Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Markmið eru skemmtilegt fyrir- bæri. Ef rýnt er í sjálfshjálpar- bækur, leiðtogafræði eða önnur fræði sem ætlað er að leiða okkur í allan sannleika um eigið ágæti okk- ar má sjá að víða er talað um mikil- vægi þess að setja sér markmið. Ingjaldur Hannibalsson setti sér það markmið fyrir margt löngu að ná að heimsækja öll lönd Samein- uðu þjóðanna og er langt kominn með að ná því. Aðeins tíu lönd skort- ir upp á. Linda Pétursdóttir ræðir um hið verðuga markmið að vera ærleg manneskja og koma jafnt fram við dýr og menn. Sagan af tvíburunum Ísak og Samúel er sögð í viðtali í blaðinu í dag, en kristniboðinn Karl Jónas segir frá því þegar hann var réttur maður á réttum stað og gat forðað fjögurra daga drengjunum frá því að verða bornir út. Fjölskylda þeirra í Eþíópíu taldi víst að þeim fylgdi bölvun og þeir þyrftu því að deyja. Karl Jónas hafði engin sér- stök markmið í sinni för til Eþíópíu í þetta sinn önnur en að hjálpa þeim sem þyrftu á hjálp að halda. Þegar nýfæddir drengir þurftu á honum að halda gat hann rétt út höndina og séð til þess að þeir fengju að lifa – og í framtíðinni setja sér sín eigin markmið. Þegar haustar förum við gjarnan af stað með háleit markmið. Nú skal farið í átak! Málum verður ekki lengur slegið á frest, geymslan skal skipulögð hátt og lágt, mataræðið tekið í gegn og heilsuræktin tekin föstum tökum. Þegar við setjum okkur markmið sem ganga út á að „taka nú almenni- lega á því“ viljum við þó oft gleyma okkur í smámálum, hvort sem það eru kíló eða kassar í geymslu. Stóru málin – verðugu markmiðin – eins og að ákveða að koma vel fram við aðra, sýna kurteisi í búðinni, brosa til vagnstjórans í strætó eða hjálpa þeim sem þurfa eiga það til að týn- ast. Prófum að setja okkur bara markmið um að brosa meira í haust- húminu. Þá birtir til. RABBIÐ Markmið um bros Eyrún Magnúsdóttir Allt fram streymir endalaust, eins og segir í kvæðinu, og ár og dagar líða. Hrímkalt haust er í uppsiglingu og kvíða margir vetri. En veturinn er ekki kom- inn og nú ber að njóta áður en kuldinn skellur á af fullum þunga. Haustið er tími breytinga þegar ný árstíð heldur innreið sína í lífið hér á norðurhveli jarðar. Skólar byrja á ný, sumarfríin klárast og margir setja sér ný og betri markmið í lífinu. Líkamsræktarstöðvar fyllast af fólki með fögur fyrirheit. Grill- mat er skipt út fyrir soðna ýsu og kartöflur og hjá mörgum er þetta tími hversdagsleikans. En hversdagsleikinn þarf ekki að vera slæmur. Nú er um að gera að drífa sig í berjamó og sulta fyrir veturinn. Á kvöldin þegar rökkva tekur er gott að skella sér í göngutúr og ræða lífið og tilveruna. Koma heim með kaldar kinnar, setja börnin í háttinn, kveikja á ljúfri tónlist og kveikja á kertum. Því nú er loks tími kertaljósanna genginn í garð. asdis@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX TÍMI KERTALJÓSANNA SUMARIÐ ÞARF NÚ AÐ LÁTA Í MINNI POKANN FYRIR HAUSTINU OG RIGNINGIN HANGIR Í LOFTINU. ÞÁ ER UM AÐ GERA AÐ NJÓTA ÞESS AÐ GANGA SAMAN HÖND Í HÖND Í MIÐBÆNUM OG ANDA AÐ SÉR HREINA LOFTINU. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Dýrin í Hálsaskógi. Hvar? Þjóðleikhúsið. Hvenær? Sunnudag 1. september kl. 14:00. Nánar: Sívinsælt leikrit Thorbjörns Eg- ners í bráðskemmtilegri nýrri uppfærslu. Leikhús Hvað? Afmælistón- leikar, fram koma Baraflokkurinn, Skrið- jöklar, 200.000 nagl- bítar og Hvanndals- bræður. Hvar? Í Gilinu, Akureyri. Hvenær? Kl. 21.00. Afmælistónleikar Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Sýning á mörkum myndlistar og arkitektúrs. Hvar? Hafnarborg, Hafn- arfirði. Hvenær? Opnuð 30. ágúst. Nánar: Verkin eru eftir myndlistarmennina og arkitektana Elínu Hansdóttur, Ilmi Stefánsdóttur, Marcos Zotes og Theresu Himmer. Vísar – húsin í húsinu Hvað? Breiðablik – Fylkir. Hvar? Kópavogs- völlur. Hvenær? Sunnudag 1. september kl. 18:00. Nánar: Breiðablik mætir Fylki í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Fótbolti Hvað? Tónleikar með Retro Stefson. Hvar? Græni hatturinn (Akureyri). Hvenær? Laugardag 31. ágúst kl. 22:00. Nánar: Ein vinsælasta hljómsveit lands- ins kemur fram í Græna hattinum. 18 ára aldurstakmark. Tónleikar Hvað? ÁLFkonur setja upp ljós- myndasýningu. Hvar? Í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorgið á Akureyri. Hvenær? Helgina 31. ágúst til 2. sept- ember. ÁLFkonur * Forsíðumyndina tók Ásta Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.