Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 49
afleiðing af því að hún hefði bjargað þeim. „Lögreglan vildi ekki skipta sér neitt af þessu. Málið var ekki rannsakað og morðingj- ans, eða morðingjanna, ekki leitað.“ Kalli segir að enginn hafi þorað að bera kennsl á gömlu konuna. Hann og einn félagi hans hafi því gert það. Ættbálkurinn hefur sérstakar hefðir í kringum andlát og til þess að hægt væri að jarða gömlu konuna þurfti elsti sonur hennar að koma í bæinn. Sem fyrr vildi enginn koma nálægt þessu af ótta við bölvun. „Við félagi minn sóttum því soninn og við liðsinntum honum sem kristniboðar. Þótt við værum ekki sammála þessum siðum bauðst félagi minn, Arkarich, sem er yfir lestrarstarfinu í kirkjunni, til að hjálpa honum við allt sem þyrfti að gera án þess þó að hann tæki þátt í fórnarathöfnum sem væru í kring- um þetta. Hann sagðist vera óhræddur við að hjálpa honum þar sem hann liti svo á að lík- ami konunnar væri bara skelin. Hann tryði á Jesú og hefði ekkert að óttast. Hann aðstoð- aði því soninn við að gera það sem þurfti að gera til að jarða móður hans, meðal annars við að fjarlægja af henni skartgripi, raka hana og taka gröfina.“ Málin að leysast, eða hvað? Þremur dögum síðar kom fólk frá SOS barna- þorpunum að sækja drengina. Þá hljóp snurða á þráðinn. Þrátt fyrir að Kalli væri með stað- festingu á því að SOS barnaþorp í Eþíópíu tæki við drengjunum gaf konan sem var yf- irmaður heilsugæslunnar ekki leyfi fyrir því að þeir yrðu teknir af svæðinu. „Hún sagði að ég gæti þess vegna verið að fara með dreng- ina til að taka úr þeim líffærin og selja þau í varahluti. Bæjarstjórinn var á fundinum og sagði: Þú ert að tala um hann Kalla. Hann hefur verið hjá okkur samtals í fjögur ár og núna er hann hér af þeirri einu ástæðu að hann vill hjálpa okkur. Hann stelur ekki neinu barni.“ En hún stóð fast á sínu. „Ég sagði þá að þetta væri ekkert mál. Hún væri æðsti yfirmaður og réði. Ég kæmi því bara með drengina til hennar. Það tók hún ekki í mál og sagði þá fara á heimavist en ég sagði það ekki koma til greina. Ég væri með bréf þar sem nafn mitt kæmi fram og ég bæri ábyrgð á drengjunum. Meðan ég væri þarna bæri ég lagalega ábyrgð á þeim. Þar sem hún vildi ekki leyfa mér að fara með þá í SOS barna- þorpið færi ég heim og skrifaði bréf um að hún tæki persónulega ábyrgð á drengjunum því enginn annar en hún vildi stöðva þetta. Þá allt í einu áttaði hún sig á því að ef drengirnir kæmu til hennar fylgdi bölvunin með og það gat hún ekki hugsað sér. Hún sagðist því samþykkja þetta ef ég lofaði því að þeir yf- irgæfu ekki Eþíópíu.“ Loks var skrifað undir nauðsynlega pappíra og gengið frá málinu. Tregafull kveðjustund Nokkrum dögum síðar kvaddi Kalli þá Ísak og Samúel. Hann segir mörg tár hafa fallið við kveðjustundina en það hafi verið tár þakk- lætis. „Það var magnað að hugsa til þess að drengirnir ættu nú von um menntun, framtíð og nýtt líf. Nokkuð sem hefði ekki átt að vera mögulegt miðað við allar aðstæður. Þeir höfðu ekki átt sér neina lífsvon.“ Nokkrum vikum seinna þegar Kalli var á leiðinni heim til Ís- lands kom hann við í barnaþorpinu og fékk að hitta þá bræður. „Ég stoppaði þarna í tvo, þrjá daga og heimsótti þá á hverjum degi. Þetta kerfi sem SOS barnaþorpin eru með er alveg frábært. Það var stórkostlegt að sjá húsið sem þeir bjuggu í og aðstæðurnar. Allt var til fyrirmyndar.“ Kalli segir það ómet- anlegt að hafa getað kvatt þá Ísak og Samúel vitandi að þeir væru í öruggu skjóli og að mörgu leyti komnir í höfn. Bræðurnir verða í SOS barnaþorpinu þar til þeir verða orðnir stúdentar, fimmtán eða sextán ára gamlir. Hafði ekkert að óttast Kalli segist aldrei hafa verið hræddur á með- an á öllu þessu stóð. „Ekki eitt augnablik. Það var örugglega vegna míns bakgrunns og hvað- an ég kem. Ég á vini og samstarfsfélaga sem eru Eþíópar. Ég hafði heldur ekkert að óttast frá samfélaginu. Allir voru svo fegnir því að ég væri tilbúinn að taka þetta skref; að taka drengina að mér burt af svæðinu. Margir spurðu hvort ég hefði ekki verið hræddur við bölvunina en ég hafði ekkert að óttast hvað hana snerti.“ Kalli segir þessa mögnuðu lífsreynslu vera kristniboðið í hnotskurn. „Fólkið úr ætt- bálknum horfði á okkur sem bjuggum þarna á lóðinni umgangast drengina og spurði hvað við hefðum sem þau hefðu ekki. Hvers vegna við þyrðum að snerta við bölvuninni? Við vor- um algjörlega óhrædd. Við héldum á drengj- unum, sýndum þeim kærleika og gáfum þeim að borða. Ef til vill er búið að sá dálitlu fræi innra með þessu fólki með raddleysingjunum, tveimur litlum drengjum sem átti að svipta framtíðinni.“ Gat ekki annað en snúið aftur Kalli segir að hefði hann ekki verið í Eþíópíu á þessum tíma hefði enginn kristniboði verið á staðnum til að hjálpa gömlu konunni. Staða drengjanna hefði þá verið vonlaus. „Það hefði enginn annar en kristniboði getað bjargað drengjunum, því það eru engir aðrir á staðn- um. Ferðamennirnir koma í mýflugumynd í nokkra klukkutíma. Aðrir ekki. Á hverju ein- asta ári deyja tugir barna í Suður-Ómo í Eþí- ópíu út af vanþekkingu og vantrú. Ég get ekki sagt að þetta komi mér ekki við. Þess vegna gat ég ekki annað en snúið aftur. Þetta fór á besta veg og allt gekk upp þótt það hafi verið erfitt. Þegar ég horfi til baka finnst mér þetta samt ekki hafa verið neitt erfiði eða um- stang þótt ég hafi vissulega upplifað það þannig á meðan á því stóð. Ég var bara á réttum stað á réttum tíma.“ Kalli segir fólk hafa áttað sig á því að þetta snerist um líf og dauða. „Þetta var aldrei spurning um það hvort börnin væru skírð eða í kirkjunni. Þetta snerist einfaldlega um að bjarga lífi tveggja barna. Það varð líka afskaplega skýrt í huga fólks að kirkjan og kristniboðastarfið voru ekki að sækjast eftir einu eða neinu, heldur einfaldlega að taka þátt. Og hjálpa.“ Trúin besta svarið Kalli er trúaður maður og hann segir að eitt besta svarið sem færa megi frumstæðu sam- félagi eins og Eþíópíu sé kristin trú. „Vegna þess að þar kemur nýtt afl, nýr máttur sem ýtir þessum illu öndum sem þeir trúa á al- gjörlega til hliðar. Þar kemur inn máttur sem er æðri en allt þetta og þeir geta leyft sér að hugsa að þeir þurfi ekki að framfylgja þessum hefðum. Þá allt í einu hefur fólk val. Vil ég gera þetta til þess að heiðra menninguna eða vil ég sleppa því? Og þótt ég sleppi því þá hefur það engar afleiðingar. Það gerist ekkert hræðilegt.“ Spurður um hvað starf kristniboðans gangi út á segir Kalli að í Eþíópíu og Keníu skipi fræðsluhlutverkið stærstan sess. „Einnig að veita eþíópísku leiðtogunum á stöðunum stuðning. Það þarf að byggja upp heilsugæslu, skóla og innviði samfélagsins. Kristniboða- starfið felur líka í sér gríðarlega öflugt heilsu- gæslustarf þótt það hafi ekkert beint með boðunina að gera. Þarna er til dæmis litið á sjúkdóma sem bölvun. Malaría er mjög út- breidd og tekur mörg mannslíf á þessu svæði. En það er þó ekki malarían sjálf sem drepur. Þegar barn veikist er reynt að fæla þennan illa anda úr því með því að gefa því ekki vatn að drekka. Svo skrælnar barnið bara upp og deyr. Það skrifast á malaríuna en er í raun hliðarverkun af menningunni. Á meðan við í kristniboðinu segjum að fólk geti svo sem fórnað geitinni og smurt barnið með blóðinu úr henni en það verði líka að gefa því töfl- urnar sem það þarf og vatn. Á þennan hátt teygjum við okkur inn í þetta samfélag og gerum það á þeirra forsendum. Það þýðir ekkert að koma með sömu lausnir og svör og á Íslandi, því við þurfum að fylgja þeirra reglum. Við verðum að fara leiðirnar sem þeir þekkja. Fræðslan þarf að vera á þeirra for- sendum en ekki okkar. Margir gagnrýna kristniboðshreyfinguna fyrir að eyðileggja aðra menningarkima, en ég fullyrði að þær raddir heyrast undantekningalaust frá fólki sem veit ekki um hvað það er að tala.“ Þetta kemur okkur við Kalli segir fáa staði jafn gefandi en á sama tíma krefjandi og Eþíópíu. „Maður er í vinnunni 24 tíma á dag, jafnvel þegar maður á að vera í fríi. En þarna úti fæ ég tækifæri til að breyta einhverju – hafa áhrif. Við hjónin ættleiddum eitt sinn rúmlega 100 ára gamlan mann. Sonur hans fór svo illa með hann. Það kostaði ekki mikið að gefa honum að borða og hitta hann í hverri viku en það var gefandi og gleðiríkt að hitta hann og sjá að allt væri í lagi. Hér heima ætlast ég til þess að Féló og samfélagið sjái um hlutina, ekki ég. Þarna úti er engin félagsleg þjónusta. Við á Íslandi er- um orðin svo góðu vön og kröfuhörð. Við þurfum að hugsa aðeins út fyrir okkar sjón- deildarhring. Börn eru misnotuð af ferða- mönnum sem koma til Eþíópíu. Börn deyja á hverjum degi vegna vanþekkingar og ómenn- ingar. Við getum ekki sagt að þetta komi okk- ur ekki við. Á meðan við sitjum hér og tölum saman eru eitt til tvö börn að deyja.“ Það má glöggt heyra að Kalla er djúpt niðri fyrir er hann segir þetta – og hann strýkur burt tár. „Það er ekki hægt að segja að þetta komi manni ekki við.“ Samúel og Ísak eru hraustir og duglegir strákar sem dafna vel. Almaz er SOS móðir þeirra Ísaks og Samúels og búa þeir hjá henni í barnaþorpi í Eþíópíu. Ísak litli var ekki mikill um sig þegar þeim bræðr- um var komið í öruggt skjól aðeins fjögurra daga. * Daginn eftir að Ísak og Samúel voru skírðir sagð-ist amman verða að fara burt. Sama kvöld varhún myrt. Kalli segir engan hafa staðfest að morðið á henni tengdist drengjunum en þó hafi verið talað um að þetta væri afleiðing af því að hún hefði bjargað þeim. Morgunblaðið/Styrmir Kári 1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.