Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Fáðu heyrnartæki til reynslu og stjórnaðu þeim með ReSound Appinu Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Heyrðu umskiptin og stilltu heyrnartækin í Appinu Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.295 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.570 Acryllitir 75 ml kr.499 Vatnslitasett kr.695 Skissubækur kr.790 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.845 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Myndlistavörurí miklu úrvali Nýjar sendingar! Gólf- og borðtrönur frá kr.2.100 Ég sendi Morg- unblaðinu svar við grein Guðjóns Brjánssonar frá 3. júlí og þótt málið sem þá var rætt sé nú leyst fyrir tilverknað annars fólks, veit ég núna að a.m.k.annað mál bíður úrlausnar á sama stað svo að loka- orð svars míns eiga enn vel við. Ég vil þakka bæjarstjórn Snæfell- bæjar drengileg viðbrögð og bæj- arstjóranum Kristni Jónassyni nota- leg samskipti þessar vikur. Morgunblaðinu þakka ég fyrir að hjálpa til við lausn brýns vandamáls með því að ljá því rúm á síðum blaðs- ins, ekki síst fyrir þá sök að mér býður í grun að það sé víðar en í Heilsu- verndarstofnun Vesturlands að illa sé farið með réttindi varnarlítils fólks. Guðjón Brjánsson sendi mér langt efnislaust svar í Morgunblaðinu 3. júlí sem svarar engu af því sem ég ræddi við hann í Morgunblaðinu 1. júlí. Allt svar Guðjóns var samsetningur úr út- úrsnúningum, undanbrögðum, hálf- sannleik og beinum rangfærslum. Í fyrsta lagi hefði verið miklu ein- faldara að færa einhverja aura milli stofnana, þ.e. „millifæra“, en þeysast með sjúkling fram og aftur milli stofn- ana og þá kemur að atriði um flutning mágs míns til Búðardals: „Sú lausn var fundin í samráði við hann sjálfan og nánustu aðstandendur,“ segir þú. Þetta er auðvitað hægt að segja við ókunna lesendur Mbl. en ekki við okk- ur sem til þekkjum. Hann mágur minn hefur þurft að beygja sig fyrir ofríki fólks oft um ævina, það eru vond örlög, en að kalla það samráð við fjöl- skylduna að fyrirskipa syni hans, sem er eins og faðir hans lítilmagni í þjóðfélaginu, þótt góður þegn sé, að flytja föður sinn inn í Búðardal tekur nú út yfir allan þjófabálk. Það gátuð þið nú ekki annast sjálf, ja hérna. Það er rétt að þú bauðst sem svaraði 1⁄3 af kostnaði við dvöl mágs míns í fimm vikur færi hann til Ólafsvíkur þann tíma. Enn og aftur: Málið snýst ekki um það. Og svo við ræðum aura, ætli það láti ekki nærri að dvöl í Stykk- ishólmi, sem þú lætur að liggja að hann mágur minn „eigi vísa“ þegar opnað verður þar aftur, kosti um það bil þrisvar sinnum meira en allur kostn- aðurinn í Ólafsvík. M.ö.o. þú myndir spara fyrir þína stofnun með því til áramóta að greiða fullt fyrir hann í Ólafsvík og eiga eftir u.þ.b. 2⁄3 pláss á mánuði í Hólminum. Hvernig væri nú að spara skattféð svolítið? Þú segir að af hálfu ráðuneytisins „sé velvilji fyrir málinu“ – af hverju segirðu ekki satt? Þú hefur bein fyr- irmæli frá ráðherra heilbrigðismála um að leysa málið og það í samráði við Kristin Jónasson í Ólafsvík. Þú ert að reyna með orðagjálfri og und- anbrögðum að hunsa þau fyrirmæli. Hættu því og snúðu þér að því að leysa málið og ég ítreka – mér er fullkunn- ugt um vilja þeirra í Ólafsvík til að létta undir. Það er rangt að ég hafi talað við þig um málið, þú varst ekki við og stökkst svo í frí, það var ekki djarft – það var ósvífni að fara frá málinu óleystu án þess að láta staðgengli þín- um fullt umboð í hendur til að leysa málið. Samstarfsmenn þínir eru ágætt fólk og svöruðu eins og þeir höfðu um- boð til. Síðan lætur þú að því liggja að erfitt sé að ræða við fólk í „tilfinn- ingalegu uppnámi“. Þar varstu nú óheppinn með orðaval, ég býst nú við að þeir sem mig þekkja hafi hlegið hol- um hlátri þegar þeir lásu þennan kjánaskap. Það er alveg tilgangslaust að setja á langar ræður um erfiðleika í heilsu- gæslu og góðan vilja alls þorra starfs- fólks og slær ekki ryki í augu nokkurs manns sem til þekkir, en menn sem hunsa sjálfsögð fyrirmæli og þvælast fyrir jafnvel einföldustu lausnum skaða þá sem þjónustunnar eiga að njóta og gera allt kerfið óskilvirkara en ella væri. Með sömu hóflegu kveðju. „Langhundur“ Guðjóns Brjánssonar Eftir Einar B. Birnir » Það er alveg til- gangslaust að setja á langar ræður um erf- iðleika í heilsugæslu … Einar Birnir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður ritar grein í Morgun- blaðið laugardaginn 29. júní sl. undir fyrirsögn- inni „Að sjást ekki fyr- ir“. Í greininni víkur Reimar að Dróma hf. og telur að félagið „sjáist ekki fyrir í málafylgju sinni, sem einkennist af bíræfni og beinist að minnimáttar“. Árna Páls-lögin brutu gegn stjórnarskrá Álitaefnið sem slíkt varðar setn- ingu laga nr. 151/2010 (svonefnd Árna Páls-lög). Við setningu þeirra laga vöruðu fjölmargir aðilar við að lögin brytu líklega gegn stjórnarskránni, einkum 72. gr. hennar um vernd eign- arréttar. Auk Dróma hf. og annarra fulltrúa lánveitenda, má þar nefna ýmsa fulltrúa lántakenda, Alþýðu- samband Íslands og fjárlagaskrif- stofu fjármálaráðu- neytisins. Engu að síður voru lögin sam- þykkt á Alþingi. Reynslan hefur sýnt að varnaðarorðin voru ekki að tilefnislausu en nú þegar hefur Hæsti- réttur staðfest í tveim- ur dómum að lögin brutu gegn eignarrétt- arákvæði stjórn- arskrárinnar, þ.e. dóm- ar Hæstaréttar nr. 600/2011 og 464/2012. Drómi fylgdi lögunum Þrátt fyrir að Drómi hf., líkt og margir aðrir, væri þeirrar skoðunar að lögin brytu að líkindum gegn stjórnarskrá taldi Drómi hf. sér hins vegar skylt að fara að lögunum og endurreikna þau lán sem lögin tóku til, en með skýrum fyrirvara gagn- vart lántökum ef í ljós kæmi síðar með niðurstöðu Hæstaréttar að sá þáttur Árna Páls-laganna, að með- höndla lögleg lán í erlendri mynt með sama hætti og lán með ólöglegri gengistryggingu, bryti gegn stjórn- arskránni. Þetta telur Reimar hins vegar bíræfni af hálfu Dróma hf. og telur eðlilegra að Drómi hf. hefði átt að virða lögin að vettugi, þrátt fyrir að ekki lægi þá fyrir niðurstaða Hæstaréttar um stjórnskipulegt gildi laganna. Þá telur Reimar skýra fyr- irvara gagnvart lántakendum um betri rétt ekkert gildi hafa. Reimar mætti hugleiða betur merkingu hug- taksins bíræfni og hvort það eigi ekki fremur við þá afstöðu hans sjálfs að réttara sé að hundsa sett lög af Al- þingi, en að fylgja þeim með fyr- irvara. Reimar ekki hlutlaus Þá hefði einnig verið eðlilegt af hæstaréttarlögmanninum að geta þess að hann er ekki í hlutverki hlut- lauss álitsgjafa í máli þessu heldur gætir hann hagsmuna viðskiptavinar Dróma hf. upp á hundruð milljóna, þar sem reynt gæti á endurútreikning. Grandsemi við lagasetningu – óvönduð vinnubrögð Það er ávísun á vandræði þegar lög eru sett í andstöðu við stjórnarskrá og getur orðið til þess að skapa umfangs- meira og tímafrekara vandamál en ætlunin var að leysa. Þetta er einmitt raunin um „Árna Páls-lögin“, sem enn er verið að vinda ofan af fyrir dóm- stólum. Það sýnir best grandsemi um stjórnarskrárbrot að í aðdraganda laganna freistaði þáverandi ráðherra þess að láta stjórnendur allra fjár- málafyrirtækja rita undir skaðleys- isyfirlýsingu gagnvart ríkinu, þar sem fyrirtækin myndu afsala sér rétti til skaðabóta ef lögin reyndust brjóta gegn stjórnarskránni. Er slík stjórn- sýsla væntanlega fordæmalaus á Ís- landi. Vonandi verður þetta mál til þess að löggjafinn vandi ávallt til setningar laga í framtíðinni, þrátt fyrir sam- félagslegan þrýsting í einstökum mál- um. Villandi málflutningur Vegna villandi fréttaflutnings og gífuryrða tiltekinna embættis- og stjórnmálamanna skal að lokum áréttað að Drómi hf. hefur ekki dreg- ið endurútreikning sinn til baka gagnvart lántökum heldur áskilið sér rétt til þess ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að framangreind lagasetning hafi verið andstæð stjórnarskrá hvað varðar endurreikn- ing löglegra lána í erlendri mynt enda mun Drómi hf. fara að lögum í starf- semi sinni hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir ráðleggingar hæstarétt- arlögmannsins um annað. F.h. Dróma hf. Reimari svarað Eftir Hlyn Jónsson Hlynur Jónsson » „ ... mun Drómi hf. fara að lögum í starf- semi sinni hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir ráð- leggingar hæstaréttar- lögmannsins um annað.“ Höfundur er stjórnarformaður Dróma hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.