Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 31
hún sat í stjórn sumarbúða KFUK
í Vindáshlíð 1976-1987, ásamt því
að starfa þar sumrin 1971-1973, og
vann í barnastarfi KFUK í 25 ár.
Herdís hefur setið í stjórn SIG-
NEA (Society of International
Gastroenterological Nurses and
Endoscopy Associates), sem eru al-
þjóðasamtök speglanahjúkrunar-
fræðinga, frá 2002 og verið í verk-
efnahóp ESGENA (European
Society of Gastroenterology and
Endoscopy Nurses and Associates),
sem eru Evrópusamtök speglunar-
hjúkrunarfræðinga, frá 1997. Her-
dís er formaður Fagdeildar spegl-
unarhjúkrunarfræðinga innan
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga frá 1999.
Stundar hestamennsku
„Ég hef áhuga á mínu starfi sem
er hjúkrun við speglanir og að efla
fræðslu og menntun til sérhæf-
ingar. Svo er það að sjálfsögðu
fjölskyldan og barnabörnin, og við
hjónin njótum þess mikið að vera í
samvistum við þau. Við höfum
stundað hestamennsku í 20 ár og
njótum þess að ríða góðum hest-
um vítt og breitt í Heiðmörkinni
og nágrenni á veturna og um
sveitir og óbyggðir okkar fallega
lands á sumrin. Í undirbúningi er
tíu daga hestaferð um hálendið
með okkar góða ferðahópi til
margra ára.
Kristin trú er ofarlega í huga
mér. Ég bý að góðri innrætingu
úr foreldrahúsum sem ég er ævar-
andi þakklát fyrir. Einnig úr
barnastarfi og sumarbúðastarfi
KFUK ásamt hinum einstaka
sunnudagaskóla KFUM sem faðir
minn stýrði og sögur hans standa
mér ljóslifandi enn í dag. Mann-
inum mínum kynntist ég í Vatna-
skógi ásamt mörgu öðru góðu
fólki. Sú vinátta varir enn og vina-
hópur hefur hist í 38 ár og notið
góðrar samveru og lesið Biblíuna
saman.“
Fjölskylda
Maður Herdísar er Þorvaldur
Sigurðsson, f. 30.9. 1951, forstjóri.
Foreldrar hans eru Elsa Þor-
valdsdóttir húsmóðir og Sigurður
Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra.
Stjúpforeldrar hans eru Davíð
Guðnason, bóndi og vatnamæl-
ingamaður, sem lést 2003, og
Edda Jónsdóttir húsmóðir.
Börn Herdísar og Þorvalds eru
Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, f.
20.11. 1978, framkvæmdastjóri í
Reykjavík. Barn hennar er Þor-
valdur Ingi Elvarsson, f. 9.9. 1999;
Theódóra Þorvaldsdóttir, f. 21.1.
1982, tamningamaður í Reykjavík.
Maki hennar erJóhann Kristinn
Ragnarsson, f. 27. 2. 1984, tamn-
ingamaður og reiðkennari. Börn
þeirra eru Herdís Björg Jóhanns-
dóttir, f. 6.7. 2006, og Ragnar
Dagur Jóhannsson, f. 6.12. 2012;
Davíð Ingi Þorvaldsson, f. 19.8.
1986, afgreiðslumaður í Reykjavík.
Bræður Herdísar eru Valgeir
Ástráðsson, f. 6.7. 1944, sóknar-
prestur í Reykjavík, og Sigurður
Ástráðsson, f. 11.12. 1945, rekstr-
arstjóri Samskipa á Selfossi.
Foreldrar Herdísar eru Ástráð-
ur Sigursteindórsson, f. 10.6. 1915,
d. 20.7. 2003, skólastjóri í Reykja-
vík, og Ingibjörg Jóelsdóttir, f.
26.3. 1919, d. 29.maí 2008, hús-
móðir í Reykjavík.
Úr frændgarði Herdísar Ástráðsdóttur
Herdís
Ástráðsdóttir
Gróa Bjarnadóttir
húsfr. á Arnarstöðum í Flóa
Erlendur Jónsson
b. á Arnarstöðum í Flóa
Valgerður Erlendsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Jóel Friðrik Ingvarsson
skósm. og kirkjuvörður í Hafnarf..
Ingibjörg Jóelsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Halldóra Torfadóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Ingvar Jóelsson
skipstjóri í Hafnarfirði
Ástríður Pétursdóttir
húsfreyja í Káragerði
Jón Einarsson
b. í Káragerði í Landeyjum
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigursteindór Eiríksson
verkamaður í Reykjavík
Ástráður Sigursteindórsson
skólastjóri í Reykjavík
Geirlaug Jónsdóttir
vinnuk. víða, f. í Breiðuhlíð í
Mýrdal
Eiríkur Ólafsson
vinnum. víða í Gullbringu-
og Rangárvallasýslu
Hjónin Herdís og Þorvaldur.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Sigurður Egill Ingimundarson,alþingismaður og forstjóriTryggingastofnunar ríkisins,
fæddist í Reykjavík 10.7. 1913. Fað-
ir hans var Ingimundur verkamað-
ur í Reykjavík Einarssonar bónda á
Egilsstöðum, Króki og Stöðlum í
Ölfusi Jónssonar bónda í Gljúf-
urholti og Egilsstöðum Björnssonar
bónda í Gljúfurholti Jónssonar
bónda í Sogni Þórðarsonar. Móðir
Sigurðar og kona Ingimundar var
Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir sem
var landskunn fyrir áratugastörf
fyrir verkalýðshreyfinguna á Ís-
landi. Kona Sigurðar var Karítas
Guðmundsdóttir, f. 19.12. 1917, d.
26.8. 1997, húsmóðir. Foreldrar
hennar voru Guðmundur kaup-
maður í Reykjavík Guðjónssonar og
kona hans Anna María Gísladóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver-
andi forsætisráðherra, er dóttir
Sigurðar og Karítasar.
Sigurður tók stúdentspróf frá
MR 1934. Hann lauk prófi í efna-
verkfræði 1939 við Norges Tekn-
iske Højskole í Þrándheimi og fór í
framhaldsnám í verkstjórn-
arfræðum og vinnuhagræðingu við
Teknologisk Institut í Ósló sumrin
1962 og 1963.
Sigurður var verkfræðingur hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglu-
firði 1940-1942 og síldarverksmiðj-
unni Rauðku á Siglufirði 1944.
Hann var starfsmaður við hráef-
naúthlutun til matvælaiðnaðarins
hjá Skömmtunarskrifstofu ríkisins
1940-1950, kennari við Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga, síðar Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, 1941-1953,
stundakennari við Menntaskólann í
Reykjavík 1948-1955, kennari við
Verslunarskólann 1953-1970, yf-
irkennari 1957-1970. Hann var al-
þingismaður fyrir Alþýðuflokkinn
1959-1970 og 2. varaforseti Alþingis
1963-1971. Sigurður var forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins frá
1970 til æviloka.
Sigurður var formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
1956-1960.
Sigurður Ingimundarson lést
12.10. 1978.
Merkir Íslendingar
Sigurður Ingi-
mundarson
90 ára
Andrés Sighvatsson
85 ára
Flosi Hrafn Sigurðsson
Guðríður Pálsdóttir
Guðrún Benediktsdóttir
Herdís Helgadóttir
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
80 ára
Ebba Ingibjörg Urbancic
Elín Methúsalemsdóttir
Níels Jakob Erlingsson
Sigrún Lilja Bergþórsdóttir
75 ára
Jóhann H. Sigtryggsson
Jón Ólafsson
Ragna Björgvinsdóttir
Þorgerður Sigurðardóttir
70 ára
Einar Bragason
Guðrún S. Eiríksdóttir
Hugrún V. Guðjónsdóttir
Ingunn Anna Ingólfsdóttir
Ragna Steina Helgadóttir
Þorgerður Í. Gissurardóttir
60 ára
Auður Snorradóttir
Freygerður Friðriksdóttir
Guðjón S. Marteinsson
Guðmundur M. Karlsson
Herdís Ástráðsdóttir
Hörður Sigfússon
50 ára
Aðalheiður Sævarsdóttir
Auður Sigríður Hreinsdóttir
Árni Karl Ellertsson Peiser
Guðmundur B. Kjartansson
Guðmundur Jóhannsson
Gunnar Garðar Gunnarsson
Gunnar Magnússon
Gunnar Þorgeirsson
Halla Sigrún Arnardóttir
Haraldur Kr. Sigurðsson
Ingólfur Kristinn Einarsson
Ingunn Ólafsdóttir
Ingvar Karlsson
Jón Páll Garðarsson
Kristbjörn Hauksson
Kristín Fr. Hjartardóttir
Kristín Laufey Reynisdóttir
Unnur Björnsdóttir
Þór Sigurðsson
40 ára
Aleksejs Sagovs
Anna Ingadóttir
Arnar Þór Ragnarsson
Árni Viðar Kárason
Björgvin Magnússon
Elísabet Harles
Eyjólfur Magnússon
Guðrún Þórhallsdóttir
Hjalti Jónsson
Ingibjörg Ingvadóttir
Jóhann Kári Enoksson
Matthildur Ósk Emilsdóttir
Matthías Þorvaldsson
Rebekka Valsdóttir
Sólrún Ragnarsdóttir
Svanbjörg Halldórsdóttir
30 ára
Aðalsteinn
Aðalsteinsson
Anna Þorsteinsdóttir
Ágústína Gunnarsdóttir
Birna Björnsdóttir
Daði Ólafur Elíasson
Emilia Kopczewska
Garðar Reynisson
Guðmundur B.
Ingólfsson
Halldór Kristinsson
Hanna Ósk Helgadóttir
Jóhann Þór Ólafsson
Snorri Sigurjónsson
Þorkell Þorkelsson
Þórunn Eva Guðbj.Thapa
Til hamingju með daginn
50 ára Halla Sigrún er
hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík.
Maki: Hannes Birgir
Hjálmarsson, f. 1963,
kennari.
Börn: Halla Kristín, f.
1984, Hjálmar Örn, f.
1993, og Anna Guðbjörg,
f. 1999.
Foreldrar: Örn Ævarr
Markússon, f. 1930, fyrrv.
lyfsali, og Halla Valdi-
marsdóttir, f. 1936,
kennari.
Halla Sigrún
Arnardóttir
30 ára Daði er Seltirn-
ingur og er lögmaður og
einn eigenda hjá Íslögum,
bús. í Reykjavík.
Maki: Arney Hrund
Viðarsdóttir, f. 1983, nemi
við HÍ.
Dóttir: Emma, f. 2012.
Foreldrar: Elías Leifsson,
f. 1953, sviðsstjóri hjá Líf-
eyrissjóði starfsmanna
sveitarfélaga, og Margrét
Jónsdóttir, f. 1954, fjár-
málastjóri hjá Eyri Invest,
bús. á Seltjarnarnesi.
Daði Ólafur
Elíasson
40 ára Eyjólfur býr á Ási í
Stafholtstungum, Borg.,
og starfar sem smiður.
Maki: Auður Margrét Ár-
mannsdóttir, f. 1972,
vinnur á dvalarheimili í
Borgarnesi.
Börn: Ármann Bjarni, f.
2003, Trausti Leifur, f.
2004, og Inger Elísabet, f.
2005.
Foreldrar: Magnús
Magnússon, f. 1944, og
Inger Oddfríður Trausta-
dóttir, f. 1951.
Eyjólfur
Magnússon
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta