Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 V ægir heilaáverkar geta haft þrálátar afleiðingar. Jónas G. Halldórsson sérfræðingur í klínískri taugasál- fræði segir að vægasta form heila- áverka sé heilahristingur, sem einkennist af tímabundnum einkennum, svo sem höf- uðverk, ógleði, svima, ruglástandi eða skertri meðvitund. „Vísbendingar um alvarlegri heilaáverka eru t.d. tíma- bundið meðvitundarleysi, minnisleysi gagnvart því sem gerðist, heilamar eða blæðingar í heila. Heila- hristingur er algengasta form heilaáverka. Sem betur fer er bati yfirleitt góður eftir heilahristing og ein- kenni hverfa á nokkrum dögum eða vikum. Meðan bataferlið stendur yfir er heilinn hins vegar sérstaklega viðkvæmur fyrir líkamlegu og andlegu álagi og fyrir öðrum vægum heila- áverka. Stundum valda vægir heilaáverkar þrálátum einkennum sem há einstaklingnum á ýmsan hátt í lífi og starfi. Sem dæmi um einkenni til lengri tíma má nefna höfuðverk, þreytu, einbeitingar- og minniserfiðleika, hvatvísi, aðlögunarerfiðleika og vanlíðan.“ Ungt fólk fær frekar heilaáverka Rannsóknarhópur Jónasar náði til allra barna og unglinga 0-19 ára, sem greind voru með heilaáverka á tímabilinu frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993. Alls voru það 550 ein- staklingar, sem voru greindir með heila- áverka á þessu eins árs tímabili. Jónas hefur fylgt þessum hópi eftir með endurteknum at- hugunum undanfarin 20 ár. Árið 2008 valdi Jónas samanburðarhóp úr Þjóðskrá, liðlega 1.200 einstaklinga. Jónas byggir því nið- urstöður sínar á tveimur þjóðarúrtökum, sem er einsdæmi í rannsóknum á heilaáverkum. Hann vill þakka öllum þátttakendum í rann- sókninni frá upphafi rannsóknarstarfsins, sem hann segir að hafi lagt sitt af mörkum til fræðanna af velvilja og ósérhlífni. „Í svör- um við spurningalistanum kom m.a. fram að um helmingur þátttakenda kvaðst hafa hlotið heilahristing eða alvarlegri heilaáverka ein- hvern tíman á lífsleiðinni. Þetta er hærra hlutfall en lýst hefur verið í fyrri rann- sóknum á almennum þýðum. Rannsókn á hópi ungs fólks í Christchurch á Nýja Sjá- landi, sem fylgt var eftir frá fæðingu, leiddi í ljós að við 25 ára aldur höfðu 32% þátttak- enda hlotið læknisfræðilega staðfestan heila- áverka. Gera má ráð fyrir að fleiri hafi hlotið heilaáverka, en ekki leitað til læknis vegna þess. Algengi heilaáverka getur verið hærra í sérstökum áhættuhópum. Rannsókn gaf til kynna að í hópi háskólanema, sem kepptu í boltaíþróttum fyrir bandaríska háskóla, hefðu 63-70% hlotið heilaáverka. Niðurstöður þessara rannsókna sýna hve algengir heila- áverkar eru meðal ungs fólks. Fall er algengasta orsökin hjá ungum börnum En hverjar eru helstu orsakir heilaáverka? „Fall, oft í heimahúsum, reyndist algengasta orsök heilaáverka í yngstu aldurshópunum, en heilaáverkar af völdum óviljahöggs í leik eða íþróttum og heilaáverkar tengdir hest- um, hjólum og vélknúnum ökutækjum og umferð urðu algengari með aldri. Vægir heilaáverkar voru algengastir í yngsta ald- urshópnum 0-4 ára. Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvægi þess að huga vel að yngstu börnunum, gæta þeirra og leitast við að hafa umhverfi þeirra sem öruggast. Það er erf- iðara að átta sig á alvarleika heilaáverka hjá ungum börnum en þeim sem eldri eru. Það er því mikilvægt að fara með þau til læknis eftir höfuðhögg og að fylgjast með mögu- legum afleiðingum. Fyrirbyggjandi aðgerðir og öryggisbúnaður, svo sem hjálmar, bíl- stólar og öryggisbelti, skipta miklu. Einnig er mikilvægt að bregðast rétt við þegar börn og unglingar hljóta heilaáverka, t.d. við fall eða í íþróttum.“ Um 7% ungs fólks á fullorðinsaldri takast á við afleiðingar heilaáverka. Heilaáverkar eru taldir vera ein helsta or- sök sjúkleika og hömlunar meðal ungs fólks á Vesturlöndum. „Áætlað hefur verið að 0.3-2% þjóða takist á við hömlun af völdum heilaáverka. Doktorsrannsóknin bendir til þess að þetta hlutfall kunni að vera mun hærra. Í ljós kom að um 7% þátttakenda í þýðinu sem valið var úr Þjóðskrá árið 2008 lýsti einkennum af völdum heilaáverka sem samrýmdust miðlungs hömlun. Þessi 7% þátttakenda lýstu einkennum í daglegu lífi, sem háðu þeim á ýmsan hátt við nám, leik, störf og samskipti. Þetta eru einkenni sem sjást ekki utan á einstaklingum, en geta dregið úr hæfni þeirra til að takast á við flókið nám og störf. Niðurstöðurnar benda til þess að heilaáverkar á ungum aldri sem leiða til miðlungs hömlunar sé áhyggjuefni fyrir hugræna heilsu og hafi áhrif á líf margra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Þyngd höfuðhöggs spáði best fyrir um alvarleika til lengri tíma Jónas segir að það mikilvægt að meta alvar- leika heilaáverka barna og unglinga og bata- horfur á sem nákvæmastan hátt á bráðadeild eða við innlögn á sjúkrahús. „Snemmtæk markviss íhlutun flýtir fyrir bata og dregur úr líkum á afleiðingum til lengri tíma. Það getur hins vegar verið erfitt að meta alvar- Betur fór en á horfðist í leik Breiðabliks við KR þegar Elfar Árni Aðalsteinsson hlaut slæmt höfuðhögg. VÆGIR HEILAÁVERKAR GETA HAFT LANGVINNAR AFLEIÐINGAR Um 50% ungra Íslendinga á fullorðinsaldri hafa hlotið heilaáverka UM 7% UNGS FÓLKS Á FULLORÐINSALDRI TAKAST Á VIÐ AFLEIÐINGAR HEILAÁVERKA. HEILAÁVERKAR ERU TALDIR VERA EIN HELSTA ORSÖK SJÚKLEIKA OG HÖMLUNAR MEÐAL UNGS FÓLKS Á VESTURLÖNDUM. Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Jónas G. Halldórsson 408 börn og unglingar greindust með heilaáverka í Reykjavík 1992-1993 Heima við 127 19 2 3 Utan heimilis 52 59 78 41 Vélknúið ökutæki 4 4 7 12 Alls 183 82 87 56 0-4 ára 5-9 ára 10-14 ára 15-19 ára Wang Menglin notar tangir til að halda flugunum og láta þær stinga á rétta staði. AFP Rúmlega 27 þúsund manns hafa þegar nýtt sér flugnastungumeðferðina sem læknastofa Wang Menglin í Peking býður upp á. Býflugum er þar beitt og fær sjúklingurinn fjölmargar stungur í sig, sem er eins og flestir vita ákaflega sársaukafullt. Eiga stungurnar að slá á sjúk- dóma og veikindi. Flugurnar gefa frá sér eitur þegar þær stinga og er trúað á lækningamátt þess í Kína. Vestrænar læknavefsíður kvitta ekki undir töframátt býflugnanna og segja að þessi læknavísindi séu ekkert annað en plat. „Við höldum um hausinn á flugunum með töng og miðum á svæðið þar sem sjúkling- urinn þjáist. Flugan stingur og deyr á eftir,“ segir Wang en flugurnar sem hann notar eru af ítölskum uppruna. „Við höfum sinnt sjúk- lingum sem hafa verið með liðagigt og upp í krabbamein. Allar niðurstöður hafa verið já- kvæðar. En við notum þetta bara á neðri hluta líkamans,“ bætir Wang við. Vefsíðan sciencebasedmedicine.org segir að meðferðin sé ekkert annað en peningaplokk og skelfilegt sé að hugsa til þess að jafnvel dauðvona sjúklingar fái einhverja von þegar hún er engin. „Það er engin vísindaleg sönnun fyrir að svona stungur virki,“ segir í umfjöllun síðunnar um málið. Krabbameinssamtök Bandaríkjanna taka undir þetta álit. „Það eru engar vísinda- legar sannanir að manneskja geti læknast af þessum stungum. Að treysta einungis á svona meðferð og fresta hinum hefðbundnu lækna- vísindum getur orsakað meiriháttar tjón fyrir heilsu sjúklings.“ Einn af sjúklingum Wang sagðist vera með heila- og lungnakrabbamein. Læknar höfðu sagt við hann að hann ætti eitt ár eftir. Þetta var sagt við hann fyrir þremur árum og þakkar hann flugunum og broddi þeirra fyrir aukinn tíma hér á jörð. KÍNVERJAR FARA NÝJA LEIÐ Býflugnameðferð slær í gegn Meðferðin sem Menglin býður upp á er sárs- aukafull. 27 þúsund sjúklingar segja hana virka. Heilsa og hreyfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.