Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 9
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ essari helgi gleymi ég seint og þetta er eitt það skemmtileg- asta sem ég hef upplifað, ég mun lifa á þessu lengi,“ segir María Rós Arngrímsdóttir, nemi í Montgomery, Alabama, en hún spil- ar með Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna. Eftir að ljóst varð að Breiðablik myndi leika til úrslita við Þór/KA um bikarmeist- aratitilinn ákváðu María og Breiðablik að hún flygi til Íslands til að spila leikinn. „Ég lagði af stað frá Montgomery aðfara- nótt fimmtudags, eða klukkan hálffjögur að nóttu til hérna úti en þá er klukkan á Íslandi orðin hálfníu. Ég átti flug héðan til Atlanta klukkan hálfsex og steinsvaf á leiðinni. Þar beið ég á vellinum í einn og hálfan tíma. Þá átti ég flug frá Atlanta til Boston og var komin til Boston hálftólf og átti flug til Íslands hálfþrjú og var því lent um klukkan 23 að íslenskum tíma heima á fimmtudagskvöldinu. Vélin var á undan áætlun mér til mikillar gleði. Á leiðinni eignaðist ég einn ágætan vin í vél númer 2 frá Atlanta til Boston, þar sem ég lagði mig aðeins á öxlinni á honum og vaknaði við að hann var að taka mynd af okkur. Ég á frekar auðvelt með að sofa í flug- vélum en það gekk ekki nógu vel í þetta sinn – held að ég hafi verið rosalega spennt fyrir leiknum. Ég var síðan mætt á æfingu á föstudeginum.“ Forréttindi að vera hluti af þessum hóp María segir að þreytan hafi verið auka- atriði enda spennan mikil að taka þátt í þessum stærsta leik tímabilsins. „Ég get ekki sagt að ég hafi sofið vel vegna tíma- mismunarins en þreytan varð algjört auka- atriði þegar ég var komin heim og til stelpnanna í undirbúninginn fyrir leikinn – það eru þvílík forréttindi að fá að vera hluti af þessum hóp og hvað þá að vera með á degi sem þessum. Ég myndi samt ekki kjósa þennan undirbúning þar sem ég verð að viðurkenna það að eftir leikinn var ég alveg búin á því. Ég gæti ekki farið í þrjár flugferðir um hverja helgi, þetta er langt ferðalag og mikill tíma- mismunur fyrir tvo daga því ég var svo mætt á Keflavíkurflugvöll klukkan átta á sunnudagsmorguninn og lent í Montgo- mery á miðnætti að íslenskum tíma á sunnudagskvöldinu.“ Ansi magnaðir klukku- tímar. Í Alabama var tekið á móti Maríu með blómvendi og segir hún að lífið sé ljúft í skólanum enda fjölmargir Íslend- ingar sem stunda þarna nám og hafa gert í gegnum tíðina. „Þetta er hinn svokallaði íslendingaskóli hérna úti,“ segir hún og hlær. „Lífið í Alabama er mjög ljúft. Ekkert nema fótbolti og skóli sem kemst að sem er auðvitað bara yndislegt þó að litla hjartað sé alltaf með einhverja heimþrá,“ segir bikarmeistarinn og Blikinn María Rós um leið og skólabjallan hringir. Það er kominn tími á að fara í tíma. Gleðin var ósvikin þegar Blikakonur tóku við bikarnum á Laugardalsvelli þann 24.ágúst 2013. etta er fyrsti titill liðsins síðan 2005. Morgunblaðið/Árni Sæberg BIKARMEISTARINN MARÍA RÓS ARNGRÍMSDÓTTIR MARÍA RÓS ARNGRÍMSDÓTTIR STUNDAR NÁM Í ALABAMA Í BANDARÍKJUNUM. HÚN SPILAR EINNIG FÓTBOLTA MEÐ BREIÐA- BLIKI OG LAGÐI Á SIG DÁGOTT FERÐALAG TIL AÐ SPILA BIKARÚR- SLITALEIKINN UM SÍÐUSTU HELGI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is * „Ég verð að viðurkenna það að eft-ir leikinn var ég alveg búin á því.Ég gæti ekki farið í þrjár flugferðir um hverja helgi, þetta er langt ferðalag og mikill tímamismunur fyrir tvo daga.“ María Rós mætt út á völl. Alls var ferðalagið 52 klukkutímar. Arna Ómarsdóttir, herbergisfélagi Maríu, tók á móti henni á flugvellinum. Stelpurnar fagna titlinum inni í klefa. María heldur á bikarnum. Frá Alabama og til baka á 52 tímum STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.