Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 „Það eru mörg mál til rannsóknar og nokkur mál sem eru í ákæru- meðferð,“ segir Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, en hann birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfest- ingarfélaginu Milestone til Ing- unnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðs- svik. Kærurnar snúast aðallega um umboðssvik, varðandi ráðstafanir út úr Milestone og meðal ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins „Við erum með nokkur mál sem búið er að ljúka rannsókn á og ákveðið að ákæra, tvær síðustu ákærur eru hluti af því,“ segir Ólaf- ur Þór en mikið af málum er á hans borði í sumar. „Þetta kemur allt saman hægt og rólega. Oft kemur það fyrir að þeg- ar saksóknari fær málin í hendur og fer yfir þau þarf að óska eftir því að viðbótargagna sé aflað. Það get- ur oft dregið rannsókn á langinn, en það er ljóst að töluvert af málum er komið á lokastig rannsóknar,“ segir Ólafur Þór. aslaugmbl.is Töluvert af málum á lokastigi  Wernersbræður meðal ákærðu Morgunblaðið/Styrmir Kári Mörg mál Sérstakur saksóknari hefur margt á sinni könnu í sumar. Starfsmenn Fjölskylduhjálpar Ís- lands tóku í gær við 30 nýupp- gerðum stólum sem notaðir verða í hinum nýju húsakynnum samtak- anna að Iðufelli 14 í Breiðholti. Fjölskylduhjálpin eignaðist stól- ana fyrir tveimur árum og voru þeir nýttir sem sæti í gámi þar sem skjól- stæðingar hennar gátu beðið innan- dyra í Eskihlíð en þar var Fjöl- skylduhjálpin áður til húsa. Stólarnir hafa verið málaðir í mörgum litum af krökkum í 9.og 10. bekk Garðaskóla í Garðabæ. „Þetta góðverk krakkanna í Garðaskóla og Vinnuskóla Garðabæjar er ómet- anlegt,“ segir í frétt frá Fjöl- skylduhjálpinni. Á myndinni eru nemendurnir Guðríður Lárusdóttir, Valgerður Lárusdóttir, Elva Björk Pálsdóttir, Eysteinn Jónasson og Jón Benjamín flokkstjórar og Tinna Barkardóttir yfirflokkstjóri. Á myndinni eru einn- ig Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir varaformaður og Ásta Katrín Vil- hjálmsdóttir stjórnarkona hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands. Á myndina vantar nemendurna Ólaf, Kára, Inga, Bjart og Maríu. Fjölskylduhjálpin verður með matarúthlutanir í sumar. Í dag, mið- vikudag, verður úthlutun í Iðufellinu frá kl. 12 til 15 og í Grófinni 10 C í Reykjanesbæ á morgun, fimmtu- daginn 11. júlí, frá kl. 16 til 18. Nemar gerðu upp stólana Ljósmynd/Andrés Zoran Ivanovic  Grunnskólanemendur í Garðabæ til liðs við Fjölskyldu- hjálp Íslands  Matarúthlutun verður í dag og á morgun Stóru olíufélögin; N1, Olís og Shell, riðu á vaðið í gærmorgun og hækkuðu lítra- verð af bensíni og dísilolíu um nærri fimm krónur. Síð- degis fylgdu sjálfsafgreiðslu- félgin í kjölfarið; Orkan, Atlantsolía og ÓB. Félögin nefndu hækkandi heimsmarkaðsverð og lækkandi gengi krónunnar gagnvart dollar sem ástæður verðhækkunar. Í gærkvöldi var bensínlítrinn á 251 til 253,40 krónur; ódýrastur hjá Orkunni en sem fyrr dýrastur hjá Shell. Verðið hjá ÓB og Atlantsolíu var 251,10 kr. og 251,40 kr. hjá Olís og N1. Lítri af dísilolíu var ódýr- astur 248,40 kr. hjá Orkunni og dýr- astur hjá Shell, 248,90 krónur. Lítrinn upp um 5 krónur Hrærivélin frá Bosch er margverðlaunuð enda falleg, kraftmikil og þýðgeng. „Bestu kaupin“ hjá sænska neytendablaðinu Råd & Rön í apríl 2013. Prófaðu hana í eldhúsinu þínu í 60 daga. 100% ánægja eða endurgreiðsla. HÆSTA EINKUNN Ap ríl 20 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.