Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 17
BAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Eigendur vinsællar veitingastaða-
keðju í Bretlandi, sem selur m.a.
hinn víðfræga breska skyndibitarétt
„fish and chips“, eða fisk og fransk-
ar, hafa í hyggju að opna stað á Ís-
landi. Þetta kemur fram á frétta-
vefnum Undercurrent News í
Bretlandi. Fish’n’Chick’n starfrækir
38 verslanir í Suðaustur-Englandi en
nú hyggst fyrirtækið, undir vöru-
merkinu Churchill’s, horfa á erlenda
markaði og opna staði á Íslandi, í
Rússlandi og Sviss.
Sterk tengsl við Ísland
Chesterford Group, sem rekur
Fish’n’Chick’n, er yfir 40 ára gamalt
fjölskyldufyrirtæki, stofnað af Hugh
Lipscombe, en í dag er sonur hans,
James Lipscombe, framkvæmda-
stjóri þess. Fyrirtækið býður við-
skiptavinum sínum upp á íslenskan
fisk en samstarf þess við Hraðfrysti-
húsið Gunnvöru hefur varað í tutt-
ugu ár. Kaupir breska keðjan ýsu og
þorsk og selur til breskra viðskipta-
vina með frönskum, en keðjan er
einnig þekkt fyrir ljúffenga kjúk-
lingarétti sína. Til marks um hin
sterku tengsl milli keðjunnar og
samfélagsins á Vestfjörðum, þar
sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur
höfuðstöðvar sínar, þá má sjá aug-
lýsingu keðjunnar við knattspyrnu-
völlinn á Torfnesi, heimavelli BÍ/Bol-
ungarvíkur á Ísafirði.
Árlegar heimsóknir til Íslands
Þeir feðgar, Hugh og James, lögðu
leið sína til Íslands í byrjun júnímán-
aðar og heimsóttu Hraðfrystihúsið
Gunnvöru. Bretarnir fara árlega til
Íslands og taka stóran hluta af
starfsfólki sínu með í hvert skipti.
Heilsa þeir upp á áhöfnina, sjá
hvernig fiskurinn er veiddur og
fylgjast loks með fiskvinnslunni. Í
samtali við vikublaðið Bæjarins
besta sagði James fyrirtækið ætla að
stækka við sig á næstu árum og því
sé mikilvægt að þeir haldi áfram
samstarfi sínu við Hraðfrystihúsið
Gunnvöru, enda er „íslenski fiskur-
inn, sem frystur er beint í frystitog-
urum, sá besti sem völ er á. Við
stefnum á að opna fyrsta alþjóðlega
staðinn í Sviss eftir tvo mánuði [í
ágúst] svo það eru spennandi tímar
framundan hjá fyrirtækinu okkar,“
sagði James enn fremur. Samkvæmt
frétt Undercurrent News munu þeir
í kjölfarið opna staði í Reykjavík og
Moskvu.
Gæti slegið í gegn
James segist vera fullviss um að
skyndibitaréttur þeirra geti slegið í
gegn erlendis og hefur trú á að
Churchill’s geti orðið alþjóðlegt
vörumerki. „Svo lengi sem gæði vör-
unnar séu mikil, staðsetning versl-
ananna góð og pökkunin og vöru-
merkið til fyrirmyndar, þá er það
einlæg trú mín að þetta muni slá í
gegn,“ sagði James í samtali við Un-
dercurrent News.
Þjóðarréttur Breta í útrás
Að sögn James verður Fis-
h’n’Chick’n, undir vörumerkinu
Churchill’s, fyrsta breska fyrirtækið
til að opna sérstakar verslanir utan
Bretlands sem sérhæfir sig í að selja
þennan vinsæla skyndibitarétt.
Bendir hann á að á meðan erlendir
viðskiptavinir séu enn að venjast
fisknum með frönskunum, þá muni
þeir einnig bjóða upp á kunnuglega
kjúklingarétti, svo sem kjúklinga-
borgara og steiktan kjúkling. Aðlög-
un að matarmenningu hvers lands
fyrir sig sé lykilatriði, en markmiðið
sé þó að kynna heiminum þennan
þjóðarrétt Breta.
Bresk veitingastaðakeðja
hyggst opna stað á Íslandi
Keðjan og Hraðfrystihúsið Gunnvör hafa átt í farsælu samstarfi í tuttugu ár
Feðgarnir Hugh Lipscombe, einn af stofnendum og stjórnendum Fish
’n’Chick’n, og sonur hans James, framkvæmdastjóri Fish’n’Chick’n.
Fiskur og franskar
» Veitingastaðakeðjan Fish-
’n’Chick’n hyggst opna stað á
Íslandi.
» Keðjan og Hraðfrystihúsið
Gunnvör hafa átt í farsælu
samstarfi síðustu tvo áratugi.
» Keðjan býður breskum við-
skiptavinum sínum upp á ís-
lenskan fisk.
» Framkvæmdastjóri Fish-
’n’Chick’n segir íslenska fisk-
inn þann besta sem völ er á.
» Fyrirtækið hefur einnig í
hyggju að opna staði í Rúss-
landi og Sviss.
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Agnar Daníels-
son hefur verið
ráðinn sölustjóri
atvinnubíla hjá
Bílaumboðinu
Öskju. Agnar hefur
rúmlega 20 ára
starfsreynslu hjá
hópferðafyrir-
tækjum en hann
starfaði áður sem
framkvæmdastjóri
Kynnisferða og þar áður fyrir SBA-
Norðurleið, segir í tilkynningu.
Bílaumboðið Askja er að auka
áherslur sínar í sölu og þjónustu við at-
vinnubíla og ekki síst við atvinnubíla
tengda ferðaþjónustu. Starfsreynsla
Agnars er því sögð góð viðbót við sölu-
deild atvinnubíla hjá Öskju.
Agnar ráðinn til Öskju
Agnar
Daníelsson
● Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa á
undanförnum árum dregist umtalsvert
saman, segir greiningardeild Arion
banka. Ef litið sé 15 ár aftur í tímann
hafi fjárfestingar sveitarfélaganna num-
ið að meðaltali 16% af rekstrartekjum
þeirra. En síðastliðin fjögur ár hafi fjár-
festingar einungis numið að meðaltali
um 9% af rekstrartekjum og 7% síðast-
liðin tvö ár. Fjárfestingar til samgöngu-
mála hafa dregist saman um 60% að
nafnvirði á milli áranna 2008 og 2009
og um 75% frá hruni, segir deildin.
Fjárfesting í samgöngu-
málum niður um 75%
● VÍB, Eignarstýringarþjónusta Ís-
landsbanka, hefur verið valin fremst
meðal aðila í eignarstýringarþjónustu á
Íslandi af breska fjármálatímaritinu
World Finance, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Íslandsbanka.
Þar kemur fram að tímaritið hefur
metið helstu aðila í eignastýringarþjón-
ustu hér á landi og VÍB orðið hlutskarp-
ast. Meðal þeirra sem hljóti viðurkenn-
ingu World Finance séu Danske Bank,
JP Morgan í Lúxemborg og DNB Asset
Management í Svíþjóð.
VÍB fær viðurkenningu
frá World Finance
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
IÐNAÐARRYKSUGUR
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Ryk/blautsuga Drive ZD10-
50L 1000W, 50 lítrar
28.900,-
Ryk/blautsuga Drive ZD98A-
2B 2000W, 70 lítrar
43.900,-
Drive Bískúrsryksugan
1200W, 20 lítrar
7.490,-
Arges HKV-100GS15
1000W, 15 lítrar
23.900,-