Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 París. AFP. | Í þá „gömlu góðu daga“ þegar kalda stríðið geisaði laum- uðust njósnarar inn um leynidyr sendiráðs óvinaríkis þegar þeir hugðust flýja frá föðurlandi sínu. Síðan kom Edward Snowden. Er hann landráðamaður, svikari eða hetja sem berst fyrir mannrétt- indum? Hefðbundna skilgreiningin á njósnurum passar ekki alveg við Edward Snowden, að mati sérfræð- inga sem AFP ræddi við. Sebastian Laurent, franskur sagnfræðingur sem er sérfróður um sögu njósnara, segir að Snowden sé ekki „dæmigerður með tilliti til þess hvernig njósnarar hafa verið skil- greindir“. Landflótta njósnarar 21. aldarinnar eru ekki hátt settir emb- ættismenn með leyniskjöl á dulmáli, heldur tölvunirðir með flakkara í farteskinu. „Þetta er vandamálið við það að einkavæða starfsemi öryggisstofn- ana,“ segir Laurent og skírskotar til þess að bandarískar öryggisstofn- anir hafa í auknum mæli útvistað verkefni til verktaka, m.a. fyrirtækis sem Snowden starfaði hjá. „Fyrirtækin ráða menn sem störf- uðu áður fyrir leyniþjónustuna sem hafa því þegar kannað feril þeirra og samþykkt þá. En staðreyndin er sú að þetta er helsti veikleikinn. Ef þessir verktakar eru með einhvers konar persónuleg vandamál ráða þeir yfir stafrænum gereyðingar- vopnum,“ segir Laurent. Snowden starfaði hjá fyrirtæki sem annaðist verkefni fyrir Þjóðar- öryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA). Í stað þess að flýja til óvina- ríkis fór Snowden með flugvél og af- henti blaðamönnum breska dag- blaðsins The Guardian minnislykil með leyniskjöl frá stofnuninni. Líkur á fleiri Snowdenum Snowden er alþjóðlegur flótta- maður frekar en hefðbundinn njósn- ari, að sögn James Andrews Lewis, fyrrverandi embættismanns í bandarísku utanríkisþjónustunni, en hann er nú sérfræðingur hjá hug- veitunni Center for Strategic and International Studies í Washington. „Í kalda stríðinu voru tvær tegundir njósnara sem flúðu frá föðurlandi sínu: Bandaríkjamenn sem flúðu til að græða peninga og Bretar sem gerðu það frekar af hugmynda- fræðilegum ástæðum,“ segir hann. Lewis segir að ólíkt njósnurunum sem flúðu austur eða vestur fyrir járntjaldið í kalda stríðinu hafi Snowden orðið að alþjóðlegum flóttamanni sem valdið hafi miklu uppnámi með því að „afhjúpa heim þar sem öryggisstofnanir skrá allt sem fólk segir eða gerir“. „Hann er ringlaður, hugsjónamaður, ekki mjög veraldarvanur,“ segir Lewis og bætir við að Snowden sé afsprengi „mikillar andúðar á ríkisvaldinu meðal bandarísks almennings“. Ólíkt njósnurunum í kalda stríð- inu er engin örugg flóttaleið fyrir Snowden, að sögn Laurents. „Hann flúði frá föðurlandi sínu án nokkurs öryggisnets fyrir utan upplýsing- arnar sem hann bjó yfir. Hann hafði ekki fengið neitt loforð um vernd.“ Snowden varð innlyksa á alþjóða- flugvellinum í Moskvu eftir að bandarísk yfirvöld ógiltu vegabréf hans. Þrjú lönd í Suður-Ameríku hafa boðist til að veita honum hæli en óljóst er hvort hann kemst þang- að án vegabréfs. Hann myndi þurfa að ferðast í flugvél í gegnum loft- helgi ríkja sem eru líkleg til að verða við beiðni bandarískra yfirvalda um að fyrirskipa vélinni að lenda. Laurent telur að Snowden finni aldrei öruggan griðastað, í ljósi þess hversu alvarlegum augum bandarísk stjórnvöld líta uppljóstranir hans. „Hann fékk það sem hann vildi: frægð og einhvers konar vegsemd,“ segir Lewis. „Það verða líklega fleiri Snowden- ar,“ segir Laurent og bætir við að ör- yggisstofnanirnar séu háðar tölvu- sérfræðingum og öðrum tækni- mönnum sem geti lekið leynigögnum í fjölmiðla. Enginn öruggur griðastaður fyrir njósnara 21. aldarinnar  Hefðbundna skilgreiningin á njósnurum passar ekki alveg við Andrew Snowden Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lífstíðarfang- elsi án möguleika á áfrýjun brjóti gegn banni mannréttinda- sáttmála Evrópu við ómannúð- legri eða vanvirðandi meðferð, en slík refsing er heimiluð í Bretlandi. Þrír fangar sem hlotið höfðu slík- an dóm í Bretlandi áfrýjuðu máli sínu til dómstólsins. Í dómnum segir að það sé nauð- synlegt að möguleiki sé á lausn fangans úr fangelsi eða að hann eigi möguleika á að fá dóminn endurskoðaðan. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, hef- ur gagnrýnt dóminn og segir hann vera furðulega túlkun á ákvæðum mannréttindasáttmálans. May sagði á breska þinginu í fyrradag að íhuga þyrfti samband landsins við Mannréttinda- dómstólinn og kanna þyrfti alla möguleika, m.a. þann að segja upp aðild að mannréttindasáttmálanum. Íhuga að segja upp aðild að mannrétt- indasáttmála Theresa May BRETLAND Að minnsta kosti 13 manns létu lífið og 37 er enn saknað eftir lestarslys í bænum Lac-Megantic í Quebec í Kan- ada á laugardag. Eldur hafði kviknað í einum vagna lestarinnar, sem flutti olíu, og lestin var því stöðvuð skammt frá bænum. Hún rann síðan stjórn- laus af stað, fór út af sporinu við bæ- inn og gríðarleg sprenging varð. Hemlabúnaður sem hefði komið í veg fyrir slysið var óvirkur. Talið er að slökkviliðsmenn sem börðust við eld- inn í lestinni hafi slökkt á vél lestar- innar með þessum afleiðingum. Lestinni hafði verið lagt í brekku um 12 kílómetra vestur af bænum. Þar börðust slökkviliðsmenn við eld í vél hennar. Í frétt Reuters kemur fram að lestarstjórinn hafi ekki slökkt á vél lestarinnar til að halda þrýstingi á hemlabúnaðinum. En þegar slökkt var á vélinni hætti búnaðurinn að virka og lestin rann stjórnlaus af stað í átt að bænum. Sprenging Olíumengun í Chaudièreá könnuð eftir lestarslysið í Quebec. Hemlabúnaður lest- arinnar var óvirkur AFP KANADA Stjórnvöld á Kúbu hafa lýst yfir stuðningi við þann möguleika að Edward Snowden fái hæli í Rómönsku- Ameríku. Líklegt er að flugvél Snowdens þurfi að milli- lenda á Kúbu ef hann reynir að fara til Suður- eða Mið- Ameríku frá alþjóðaflugvellinum í Moskvu. Raúl Castro, forseti Kúbu, sagði í ræðu á þinginu að Kúbustjórn væri hlynnt því að Snowden fengi athvarf í Bólivíu, Venesúela eða Níkaragva sem hafa boðist til að veita honum hæli. Hann sagði hins vegar ekkert um hvort Kúbustjórn vildi veita Snowden hæli. Sendiráð Níkaragva í Moskvu staðfesti að það hefði fengið beiðni frá Snowden um hæli þar í landi. Forseti Venesúela hefur hvatt Snowden til að ákveða sem fyrst hvort hann þiggi boðið um hæli þar í landi. Mikil óvissa ríkir þó enn um hvernig Snowden geti komist frá flugvellinum í Moskvu og hann þarf að sneiða framhjá mörgum hindrunum til að komast til Rómönsku-Ameríku. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki viljað svara því hvort eða hvernig Snowden geti komist frá flugvellinum án gilds vegabréfs. Reyni hann að fara til Rómönsku-Ameríku þarf flugvél hans að fara í gegnum lofthelgi Evrópuríkja sem hugsanlegt er að neyði hana til að lenda að beiðni bandarískra yfirvalda. Snowden hefur óskað eftir hæli í alls 27 löndum, að sögn fréttaveitunnar AFP, en mörg þeirra hafa annað- hvort hafnað beiðninni eða sagt að hann þurfi að vera í landinu og sækja um í eigin nafni til að geta fengið hæli þar. bogi@mbl.is Austurríki Þrjú lönd hafa boðist til að veita bandaríska uppljóstraranum hæli eftir að bandarísk yfirvöld ákærðu hann fyrir njósnir Afstaða ríkja til beiðni Snowdens um hæli Hafnað Hafa ekki fengið beiðni Neita að staðfesta beiðni Brasilía Ekvador Ísland Kína Kúba Finnland Frakkl. Þýskal. Ind- landÍtalía Írland Holland Níkaragva Noregur Pólland Spánn Sviss Venesúela Bólivía Edward Snowden Engar upplýsingarSamþykkt Rússland (Beiðni dregin til baka) MOSKVA Margar hindranir í veginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.