Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 11
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 uppboð á reiðhjólum, sem ratað hafa í óskilamunadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er árviss viðburður sem jafnan hef- ur verið vel sóttur. Á þessu ári voru boðin upp 105 reiðhjól og sjö barnavagnar og voru gripirnir seldir hæstbjóðanda. Stutt er síðan grunnskólar lands- ins hófust en á hverju skólaári hrúgast upp óskilamunir sem eng- inn veit hver á. Gott ráð til að komast hjá því að fötin, húfur og vettlingar týnist er að merkja það vel. Hægt er að nálgast merkimiða hjá ýmsum aðilum og má þá helst nefna rogn.is sem hefur selt nafnaborða til að merkja föt frá árinu 1983. Meðal óskilamuna í Háteigsskóla að vetrinum loknum 2007-2008 voru 152 húfur, 78 íþróttapokar, 18 hettupeysur, 50 bolir, 23 flíspeysur, 41 úlpa, 42 handklæði og 30 nestisbox. Hátt á fimmta tug grunnskóla er í Reykjavík. Því er næsta víst að verðmæti óskilamuna í þeim öllum nemur einhverjum milljónum króna og þá á eftir að taka landsbyggðina með. Skildu eftir kornabarn Á ferðasíðum veraldarvefsins má sjá það skrýtnasta sem fólk hefur skilið eftir á ferðalögum sínum um heiminn. Reglulega birta hótel einnig slíka lista. Þar má sjá að Ís- lendingar eru ekkert betri eða verri en aðrar þjóðir. Meðal muna sem gestir hafa gleymt á her- bergjum sínum eru kornabarn, glerauga, ferðataska full af skart- gripum, gullhálsmen sem metið er á hálfa aðra milljón króna en með- al furðulegri óskilamuna var tveggja metra há fjarstýrð leik- fangaþyrla. Þá má sjá að fólk hefur skilið eftir hunda og önnur gælu- dýr, gervitennur, fartölvur, gervi- fætur, giftingahringa (hugsanlega viljandi) og verk eftir Leonardo Da Vinci. benedikt@mbl.is Sundgleraugu af ýmsum gerðum má finna í kjallara Laugardalslaugar. Það er margt sem fólk skilur eftir eftir góðan sundsprett. Úlpur og annar hlífðarfatnaður án eiganda. * „Ef enginn kem-ur og vitjar umþetta þá er þetta sent til líknarfélaga. Rauði Krossinn, Kvenna- athvarfið og önnur slík starfsemi nýtur góðs af gleymskunni.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.