verður kennt
hvernig á að kveikja eld og eldurinn
síðan notaður til eldamennsku auk
þess sem hátíðarsvæðið verður
skreytt,“ segir Marteinn og bætir við
að í smiðjunni birtist hugmyndafræði
hátíðarinnar um sjálfbærni og sam-
vinnu.
Hæfileikafólk á Stöðvarfirði
Stöðvarfjörður dregur til sín hæfi-
leikafólk um helgina hvort sem það
hefur sterkar taugar til bæjarins eða
á eftir að byggja upp tengsl við hann.
Sjálfur kynntist Marteinn bænum
ungur í árlegum heimsóknum til
Ingu ömmusystur sinnar sem tekur
virkan þátt í hátíðinni og mun meðal
annars leiða gesti um matarkistu
fjallshlíðanna í Umhverfingarsmiðj-
unni. Hann segir bæinn vera töfrandi
stað að vera á og heimamenn hæfi-
leikaríka og ráðagóða. „Pólar Festi-
val er okkar leið að sýna hæfileikana
á svæðinu og kynna bæinn fyrir fólki.
Fjölskylda mín hefur líka sterk
tengsl við bæinn en hún keypti gömlu
kirkjuna í bænum fyrir aldamótin
síðustu og breytti henni í gistiheim-
ili.“ Auk Marteins eru skipuleggj-
endur hátíðarinnar þau Katrín Hel-
ena Jónsdóttir, systir Marteins,
frændi hans Viktor Pétur Hannesson
og kærastan hans Gígja Sara Björns-
son.
„Viktor og Gígja hafa keypt sér
hús hér á Stöðvarfirði og ætla að búa
í bænum í það minnsta hluta úr árinu
þó svo að þau séu bæði í námi í
Reykjavík. Þau voru fljót að átta sig á
því hvað það eru ótrúlega spennandi
hlutir að gerast á Stöðvarfirði, nokk-
uð sem við viljum endilega kynna fyr-
ir fleirum.“
Stöðvarfjörður
fagnar fjöl-
breytileikanum
Sjálfbær listahátíð Pólar Festival
verður haldin hátíðleg um helgina
Stöðvarfjörður Gamla kirkjan á Stöðvarfirði var afhelguð í kringum aldamót og hefur verið farfuglaheimili síðan.
Bæjarlífið Skemmtilegur og ósvikinn þorpsbragur er á Stöðvarfirði.
Laugavegur 40, 101 Reykjavík
volcano@volcanodesign.is
www.volcanodesign.is
S: 5880100
Volcano Design fer um landið!
11. júlí Á Veitingastaðnum Bárunni, Þórshöfn.
Fimmtudag frá kl. 16-20.
25. júlí Á Kaffi Bjarmanesi, Skagaströnd.
Fimmtudag frá kl. 17:00 - 20:00
27. júlí Á Mærudögum, Húsavík. Í verbúðunum, efri hæð
í Fanneyjarskúr. Laugardag frá kl. 13-18.