Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Ferðalög og flakk E yjan Phu Quoc stefnir hrað- byri í að verða einn af vin- sælustu áfangastöðum Ví- etnam, en er enn að miklu leyti ósnortin, að sögn Heiðdísar. „Í nýjustu ferðabókunum sem við lásum var fólk eindregið hvatt til þess að drífa sig að heimsækja þessa paradísareyju áður en hún yrði massatúrismanum að bráð.“ Þegar þau könnuðu gistimögu- leika á Phu Quoc rákust hjónin aftur og aftur á frábær meðmæli með stað sem kallaðist „Freedom- land“. Staðsetningin virtist samt hálf ómöguleg, langt inni í frum- skógi og ströndin heillaði meira; þarna var ekkert heitt vatn, engin loftkæling, ekkert sjónvarp. Bara nokkrir „kofar“ og sameiginleg að- staða fyrir gesti til að borða, lesa eða komast á netið sem var í boði þrátt fyrir allt. En staðurinn fékk frábæra dóma gesta og eitt af því sem mikið var nefnt var hve góður maturinn væri. Eigendur Freedomland eru víet- namskur kokkur kallaður Peter og portúgölsk vinkona hans. Þeirra draumsýn var að byggja þarna upp ódýran stað án þess að raska umhverfinu; stað þar sem fólk kæmi til þess að slaka á í faðmi náttúrunnar, kynnast öðrum ferða- löngum og borða góðan mat. Eruð þið alveg viss? Við ákváðum að slá til og panta gistingu í 5 nætur,“ segir Heiðdís. Svarið sem við fengum frá eigand- anum kom svolítið á óvart, „því hún varaði okkur við að þetta væri alls ekki fyrir alla; hvort við vær- um alveg viss um að þetta væri fyrir okkur. Við erum reyndar vön því á ferðalögum okkar að gista til skiptis á einföldum, ódýrum stöð- um og fínni, dýrari og reynsla okkar er sú að eftir því sem minna sem lagt er upp úr útliti og nútíma þægindum því afslappaðra er andrúmsloftið og þar finnur maður oftar fólk sem er til í að deila sinni ferðareynslu og kynn- ast öðrum ferðalöngum. Slíka stemmingu verður maður síður var við á fínni hótelum.“ Aldrei borðað jafn vel! Kofinn sem þau fengu var á tveimur hæðum. Svefnaðstaða og verönd á efri hæðinni og útisturta og baðherbergi á neðri hæðinni. „Sturtan var kókoshneta sem í höfðu verið boruð nokkur göt og fleira í slíkum dúr en allt mjög EFTIRMINNILEG FERÐALÖG Á vit ævintýranna HJÓNIN HEIÐDÍS SMÁRADÓTT- IR OG ARNAR FREYR JÓNSSON HAFA FERÐAST TÖLUVERT. HÉR SEGIR AF BRÚÐKAUPSFERÐ ÞEIRRA TIL ZANZIBAR ÁRIÐ 2007 OG DVÖL Á EYJUNNI PHU QUOC Í VÍETNAM Á FERÐALAGI ÞEIRRA UM SUÐ- AUSTUR-ASÍU VORIÐ 2012. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kvöldstund á helstu túristaströnd eyjarinnar Phu Quoc við Víetnam. Heiðdís og Arnar Freyr uppi á brún Ngorongoro-gígsins í Tanzaníu. Frá Kendwa-strönd á Zanzibar. Konur tína þara í Zanzibar. HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJ 109.990 FULLTVERÐ: 119.990 AROS La-z-boy stóll. Grátt, brúnt eða ljóst ákæði. B:85 D:90 H:107 cm. ANDERSON La-z-boy stóll. Áklæði tveir litir. B:80 D:80 H:104 cm. 79.990 FULLTVERÐ: 99.990 UTAH La-z-boy stóll. Áklæði tveir litir. B:78 D:75 H:103 cm. 59.990 FULLTVERÐ: 89.990 SUMMIT La-z-boy stóll. Svart og hvítt leður. B:80 D:95 H:10 cm. 169.990 NÝR LA-Z-BOYSTÓLL NÝTT « « NÝTT « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.