Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 19
snyrtilegt og hreint.“ „Fyr- irkomulagið varðandi matinn var þannig að það þurfti að láta vita að morgni ef maður ætlaði að vera í kvöldmat, en á kvöldin borðuðu allir saman við langborð í rjóðri í skóginum. Fyrirfram var uppgefið að máltíðin kostaði 20 dollara á mann. Hjónin bókuðu sig í mat fyrsta kvöldið og bjuggust við einhverju í ætt við asískt gæðahlaðborð því gestir voru yfir 20. „Það kom því verulega á óvart þegar við vorum sest við langborðið í skóginum ásamt hinum gestunum þegar Pet- er kom að borðinu og kynnti mat- seðilinn, sem hljómaði gríðarlega flókinn. Svo komu réttirnir hver af öðrum, skreyttir diskar af alls kon- ar góðgæti sem jafnaðist í útliti og gæðum á við Michelin-veitingastað og val um vín, rautt eða hvítt, með matnum.“ Peter hefur starfað sem kokkur víða, m.a. á Spáni og í Frakklandi og maturinn einkenndist af blöndu af evrópskum og asískum áhrifum. „Við hjónin erum sammála um að aldei höfum við borðað jafn vel og þessa daga á Freedomland. Við borðuðum að sjálfsögðu þarna öll kvöld eftir þetta. Peter byrjaði hvern dag á því að fara á mark- aðinn og kaupa allt það ferskasta og besta sem var í boði á hverjum tíma. Yfir þessum stórkostlegu kvöldverðum kynntumst við alls konar fólki. Eitt kvöldið var sér- lega eftirminnilegt því að um dag- inn hafði rignt og hitastigið lækk- aði í kjölfarið um nokkrar gráður, mynduðust þá kjöraðstæður fyrir froskana í skóginum til mökunnar. Mökunarhljóð froskanna líkist helst lágu beljubauli og um kvöldið myndaðst slíkur hávaði að ekki heyrðist mannsins mál við mat- arborðið!“ Eyrnatapparnir komu sér vissu- lega mjög vel þessa nótt. Dögunum á Phu Quoc vörðu þau svo í að kanna eyjuna á vespu, snorkla í kóralrifjum eða við lestur og leti á mannlausum ströndum. „Phu Quoc er dásamleg eyja í alla staði, en það sem stendur upp úr í minningunni eru kvöldverðirnir hjá meistarakokkinum Peter við tónlist skordýra og froska og fólkið sem við kynntumst þar.“ Ógleymanleg brúðkaupsferð Hjónin héldu í brúðkaupsferð til Afríku í lok árs 2007; fóru fyrst í viku í safaríi með einkabílstjóra um þjóðgarða í Tanzaníu og dvöldu svo í þrjár vikur á eyjunni Zanzibar sem tilheyrir Tanzaníu og liggur í Indlandshafi, um 30 km frá meg-inlandinu. „Höfuðborg Zanzibar, Stonetown er suðupottur áhrifa þar sem afrísk, indversk og arabísk áhrif mætast og þröngar, steinlagðar götur, þéttsetnar af sölubásum, minna helst á ævintýr- in úr þúsund og einni nótt,“ segir Heiðdís. Zanzibar er einn þeirra staða, segir hún, þar sem ferðamennskan hefur ekki náð fullri fótfestu „og auðvelt er að finna drifhvítar strendur þar sem ekkert er að sjá nema staka fiskimann eða konur að tína þara, sem er ein af útflutn- ingsvörum eyjarskeggja.“ Eyjan er stundum kölluð „kryd- deyjan“ og ilmurinn sem liggur í loftinu minnir um margt á jólin því þar er ræktað mjög mikið af negul og kanil, segir Heiðdís. Þau vildu sjá sem mest af eyj- unni og gistu því einungis 3-4 næt- ur á hverjum stað. Stundum í lúx- us „kofum“ með aðgangi að einka- strönd og sundlaug en stundum við mjög frumstæðar aðstæður. „Einn eftirminnilegasti staðurinn sem við gistum á hét „Robinson’s place“ við Bwejuu strönd sem er á austurströnd Zanzibar. Þarna voru Kofarnir þar sem hjónin gistu í við Bwejuu-strönd á austurströnd Zanzibar. Frá kjötmarkaði í Stonetown á Zanzibar. leigðir út nokkrir kofar þar sem var lítið annað en rúm og flugna- net. Gistipláss var fyrir 12. Þarna var ekkert rafmagn og eingöngu notast við ljós frá olíu- luktum. Kofarnir stóðu við drif- hvíta strönd og túrkísblár sjórinn kristaltær og um 30 gráðu heitur. Eldað var á hlóðum og á kvöldin sátu allir gestirnir saman og borð- uðu við ljós frá olíuluktum.“ Kóralrif voru rétt fyrir utan ströndina og hjónin sömdu við gamlan fiskimann sem fór með þau á alla bestu staðina í grenndinni til að snorkla. Þá könnuðu þau ná- lægar strendur og þorp á reiðhjóli. „Þegar við tékkuðum okkur inn á Robinson’s Place, tilkynnti eig- andinn okkur að því miður yrðu engin egg í morgunmat á meðan á dvöl okkar stæði. Ástæðan var sú að Boa-kyrkislanga hafði skriðið inn í hænsnakofann þeirra að næt- urlagi tveimur dögum áður og étið hanann. Slangan festist svo í gaddavírsgirðingu þegar hún var á leið aftur út í skóginn og fannst þar dauð morguninn eftir með sönnunargagnið, ómeltan hanann í maganum. Hænurnar urðu hins vegar svo skelfingu lostnar að þær hættu alveg að verpa. Þannig að engin fengum við eggin á Robinson’s Place …“ 1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 – fyrir lifandi heimili – G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK 159.990 FULLTVERÐ: 179.990 179.990 FULLTVERÐ: 199.990 PINNACLE La-z-boy stóll. Svart, ljóst eða brúnt leður. B:80 D:85 H:104cm. CARDINAL La-z-boy stóll. Svart leður. B:96 D:100 H:107 cm. TILBOÐÁ STÓLUM FRÁ LA-Z-BOY « « FULL BÚÐAF NÝJUM STÓLUM FRÁ LA-Z-BOY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.