Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum getur reynst erfitt að
taka ákvörðun þótt mikið magn upplýsinga
liggi fyrir. Leggðu áherslu á að fara í stutt
ferðalag til að dreifa huganum.
20. apríl - 20. maí
Naut Treystu þinni innri visku betur en al-
mennings. Gerðu því aðeins það sem sam-
viskan segir þér að sé rétt fyrir þig og
láttu álit annarra sem vind um eyru þjóta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert að gera það sem til þarf
til að vera tilbúin/n þegar stóra stundin
rennur upp. Líttu raunsætt á hlutina, líka
þá sem í sjálfu sér koma þér ekki við.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú freistast til þess að kaupa eitt-
hvað án umhugsunar í dag. Kannski langar
þig til þess að eyða fjármunum til þess að
hjálpa einhverjum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reiddu þig ekki um of á aðra því
þegar til kastanna kemur þá er þetta þitt
hlutverk sem þú berð ábyrgð á. Gakktu
rösklega til verks og fagnaðu að því loknu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er þér sérstaklega annt um
frelsi og velferð annarra. Finndu þér ein-
hvern góðan stað þar sem þú finnur frelsi
og frið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu óhrædd/ur við að segja hug
þinn allan við þinn nánasta ástvin. Og ekki
kaupa nema þörfin sé brýn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að athuga vel hvern-
ig þú setur hlutina fram því það skiptir
sköpum að allir skilji hvert þú ert að fara.
Talaðu skýrt og þú semur fyrir miðnætti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er rétt að snúa sér að al-
vöru lífsins og ljúka mikilvægum verk-
efnum. Þú færð aðstoð frá einhverjum við
þetta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú siglir nokkuð lygnan sjó í
samskiptum við vini og vandamenn og
ættir að nota tækifærið til að auka þau.
Gleymdu heldur ekki hvaða áhrif og afleið-
ingar þínar gjörðir hafa á aðra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er vandi að velja og því
meiri þeim mun fleira sem í boði er.
Gættu hagsmuna þinna en sýndu sann-
girni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ákaflega gefandi að eiga
sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar
þínar þarfir. Ekki stressa þig, leyfðu örlög-
unum að sjá um sitt.
Sigrúnu Haraldsdóttur blöskr-aði alveg er hún vaknaði í
fyrradag – enn einn rigning-
ardaginn.
Illa er ég haldin af þrálátri þreytu,
þunglynd og köld og blaut
sólbekkurinn er siginn af bleytu
og sessan í einum graut.
Ekki stendur á ráðleggingu frá
Ágústi Marinóssyni:
Sól er af Drottni sett í skorður
frá Suðurlandinu beint.
Þess vegna ættirðu að þvælast norð-
ur
það gætirðu alveg reynt.
Davíð Hjálmar Haraldsson læt-
ur fylgja kveðju að norðan að það
hafi næstum verið léttir að fá
skúrir dagpart en spáð sé blíðu
áfram næstu daga:
Blikar í garðinum blómanna skart,
blakkna í sólinni magi og tær.
Sigrúnu óðara sendi ég part
af sjóðheitri blíðunni frá því í gær.
Ólafur Stefánsson rifjar upp
skemmtilega sögu eins og hans er
von og vísa: „Páll heitinn Lýðsson
komst að því, eftir yfirlegu, að
sjöunda hvert sumar á Suðurlandi
væri rosasumar að meðaltali. Nú
eru búin aðvera mörg sólrík sum-
ur og sum svo þurr að til vand-
ræða máttu teljast.Verum því
glöð yfir hverjum dropa sem fell-
ur á okkar ástkæra Suðurland.
Traust við bindum tryggðaband,
hvar tærust vötnin streyma.
Svona er okkar Suðurland
sælt og best allt heima.“
Davíð Hjálmar stenst ekki mát-
ið:
Fyllir regnið fen og þúsund blár,
fljótin vaxa ört á Suðurlandi.
Ólafur er eins og blautur klár
á árbakka í stuttu tjóðurbandi
En Sigrún er ekki eins sann-
færð og Ólafur.
Ég þreytt er á súldarsuði,
sífelldum himnaleka,
þessa vanhæfu veðurguði
vildi ég mega reka.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af sólbekk, sessu
og þrálátri bleytu
Í klípu
„HVAÐ SEM VIRKAR FYRIR YKKUR. ÞETTA HEFUR
ALDREI VERIÐ VANDAMÁL Í MINNI FJÖLSKYLDU.
HVORUGT OKKAR VILL VERA Í BUXUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HEFÐI SKILIÐ EFTIR HANDA ÞÉR
ÞJÓRFÉ, EF ÞÚ HEFÐIR EKKI TALAÐ MIG
TIL Í OSTAKÖKUNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem hefur
þiðnunina.
MAT-
SEÐILL
HVAÐ,
ÁRANS
ÓHEPPNI!
FASTUR Á EYÐIEYJU,
MÖRGUM KÍLÓMETRUM
FRÁ LANDI …
EN ÉG SEGI
ÞÓ AÐ
STRÁKAR
KVARTA EKKI.
ÞAR AÐ AUKI, KANNSKI SKIPTIR
ÁHÖFNIN MÍN UM SKOÐUN OG
KEMUR OG SÆKIR MIG.
VIÐ LÍSA ERUM AÐ
FARA, GRETTIR.
GRETTIR? ÞETTA ER SKRÍTIÐ. ÉG
GET EKKI LYFT NESTIS-
FERÐARKÖRFUNNI.
Ó,
JÓN …Víkverji las á dögunum bókina In-ferno eftir metsöluhöfundinn
Dan Brown, sem gerði garðinn
frægan með Da Vinci-lyklinum. Enn
er söguhetjan táknfræðingurinn Ro-
bert Langdon, prófessor við Har-
vard-háskóla. Að þessu sinni er
Langdon í kapphlaupi við tímann að
reyna að stöðva galinn snilling, sem
telur að án grisjunar muni mann-
kynið tortíma sjálfu sér. Við hlið
honum er ung kona, sem ekki er fisj-
að saman. Kaflarnir eru stuttir og
enda yfirleitt þannig að ekki er ann-
að hægt en að byrja á næsta. Að
þessu sinni hefur varmennið skilið
eftir sig slóð vísbendinga úr Gleði-
leiknum guðdómlega eftir Dante,
nánar tiltekið fyrsta þætti hans, Víti,
eins og heiti bókarinnar gefur til
kynna.
x x x
Í raun er Inferno ekki góð bók. Per-sónurnar eru yfirborðslegar, text-
inn flatur og stundum eins og klippt-
ur úr alfræðiorðabók auk þess sem
margt er fyrirsjáanlegt. Engu að
síður er bókin skemmtileg og Vík-
verji spændi hana í það minnsta upp.
Þótt hann segði við sjálfan sig að
hann ætti að vera að lesa eitthvað
menningarlegra gat hann ekki hætt.
Þá er engin spurning að hún mun
kveikja áhuga margra, sem annars
hefðu ekki látið hvarfla að sér að
pæla í Dante, og það hlýtur að vera
af hinu góða. Brátt verður ugglaust
farið að bjóða upp á leiðsögn um
Flórens með hliðsjón af bók Browns,
ef það er ekki gert nú þegar. Les-
andinn veltir meira að segja fyrir sér
hvers vegna ekki fylgja skýring-
armyndir bókinni, til dæmis af mál-
verki Botticellis af Víti, byggingum
listamannsins, arkitektsins og sagn-
fræðingsins Giorgios Vasaris eða
helgrímu Dantes. Það hefði getað
sparað honum þvæling um netið.
x x x
Víkverji veltir fyrir sér á hvaðamenningarslóðir Dan Brown
muni leita næst. Kannski mætti
benda honum á Íslendingasögurnar,
hinn glöggi táknfræðingur gæti
bjargað heiminum frá tortímingu
með því að leysa vísbendingar úr
Njálu, Eglu eða Laxdælu og hetjur
myndu að nýju ríða um héruð.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hvert annað eins og ég hef elskað yður.
(Jóhannesarguðspjall 15:12)