Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
Græjur og tækni
S
teve Ballmer gekk til liðs við
Microsoft sem rekstr-
arstjóri árið 1980 þegar
stofnendurnir, Paul Allen
og Bill Gates sáu fram á að geta
ekki lengur séð um rekstrarhliðina
í ört vaxandi fyrirtæki, en starfs-
menn voru þá orðnir 30 talsins.
Ballmer og Gates höfðu verið sam-
tíða í Harvard-háskóla, þar sem
Ballmer lagði stund á nám í stærð-
fræði og hagfræði. Bill Gates hafði
þó hætt skólagöngu til þess ein-
beita sér að því að byggja upp fyr-
irtæki sitt, en Ballmer hélt áfram
námi við Stanford Business School
þar sem hann var þegar hans gamli
vinur leitaði til hans með að annast
rekstur Microsoft.
Þeir unnu náið saman í 20 ár.
Ballmer var hægri hönd Gates og
stýrði rekstri fyrirtækisins með
góðum árangri. Í krafti vinsælda
Windows-stýrikerfisins, sem keyrði
tæplega 90% af öllum tölvum í
Bandaríkjunum þegar mest lét; og
Office-skrifstofuvöndulsins, náði
fyrirtækið gríðarlega sterkri stöðu
á markaðnum fyrir einkatölvur,
ásamt því að vera nær einrátt á
netþjónamarkaði. En fljótt skipast
veður í lofti. Ballmer tók við stjórn-
artaumunum í Microsoft úr höndum
Bill Gates árið 2000 sem færði sig í
sæti þróunarstjóra og seinna meir
stjórnarformanns.. Fyrirtækið var á
þeim tíma eitt stöndugasta fyr-
irtæki heims og Bill Gates hafði ný-
verið toppað lista Forbes yfir rík-
ustu einstaklinga heims.
Hlutabréfaverð í Microsoft stóð í
hæstu hæðum en hluturinn var
seldur á um $60. Einungis tveimur
árum síðar var hluturinn kominn í
um $20 dollara og hefur vart borið
sitt barr síðan.
Áratugur glataðra tækifæra
Aldamótin voru talsverður um-
brotatími í upplýsingatæknibrans-
anum. Árið 1997 sneri Steve Jobs
aftur til þess að stjórna Apple, sem
var óðum að koma undir sig fót-
unum eftir mörg mögur ár án hans
leiðsagnar. Árið 2001 kom fyrsta
kynslóð af stýrikerfinu OS X sem
átti eftir að saxa verulega á einok-
unarstöðu Windows-stýrikerfisins.
Sama ár bylti Apple heimi tónlistar
þegar það kynnti til sögunnar iPod-
tónlistarspilarann og iTunes-
tónlistarverslunina. Um svipað leyti
tók líka að bera á litlu fyrirtæki
sem kallaðist því skrýtna nafni
Google, en það átti eftir að gjör-
bylta upplýsingatækni innan fárra
ára.
Microsoft var seint að átta sig á
því að landslagið var að breytast.
Þess í stað tefldi það fram leikja-
tölvunni Xbox, sem átti að etja
kappi við Playstation- og Nintendo-
leikjatölvurnar. Þrátt fyrir að
keppa þar á erfiðum markaði tókst
Microsoft ágætlega til með Xbox-
leikjatölvuna. Margir telja þó að
þessi framleiðslulína hafi aldrei
fengið þann stuðning sem hún átti
skilið hjá fyrirtækinu, en þar sner-
ist öll ákvarðanataka um Windows.
Á sama tíma og Apple var að
þróa iPod-spilarann var deild innan
Microsoft að vinna að gerð les-
brettis fyrir rafbækur. Þessi und-
anfari spjaldtölvunnar hafði snerti-
skjá og var hannaður með lestur í
huga. Apparatið komst þó aldrei af
þróunarstiginu, en Bill Gates mun
sjálfur hafa afskrifað þessa fram-
leiðslu, þar sem honum þótti það
ekki samræmast Windows-
umhverfinu. Þar með sigldi það
skip.
Microsoft reyndi að elta vinsæld-
ir iPod með Zune mp3-spilaranum
árið 2006, án teljandi árangurs.
Sama ár koma fram stýrikerfið
Windows Vista, sem tók 200
mannár í þróun, en enginn vildi
kaupa. Ballmer hefur nýlega sagt
að Vista hafi verið hans stærstu
mistök hjá Microsoft. Árið 2007
kom iPhone-síminn frá Apple á
markað og árið eftir komu fyrstu
Android-símarnir. Windows hafði
þá þegar reynt fyrir sér í gerð
stýrikerfa fyrir síma, en sáu sæng
sína útbreidda.
Verkfræðingar Microsoft héldu
FORSTJÓRI MICROSOFT HÆTTIR
Arfleifð Steve
Ballmer
* Forbes-tímaritið valdi Steve Ballmerversta starfandi forstjóra stórfyr-irtækis í Bandaríkjunum á síðasta ári.
FORSTJÓRI MICROSOFT KOM MÖRGUM Á ÓVART Í
VIKUNNI ÞEGAR HANN TILKYNNTI AÐ HANN HYGÐIST
LÁTA AF STÖRFUM INNAN 12 MÁNAÐA. BALLMER HEFUR
EKKI ALLTAF SIGLT LYGNAN SJÓ Í STÖRFUM SÍNUM FYRIR
MICROSOFT OG KANNSKI ER ÞAÐ TIL MARKS UM ÞAÐ
HVE UMDEILDUR HANN HEFUR VERIÐ AÐ SAMA DAG
OG HANN TILKYNNTI ÁFORM SÍN HÆKKUÐU HLUTABRÉF
Í FYRIRTÆKINU UM RÚM 9%.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
GRALLARINN BALLMER
Ballmer er þekktur fyrir að koma sérkennilega fyrir, en
hann á það til að koma fram með ýmis konar fíflalátum.
Upptökur af vörukynningum hans á tækniráðstefnum
hafa iðulega gengið manna á milli fyrir sérkennileg uppá-
tæki hans, þar sem hann á það til að öskra eða dansa,
eftir þvi hvernig liggur á honum. Hann er einnig þekkt-
ur fyrir stórfenglegar skapsveiflur, en samstarfsmenn
hans hafa veigrað sér við að flytja honum slæmar fréttir.
Iðulega heyrir maður rætt um byltingarkennda tækni, sem ersvo bara byltingarkennd í markaðssetningu. Þegar þrívídd-arprentun er annars vegar er þó óhætt að tala um byltingu og
því spáð hér að þrívíddarprentarar eigi eftir að hafa mikil áhrif
á líf okkar á næstu árum og áratugum, ekki síst eftir að þeir
komast í almenningseigu.
Þrívíddarprentarar geta prentað
þrívíða hluti, eins og heitið ber
með sér, með því að byggja
hlutinn upp smám saman, lag
fyrir lag. Tæknin er dýr, enn
sem komið er, en til eru prent-
arar á skaplegu verði eins og
Cube 3D prentararnir sem
Ormsson hefur hafið inn-
flutning á, kosta 249.900
kr.
Cube 3D prentarinn bræðir plastþráð í þunnt
lag og leggur síðan hvert lagið ofan á annað.
Einnig eru til prentarar sem blanda málmsalla
við lím sem síðan er bakað við háan hita, aðrir
nota plastsalla og enn aðrir bræða efnið saman
jafnharðan með öflugum leysigeislum. Með slíkum
prentara er hægt að prenta flest það sem manni dettur í hug og
með mikilli nákvæmni. Alla jafna eru plasthlutir steyptir í mót
en með prentara er hægt að gera flóknari hluti af meiri ná-
kvæmni og með tilbrigðum sem ekki er hægt að steypa. Að því
sögðu er þó seinlegra að prenta hluti en steypa þá, en þeir sem
gera þurfa líkön grípa það eflaust fegins hendir að geta prentað
þau út jafnharðan.
Tiltölulega einfalt er að setja Cube 3D-prentarann upp og
ekki líður á löngu að hægt er að byrja að prenta. Prentplast-
þráðurinn er í sérstökum hylkjum og því auðvelt að
bæta við eftir því sem þurfa þykir og eins að
skipta um lit. Prentarinn notar tvær gerðir af
plasti, svonefnt PLA, sem er búið til úr lífrænni
sterkju, kornsterkju eða tapíókasterkju, eða ABS-
plast sem er samskonar og plastið sem notað er í
Lego-kubba.
Með prentaranum fylgja nokkur prentsnið, en
einnig er hægt að kaupa sér snið sem ýmist eru
gerð af atvinnumönnum eða amatörum.
Í Cube 3D-prentaranum er hvert lag 200 míkró-
metrar að þykkt, en annars er algengt prentlög
séu 100 míkrómetrar að þykkt og til prentarar
sem geta prentað mun þynnri lög.
ÞRIÐJA VÍDDIN Í PRENTUN
TÆKI SEM BÚIÐ GETUR TIL EINTAK AF SJÁLFU SÉR HLJÓMAR EINS OG STEF ÚR VÍSINDASKÁLDSÖGU, EN
VERÐUR SENN AÐ RAUNVERULEIKA. CUBE 3D ER ÞRÍVÍDDARPRENTARI TIL HEIMABRÚKS, MEÐAL ANNARS.
* Prentarinn les prentsnið afUSB-kubbi sem fylgir, en nátt-
úrlega getur maður notað hvaða
slíkan kubb sem er. Það er líka
hægt að senda prentsnið til
prentarans yfir þráðlaust net, en
getur tekið tíma því skrárnar geta
verið allstórar. Með honum fylgir
hugbúnaður til að breyta .stl
skrám í prentsnið, en slíkar skrár
eru notaðar í ýmsum þrívídd-
arhugbúnaði.
* Hægt er að prenta prentara,nema hvað, og á YouTube má sjá
hvar hugvitssamur notar þrívídd-
arprentara til að prenta annan
eins prentara, nema nokkur tann-
hjól sem ekki var hægt að prenta,
hitaelement og sitthvað smálegt.
* Notagildið er ótvírætt –hægt er að prenta skart og
skraut, varahluti í vélar og menn
og hönnunarlíkön og prufur svo
dæmi séu tekin. Slíkir prentarar
hafa þannig verið notaðir til að
prenta loka og liði í fólk og meira
segja prenta líffæri með frumum –
húð, þvagblöðrur og brjósk.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar