Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 64
Anne Hathaway vann ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Vesaling- unum. Tökur á Hollywood-myndinni Interstellar fara senn að hefjast hér á landi en myndinni er leikstýrt af Christopher Nolan sem gerði Batman-myndirnar. Hollywood-stórstjörnur fylgja tökuliðinu og fara þar fremst í flokki Ósk- arsverðlaunahafinn Anne Hathaway, Matthew McConaughey og Jessica Chastain. Matt Damon mun einnig leika í myndinni lítið hlutverk. Mun leik- arinn koma hér til lands í tvær vikur og lita mannlífið með sínum Hollywood-sjarma. Fjölmargar Hollywood-stjörnur munu leika í þessari fram- tíðarmynd. John Lithgow (Rise of the Planet of the Apes), Casey Affleck (Ocenás-myndirnar), Elyes Gabel (Game of Thrones) og Michael Caine (The Dark Knight Trilogy) munu leika í myndinni en ekki er staðfest að þau munu koma hingað til lands. HOLLYWOOD-VÍSITALAN RÍS Á NÝ Stórstjörnur á leiðinni Ljósmynd/Myiriam Marti Matt Damon mun stoppa á Íslandi í tvær vikur. Hann bætist í hóp flóru Hollywood-leikara sem hafa stoppað hér á landi. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2013 Daníel Þór Irvine, fulltrúi á fjármálasviði Háskóla Íslands og viðskiptafræðinemi, á hund- inn Bellu af gerðinni chihua- hua. Daníel eignaðist tíkina þeg- ar hún var fimm vikna gömul. „Ég fékk hana í ágústmánuði árið 2009. Við áttum annan hund sem hét Totti af sömu gerð og okkur langaði að fá annan hund sem gæti verið leikfélagi fyrir hann. Þau urðu svo bestu félagar og hann tók Bellu í raun og veru að sér. Bella var svo ung þegar hún kom, en það má helst ekki taka hunda svona unga af mæðrum sínum. Hún var því ómótuð þegar hún kom til okkar en Totti reddaði því alveg,“ segir Daníel. Bella er kraftmikill persónu- leiki og þreytist seint á því að láta Daníel henda hlutum sem hún sækir svo og skilar. Hún hefur mjög gaman af útiveru og skellir sér reglulega út að skokka með eiganda sínum. „Það er kraftur í henni og hún hefur ótrúlegt úthald miðað við stærð. Hún gefur ekkert eftir þegar við förum út að hlaupa og fylgir mér hvert sport,“ seg- ir Daníel og bætir við að Bella sé með einstaklega góða vöðva- byggingu miðað við aðra hunda af sömu tegund. GÆLUDÝR VIKUNNAR Urðu bestu félagar Bella er kraftmikill hundur og elskar fátt eins mikið og að hreyfa sig úti. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Luis Suarez knattspyrnumaður Freddie Mercury söngvari Queen Símon Birgisson blaðamaður og leikskáld NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.