Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Grasrótarhreyfingin Tamarod í Egyptalandi krafðist í gær breyt- inga á stjórnarskrártilskipun sem bráðabirgðaforseti landsins gaf út í fyrrakvöld og sakaði hann um að taka sér of mikil völd. Grasrótarhreyfingin stóð fyrir götumótmælum sem urðu til þess að herinn ákvað að steypa Moha- med Morsi af stóli forseta í vik- unni sem leið. Adley Mansour, sem herinn skipaði forseta til bráða- birgða, gaf út tilskipun í fyrra- kvöld um nýja stjórnarskrá sem á að gilda þar til nýr forseti verður kosinn. Í yfirlýsingunni lofar Mansour forsetakosningum ekki síðar en í byrjun febrúar á næsta ári. Mansour hyggst skipa lög- spekinga í nefnd sem á að leggja drög að nýrri stjórnarskrá innan 45 daga. Drögin á síðan að leggja fyrir 50 manna stjórnlaganefnd sem fær 60 daga til að semja stjórnarskrá. Nefndin verður m.a. skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka, verkalýðssamtaka, bænda, vinnu- veitenda, æðstu klerka súnníta, kristinna Egypta, hersins og lög- reglunnar. Þegar forsetinn hefur fengið stjórnarskrártillögur nefndarinnar boðar hann til þjóðaratkvæða- greiðslu um þær innan 30 daga. Þingkosningar eiga að fara fram ekki síðar en tveimur og hálfum mánuði eftir atkvæðagreiðsluna. Forsetinn boðar síðan til forseta- kosninga innan viku eftir fyrsta fund þingsins. ElBaradei verði varaforseti Samkvæmt tilskipuninni á lög- gjafarvaldið að vera í höndum bráðabirgðaforsetans þar til nýtt þing verður kosið. Mansour á einn- ig að fara með framkvæmdavaldið og hann áskilur sér vald til að setja neyðarlög sem geta gilt í allt að þrjá mánuði. Bræðralag múslíma hafnaði tilskipun bráðabirgðaforsetans. „Stjórnarskrártilskipun frá manni sem valdaræningjar skipuðu breytir engu og færir landið aftur á upphafsreit,“ sagði talsmaður ísl- ömsku samtakanna. Tamarod-hreyfingin kvaðst ekki geta samþykkt tilskipunina óbreytta vegna þess að hún legði „grunn að nýju einræði“ og krafð- ist breytinga á henni. Bráðabirgðaforsetinn ákvað í gær að skipa Hazem al-Beblawi, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, í embætti forsætisráð- herra. Mohamed ElBaradei, fyrr- verandi yfirmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, á að vera varaforseti og fara með utanríkis- mál í bráðabirgðastjórninni. Mansour hafði áður ætlað að skipa ElBaradei í embætti for- sætisráðherra en hætti við það vegna andstöðu salafistaflokksins al-Nur. Hermt var í gær að flokkurinn tæki nú þátt í viðræð- um um myndun bráðabirgðastjórn- ar eftir að hafa dregið sig út úr þeim í fyrradag. Að sögn fréttastofu Reuters er Nur-flokkurinn hlynntur því að Beblawi verði forsætisráðherra en ekki er víst að hann styðji að El- Baradei verði varaforseti. AFP Reiðir Stuðningsmenn Bræðralags múslíma mótmæla valdaráni hersins í Kaíró og krefjast þess að Mohamed Morsi endurheimti forsetaembættið. Stjórnarskrártil- skipun gagnrýnd  Hreyfing mótmælenda í Egyptalandi vill breytingar á til- skipun bráðabirgðaforsetans  Íslamistar hafna henni alveg Forsætisráðherra valinn » Hazem al-Beblawi, sem var tilnefndur í embætti for- sætisráðherra, er álitinn frjáls- lyndur og var fjármálaráðherra árið 2011 eftir að Hosni Mub- arak var steypt af stóli. » Beblawi er 76 ára, nam lögfræði í Kaíró, hagfræði í Grenoble í Frakklandi og fékk doktorsgráðu í hagfræði við Parísarháskóla árið 1964. Fljúgandi ljósker yfir almennings- garði í borginni Jiangshan í Zheji- ang-héraði í Kína þar sem fólk safn- aðist saman til að minnast tveggja kínverskra stúlkna sem fórust þeg- ar suðurkóresk farþegaþota brot- lenti á flugvelli í San Francisco um helgina. Stúlkurnar voru vinkonur, 16 og 17 ára að aldri. Yfir 180 farþegar í þotu af gerð- inni Boeing 777 slösuðust þegar hún brotlenti. Slysið er rakið til mistaka flugmanna og talið er að þotan hafi flogið alltof hægt í að- fluginu. Suðurkóreska flugfélagið Asiana Airlines varði flugmennina í gær og sagði að þeir væru „mjög hæfir“. AFP Stúlkur syrgðar í Kína GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla •Einangrunargler •Orkusparandi gler með sólvörn •Hert gler og samlímt öryggisgler •Eldvarnargler E30—EI 120 •Hljóðeinangrunargler •Sjálfhreinsandi gler •Glerhandrið Lyftarar í öll verkefni Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Brettatjakkar Háhillulyftarar Staflarar Tínslutæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.