Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 11
Hönnun Hlýrabol-
irnir og ísaumuðu
húfurnar frá Inklaw
Clothing. Guðjón
gerði um 200
skissur af merk-
inu áður en þeir
Róbert urðu
sáttir.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Athafnamennirnir Þeir Róbert Ómar Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson segja kröfurnar um að klæðast viðeig-
andi tískufatnaði vera miklar hjá sinni kynslóð. Þeir ákváðu því að hanna föt sem þeir sjálfir vilja klæðast.
armönnum, þeir vinna báðir í tísku-
fataverslunum og eru mjög
meðvitaðir um hvað er vinsælast
hverju sinni. „Það eru svo margir
tónlistarmenn í dag að búa til sín
eigin föt eins og Soulja boy og Lil
Wayne og við sækjum einhverjar
hugmyndir til þeirra og kaupum líka
fötin þeirra. Við búum líka eiginlega
í þannig hverfi að það eru nánast
gerðar kröfur um að allir séu í glæ-
nýjum fötum og séu töff. Við erum
ekki týpurnar til að vera í upp-
hnepptum skyrtum og með bindi alla
daga. Við viljum bara vera í fötum
sem eru þægileg eða kósý,“ segir
Róbert og Guðjón tekur við. „Okkar
kynslóð er svolítið þannig að maður
þarf að eiga það nýjasta og
flottasta. Svo langaði okk-
ur að vera með föt sem
okkur langaði sjálfa til að vera í. Við
vorum til dæmis í útskriftarveislu
hjá frænku minni um daginn og þá
vorum við einmitt bara í Inklaw-
bolnum og jakka. Frændi minn sagði
einmitt að hann myndi aldrei púlla
þetta 27 ára að vera í hlýrabol undir
jakka en við gátum það. Þessi tíska
er náttúrlega svolítið týputengd.“
Nafnið á fatalínunni tengist
húðflúri og einnig merkið á húfunum
og því liggur beinast við að spyrja
drengina hvort þeir séu með einhver
húðflúr. „Nei, en ef það er einhvern
tímann rétti tíminn til að fá sér húð-
flúr þá er það núna,“ segir Róbert og
hlær. „Ég er með tvö, það er ákveðið
lífsmottó á annarri hendinni á mér
og svo er ég með nafnið á mömmu á
brjóstinu en ég gaf henni það í sum-
argjöf. Henni brá reyndar svolítið
þegar ég sagði henni frá því,“ segir
Guðjón.
Framtíðardraumur drengjanna
er að reka eigin verslun og segja
þeir ekki útilokað að það geti gerst
innan tveggja ára. „Við mætum alls
staðar svo góðu viðmóti, það segja
allir já við okkur og hrósa okkur fyr-
ir að vera að gera eitthvað sjálfir,“
segir Guðjón.
Hægt er að fylgjast með þeim
Guðjóni og Róberti á Facebook og
Instagram undir Inklaw Clothing.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Fræðsludeild hefur verið opnuð í
Borgarleikhúsinu til að opna það
enn frekar fyrir ungu fólki, þá sér-
staklega krökkum á grunnskólaaldri.
Markmiðið með deildinni er að efla
fræðslu um leikhús og stuðla að
auknum áhuga barna og unglinga á
þeirri starfsemi sem þar fer fram.
Ástrós Elísdóttir mun stýra verkefn-
inu en henni til halds og trausts
verður fjöldi annarra starfsmanna
leikhússins. Einnig verður boðið upp
á fyrirlestra í framhaldsskólum
landsins auk þess sem ýmiss konar
fræðsluefni verður gefið út.
Krakkarnir sem koma í heimsókn í
leikhúsið fá meðal annars að sjá
leiksýningu, skoða leikhúsið og taka
þátt í leiksmiðju. Leiksýningin sem
verður boðið upp á er Hamlet litli í
leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar.
Leikhúsið verður einmitt ansi barn-
vænt næsta vetur en auk Hamlets
litla verða sýnd leikritin Mary Popp-
ins auk Jólahátíðar með Skoppu og
Skrítlu. Þó verða sýningar fyrir alla
aldurshópa á borð við Mýs og menn
og Furðulegt háttalag hunds um
nótt.
Eins og undanfarin ár mun leik-
húsið auk þess bjóða upp á alls-
konar námskeið fyrir eldra fólk í vet-
ur í samstarfi við Endurmenntun HÍ.
Næsta vetur verður einnig tekin upp
sú nýbreytni að bjóða upp á opnar
skoðunarferðir fyrir almenning.
Stuðlað að auknum áhuga barna og unglinga á leikhúsi
Fræðsla Ástrós með leikskólakrökkum í heimsókn í Borgarleikhúsinu.
Borgarleikhúsið fræðir
Nú hljóta krakkar að kætast því ný-
verið kom út barnaplatan Afríka –
Söngur dýranna, en um er að ræða
fyrstu plötu Einars Þorgrímssonar
sem áður hefur einbeitt sér að því að
skrifa barna- og unglingabækur. Einar
hefur lengi haft áhuga á tónlist enda
kominn af mikilli tónlistarfjölskyldu.
Platan er þó ekki það eina sem liggur
eftir kappann á tónlistarsviðinu því
hann samdi tvo barnasöngleiki sem
fluttir voru af krökkunum í barnaskól-
anum á Litlu-Laugum í Reykjadal árin
1978 og 1979. Auk þess hefur hann
samið texta inn á aðra barnaplötu,
sem Rut Reginalds söng meðal ann-
ars inn á, áður en hann snéri sér að
ritstörfum. Gímaldin sér um upptökur
og hljóðfæraleik en margir ungir og
efnilegir söngvarar léðu söngv-
aranum raddir sínar.
Barnabókahöfundur gefur út plötu
Einar Maðurinn á bak við plötuna.
Dýrin í Afríku syngja söngva
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
MM Pajero
3,2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 26.500 km, sjálfsk.
Ásett verð:
9.390.000 kr,-
VW Passat
Highline Ecofuel
Árgerð 2013, bensín/metan
Ekinn 800 km, sjálfsk.
Ásett verð:
4.990.000 kr,-
Audi Q7
3,0 TDi
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 49.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
10.950.000 kr,-
Toyota Land Cruiser
200
Árgerð 2008, dísil
Ekinn 112.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
9.590.000 kr,-
FERÐAFÉLAGAR AF
ÖLLUM STÆRÐUM OG
GERÐUM HJÁ HEKLU
NOTUÐUM BÍLUM
Audi A4
1,8 T
Árgerð 2008, bensín
Ekinn 56.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
4.950.000 kr,-