Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 51
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 um að hugsa vel um mig. Ég er að fara áfram, ekki aftur á bak. Með góðri heilsu verður útlitið betra. Vellíðan mín byggist á ákveðnum hlutum eins og hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og hugleiðslu. Þetta er grunnurinn að því að ég geti tekist á við viðfangsefni lífsins, eins og til dæmis liða- gigt sem ég er með á háu stigi. Það að hugsa vel um mig skiptir því miklu máli fyr- ir mig.“ Dvel ekki í fortíðinni Ævisaga þín kom út fyrir tíu árum og þar var fjallað á opinskáan hátt um átök og erf- iðleika í lífi þínu. Heldurðu að þeir erf- iðleikar hafi þroskað þig? „Áföll og erfiðleikar eru hluti af lífinu og þótt manni finnist ekki sérlega skemmtilegt að takast á við slíkt meðan á því sendur þá styrkir það karakterinn. En ég dvel ekki í fortíðinni því það er framtíðin sem skiptir máli. Ég vil eiga gott líf með litlu fjölskyldunni minni og vera góð mamma. Ísabella dóttir mín skiptir mig mestu máli og við erum óskaplega góðar vinkonur. Ég er heimakær og mér finnst heimilið vera minn besti skemmtistaður. Mér finnst gaman að fara út að borða, og ég fer í leikhús og bíó en oftast erum við mæðgurnar bara tvær einar heima. Á daginn er ég mikið innan um fólk og þess vegna fæ ég næringu úr því að vera heima í þögninni með Ísabellu. Við ferðumst líka mikið saman.“ Áttu þér uppáhaldsland? „Ég bjó í nokkur ár á vesturströnd Kan- ada, á lítilli eyju við Vancouver. Ég bjó við hafið og þar liggja rætur mínar. Þar á sál mín heima – við hafið. Indland er svo alltaf í uppáhaldi. Indland er ríkt af menningu og litskrúðugu mannlífi. Maður lítur yfir götuna og sér konur, bæði ríkar og sárafátækar, klæddar í sarí og í þeim fatnaði er mikil litadýrð. Fólkið er fal- legt og gott og það er mjög trúað. Landið er stórkostlegt, fallegustu staðir sem ég hef komið á eru flestir á Indlandi.“ Þú nefnir trúað fólk á Indlandi. Ert þú trúuð? „Ég trúi á æðri mátt og myndi ekki vilja ganga í gegnum lífið án trúar. Minn andlegi þankagangur hefur styrkt mig til að ná árangri.“ Trúirðu á ástina? „Að eðlisfari er ég mjög rómantísk. Ég trúi staðfastlega á ástina og þori að fylgja tilfinningum mínum. Hamingjan er að safna góðum minningum og hafa alltaf eitthvað að hlakka til. Ég hef einlæga löngun til að vera ærleg manneskja. Trygglyndi, traust og hjartagæska eru mik- ilvæg gildi og sömuleiðis það að koma fram af virðingu jafnt við dýr sem menn. Mér finnst gaman að vera til og það er gott að þroskast og safna reynslu. Ég er á réttum stað í lífinu. Það er fátt sem hindrar mig. Ég geri það sem þarf að gera og held ótrauð áfram.“ Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir 25%SPÚNAR OG FLUGURVÖÐLUJAKKARSMÁ VÖRUR40% KAST- OG RENNSLIS STANGIR FLUGUHJ ÓL VEIÐIHJÓ L Aðrar veiðivörur á afslætti ellingsen.is – FULLT HÚS ÆVINTÝRA AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.