Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 30
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
K
eramik-kolagrill, sem er eins og egg í laginu, hefur verið að
slá í gegn hjá matgæðingum um allan heim. Grillið er ekki
nýtt af nálinni því það á uppruna í 3.000 ára gömlum „ka-
mado“ grillum frá Japan. Í núverandi mynd kom það fyrst á
markað í Bandaríkjunum árið 1973 og hefur verið að sækja í sig
veðrið, bæði hjá lærðum matreiðslumönnum og almenningi. Ólafur
Kristjánsson matrsiðslumaður hjá Geira ehf. hefur reynslu af notkun
grillsins og segir það hafa ótvíræða kosti fram yfir gasgrill. „Í þess-
um ofnum er hægt að elda á mjög misjafnan hátt, þú getur verið að
hægelda, reykja, baka, grilla og steikja. Það sem er sniðugt er að þú
getur notað það allan ársins hring því veðrið hefur engin áhrif. Það
er alltaf eldað með lokinu á því þá fær maður mesta bragðið úr
matnum,“ segir hann.
Eldamennska tekin á næsta plan
Notuð eru ekta náttúruleg viðarkol en hægt er að blanda við-
arspónum við til að fá meiri reyk eða meira bragð. Ólafur segir að-
alkostinn við „stóra græna eggið“ er sá að hægt sé að stjórna hita-
stiginu á eldamennskunni allan tímann og hitastigið getur verið allt
frá 50-450 gráðum. Þannig er hægt að hægelda í 5-6 tíma á lágum
hita eða eldbaka pitsu á keramik-pitsaplötu eða snöggsteikja kjöt eða
fisk. Hann segir mjög einfalt að læra á „græna eggið“ en hitinn er
stjórnaður með súrefnisflæðinu. „Þetta er heitasta varan í elda-
mennsku í dag, og er komin á flesta Michelin-staði í Evrópu,“ segir
Ólafur. „Ef þig langar til að gera meira en á venjulegu gasgrilli, er
þetta næsta skrefið, og bragðið af matnum er mun betra.“
Græna eggið dregur nafn sitt af kúptu lokinu sem gerir það að verkum að grillið minnir verulega á egg.
FJÖLHÆFT ELDUNARTÆKI
Egglaga grill
með þrjú
þúsund ára sögu
KOLAGRILL SEM ER EINNIG KERAMIKOFN NÝTUR
NÚ VINSÆLDA Á FJÖLMÖRGUM VEITINGAHÚSUM
VÍÐA UM HEIM. GRILLIÐ ER EINS OG EGG Í LAGINU
OG NÝTIST TIL AÐ ELDBAKA PITSU, SNÖGGSTEIKJA
NAUT, HÆGELDA LAMB EÐA BAKA KÖKU.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Sjávarréttir eldaðir við loga frá grillinu, sem á sér langa sögu.
Eggið hentar vel hvort sem á að eldbaka pitsu, steikja fisk eða hægelda lamb.
Matur og drykkir