Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 53
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Myndlistarmennirnir Harpa
Árnadóttir og Valgarður
Gunnarsson hafa opnað
sýninguna „Lendingarstaður
lóunnar“ í Nesstofu á Seltjarnarnesi.
Ástæða er til að líta inn hjá þessum
vönduðu listamönnum.
2
Bakdyr Borgarleikhússins
verða opnaðar gestum á
hinu árlega opna húsi á laug-
ardag klukkan 13 til 16.
Sýnd verða brot úr verkunum Mary
Poppins og Rautt. Þá verða opnar
æfingar á verkum vetrarins, bún-
ingamátun, tæknifikt, ratleikur og
happdrætti með ferðavinningum.
4
Í Gullkúnst Helgu, Laugavegi
13, sýnir María Sigríður
Jónsdóttir olíumálverk þar
sem sjá má norræna birtu, ís-
lenska farfugla, blóm og draumsýnir.
María stundaði myndlistarnám í Flór-
ens á árunum 1994-1998 og hefur
síðan starfað við myndlist á Ítalíu.
5
Síðustu sumartónleikarnir í
Hörpu, undir yfirskriftinni
„Perlur íslenskra sönglaga“ –
tónleikar númer 72 í röðinni
þetta sumarið, verða í Kaldalóni á
laugarsdagskvöldið og hefjast klukkan
20. Þar kemur fram kvartettinn
Kvika og flytur klassísk íslensk söng-
lög og þjóðlög.
3
Í tilefni bæjarhátíðar Mosfells-
bæjar, Í túninu heima, um
helgina, koma þau Halldór
Sveinsson píanóleikari og Sig-
rún Harðardóttir fiðluleikari fram á
Gljúfrasteini klukkan 16 og leika og
valdar dægurlagaperlur.
MÆLT MEÐ
1
Á Menningarnótt, sem fór fram um síð-ustu helgi, gaf Edda Erlendsdóttirpíanóleikari út sína sjöundu plötu en
af þeim eru fimm einleiksplötur. Á nýja disk-
inum leikur Edda einleiksverk eftir Schubert,
Liszt, Schönberg og Berg. „Nýja platan mín
hefur að geyma klassísk verk en fer síðan yf-
ir í expressjónisman og er á jafnvel á mörk-
um þess að vera með rómantískan þráð,“ seg-
ir Edda sem sækir efniviðinn nú til
Austurríkis og þá Vínarborgar.
Þótt tónverkin á diskinum séu frá ólíkum
tímum eru tengslin sterk og bendir Edda
m.a. á verk Schuberts og Schönbergs. „Þeir
voru ekki uppi á sama tíma og töluðu ekki
sömu tónatungu, en þeir heyrðu til sömu tón-
listarhefð. Og þótt Schubert geti ekki talist
bein fyrirmynd höfundarins að Pierrot Lu-
naire sagðist Schönberg hafa lært mikið af að
kynnast tónsmíðum hans. Þetta kemur líka
fram í hæga miðkaflanum í 3 Klavierstücke
op.11, og þegar verk þessara tónskálda eru
leikin saman sjást tengslin,“ segir Edda sem
spilar einnig verk eftir Franz Liszt en hann
hafði brennandi áhuga á nýrri tónlist og færir
disk Eddu inn í tónlist 20. aldarinnar. „Í síð-
ustu píanóverkum hans, þessum litlu lögum
þar sem einfaldleikinn ræður en ekki tæknin,
verður tónmálið um leið ótrúlega djarft. Á
þann hátt vísar Liszt okkur inn í 20. öldina.
Hans verk gefa plötunni líka þá breidd sem
hún hefur ásamt auðvitað öðrum verkum.“
Tónlistaráhuginn og eigin útgáfa
Edda hefur um árabil verið talin í fremstu
röð íslenskra hljóðfæraleikara en tónlistin var
ekki endilega sá áfangastaður sem hún
stefndi á. „Pabba langaði alltaf að læra á pí-
anó og sendi okkur systkinin í píanónám þeg-
ar við vorum yngri. Þetta þróaðist svo út í
það að ég lagði þetta fyrir mig. Það má
kannski segja að þetta hafi verið skrifað í
stjörnurnar, að örlögin hafi ráðið ferð,“ segir
Edda, sem hefur tekið reglulega þátt í tón-
listarlífinu á Íslandi, m.a. með Kammermús-
ikklúbbnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hún lék til að mynda píanókonsert eftir
Haydn undir stjórn Kurts Kopeckys og hefur
spilað á fjölda viðburða og hátíða hér og víða
um lönd.
Edda gefur sjálf út plöturnar sínar en hún
segir mikilvægt að eiga útgáfuréttinn á eigin
efni. „Ég keypti réttinn á fyrstu tveimur plöt-
unum mínum, sem voru uppseldar og ekki
stóð til að endurútgefa. Það er óhemjuvinna
bak við hverja upptöku og því dýrmætt fyrir
mig að það sé ekki einhver annar að ráðskast
með þær. Þetta er minn litli fjársjóður.“
Edda verður með tónleika 5. september á
Ísafirði og 8. september í Salnum í Kópavogi.
EDDA ERLENDSDÓTTIR SÆKIR Í VÍNARSKÓLANN Á NÝJUM GEISLADISKI
„Þetta er minn litli fjársjóður“
PÍANÓLEIKARINN EDDA ERLENDSDÓTTIR VINNUR MEÐ KLASSÍKINA
OG EXPRESSJÓNISMANN Á NÝÚTKOMNUM GEISLADISKI.
Tónverkin á nýjum diski Eddu Erlendsdóttur
eru frá ólíkum tímum en tengslin milli þeirra
sterk, að hennar sögn.
Morgunblaðið/Ómar
síðan síðast. Það er líka alltaf einhver tog-
streita þagar maður flytur til annars lands;
maður vill bæði vera hér og þar. Ég reyni
að koma á hverju ári. Nú hef ég verið í
mánuð, hef mundað myndavélar og reynt að
safna efni að vinna úr. Ég hætti að vera
með netsamband á vinnustofunni í Brussel,
til að ná betri einbeitingu við vinnuna, en ég
sakna þess að hlusta á Gufuna – Rás 1 –
meðan ég vinn. Því maður getur í raun verið
staddur hér þótt maður sé allt annars stað-
ar …“
„Lífrænu formin hafa alltaf læðst í gegn. Mér finnst stundum að þau tengist íslensku landslagi, sem ég sakna,“ segir Guðný Rósa.
Morgunblaðið/Einar Falur