Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útlendir togarar sem koma hér til hafnar til löndunar eða umskipunar skila miklum tekjum, að sögn Sig- valda H. Jósafatssonar hjá skipa- miðluninni Gáru ehf. í Hafnarfirði. Gára ehf. annast umboð fyrir skip af öllu tagi, skemmtiferðaskip, vöruflutningaskip og ekki síst út- lenda togara. Aðallega eru það rússneskir togarar sem stunda veiðar á Reykjaneshrygg og við Grænland. Togarar frá öðrum þjóð- um koma sjaldnar. Rússneski togarinn Ostankino frá Kaliningrad var í gær í Hafnar- fjarðarhöfn að landa rúmlega 200 tonnum af frystri grálúðu af mið- unum við Austur-Grænland. Hann tók hér kost, olíu og veiðarfæri áð- ur en hann fór til veiða við Vestur- Grænland. Aflanum þaðan verður einnig landað hér. Í gær voru einnig væntanlegir rússnesku togararnir Karacharovo, Kolomensko og Osveyskoe, einnig frá Kaliningrad. Þeir höfðu verið á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Til stóð að umskipa aflanum úr tveim- ur togaranna í þann þriðja sem siglir með aflann út. Hinir tveir taka hér veiðarfæri, olíu og vistir áður en þeir halda á önnur mið. Hingað til hafa þessir togarar land- að frystum karfa af vertíðinni hér til útflutnings. Sigvaldi sagði að karfavertíðin á Reykjaneshrygg í vor hefði verið ein sú besta í mörg ár. Undir lok vertíðarinnar hefði þó verið kropp hjá togurunum. Hin skipin ætluðu að taka vistir, olíu og veiðarfæri. Allt milli himins og jarðar Fimmti rússneski togarinn er væntanlegur til Hafnarfjarðar und- ir lok vikunnar, sá er frá Múr- mansk og var á grálúðuveiðum við Grænland og mun landa aflanum hér. En hvað hefur íslenska þjóð- arbúið upp úr þessu? „Það fær hafnargjöld og tolla- gjöld, aflagjöld af fiskinum sem eru stórar upphæðir. Við seljum þeim olíu, mat, viðgerðir og varahluti. Þeir kaupa líka flugmiða, hótel og sumir fara í Bláa lónið. Það er allt milli himins og jarðar,“ sagði Sig- valdi. „Meðan karfavertíðin stendur á vorin þjónum við um átján togurum sem koma reglulega í höfn hér í Hafnarfirði,“ sagði hann. Útlendu togararnir skila góðum tekjum  Rússneskir togarar eru tíðir gestir í Hafnarfjarðarhöfn  Þeir landa hér eða umskipa afla úr úthafinu eða af Grænlandsmiðum  Þeir kaupa hér vatn, vistir, olíu, varahluti og ýmsa þjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjarðarhöfn Ostankino frá Kaliningrad landaði rúmlega 200 tonnum af frystri grálúðu af Grænlandsmiðum. 4 5 6 7 1400 Gl 83 km² 2 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Þórisvatn 2100 Gl 57 km² 1 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Hálslón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.