Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 1
Gaman Skíðamenn á Tröllaskaga. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sú uppbygging sem Orri Vigfússon stendur fyrir í Fljótum er í sam- vinnu við Chad R. Pike, aðal- framkvæmdastjóra og varaformann fjárfestingarsjóðsins Blackstone í Evrópu, en Blackstone er einn stærsti fjárfestingarsjóður í heimi. Á bænum Deplum, sem Orri og fé- lag Pikes keyptu fyrir nokkrum ár- um, stendur til að reisa lúxusgisti- hús fyrir nokkur hundruð milljónir króna í vetur. Gistihúsið verður rek- ið undir merkjum Eleven Experi- ence, sem er í eigu Pikes, en fyrir- tækið býður upp á lúxusgistingu í hæsta gæðaflokki víða um heim. Í skála fyrirtækisins í frönsku Ölp- unum kostar nóttin fyrir tíu manna hóp frá 12.500 bandaríkjadölum eða 1,5 milljónum króna. Innifalið í verð- inu er alls kyns þjónusta, s.s. skíða- ferðir með þyrlum, matur o.fl. Orri segir að eftir eigi að ákveða endanlega hvernig aðkomu Pikes verði háttað og hversu mikla fjár- muni hann leggi til. Nú til dags sé erfiðara fyrir Íslendinga að keppa um fjármagn en reiknað sé með því að Pike, eða félag í hans eigu, komi með peninga inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. »6 Yfirmaður hjá Blackstone leggur til fé  Ætla að reisa lúxusgistihús í Fljót- unum fyrir afar efnaða ferðamenn Ljósmynd/Eleven Experience F I M M T U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 3  206. tölublað  101. árgangur  HUNDADAGAKON- UNGUR BJARGAÐI FALDBÚNINGI ÝMIST HIMNA- SENDING EÐA BÖLVUN KAFFIHÚS Í FYRRVERANDI DRAUGAHÖLL VIÐSKIPTABLAÐ ÞINGEYRI 20FALDAR OG SKART 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Baldur Arnarson baldur@mbl.is „Við vonum að allir komi til fundarins með því hugarfari að ná árangri og hótanir liggi ekki í loftinu,“ segir Sig- urgeir Þorgeirsson, formaður samn- inganefndar Íslands í makríldeilunni, um fyrirhugaðan fund í Reykjavík næstu helgi. Sigurgeir segir hótanir ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í aðdraganda fundarins vissulega valda vonbrigðum. „Það segir sig sjálft að það eru ákveðin vonbrigði að eftir að þessi fundur var boðaður, og eftir að allir aðilar höfðu þegið fundarboð, skuli því enn hafa verið veifað að refsi- aðgerðir ESB gegn Íslandi væru í undirbúningi. Við göngum engu að síður bjartsýnir til fundarins. Við er- um með góðan málstað, og við ætl- umst til að aðrir, ekki síður en við, komi með uppbyggilegar tillögur,“ segir Sigurgeir. Fundað verður í Reykjavík á laug- ardag og sunnudag. Meðal fulltrúa strandríkjanna sem koma til fundar- ins eru John Spencer, fulltrúi ESB, Ann Kristin Westberg, Noregi, og Herluf Sigvaldsson, Færeyjum. Hófst fyrir nokkrum árum Forsaga deilunnar er sú að makríll fór að ganga inn í lögsögu Íslands í miklu magni upp úr miðjum síðasta áratug og veiðar Íslendinga jukust mikið 2007 til 2010. Allt frá því að far- ið var að stjórna nýtingu makríls á vettvangi Norður-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins 1999 sóttist Ísland eftir að verða viðurkennt strandríki en var ekki samþykkt fyrr en 2010. Deilan um skiptingu stofnsins hef- ur staðið síðan 2008. Hótanir ESB varpa skugga  Fundur í makríldeilunni í Reykjavík um helgina  „Erum með góðan málstað“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bitbein Makríll er ný auðlind.  Lausafjáreignir Landsbankans í gjaldeyri námu 145 milljörðum í lok júní og hafa meira en tvöfaldast á aðeins einu ári. Á öðrum fjórðungi jukust þær um 25 milljarða. Greinendur á markaði segja að þessi mikla gjaldeyrissöfnun Landsbankans, sem kemur til af nauðsyn vegna 300 milljarða skuld- ar í erlendri mynt við kröfuhafa gamla Landsbankans, ráði hvað mestu um að gengi krónunnar hef- ur lítið sem ekkert styrkst síðustu mánuði. hordur@mbl.is »Viðskipti Gjaldeyrissöfnun hamlar styrkingu Landsbankinn Skuldar LBI 300 milljarða.  Árni Gunnars- son, forstjóri Flugfélags Ís- lands, segir að verði norður/ suður-flugbraut- inni á Reykjavík- urflugvelli lokað árið 2016, eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi borgarinnar, sé ekki grundvöllur fyrir áfram- haldandi áætlunarflugi frá Vatns- mýrinni. ,,Ef menn ætla að halda sig við þessa dagsetningu árið 2016 og leggja niður aðra af aðalflug- brautum vallarins, þá yrði áætl- unarflugi í Vatnsmýrinni sjálf- hætt.“ »12 Sjálfhætt ef flug- brautin lokast 2016 Grænmetisuppskeran er um mánuði seinna á ferðinni nú en í venjulegu árferði. Ræktunar- skilyrði hafa verið erfið vegna bleytu og kulda. Allt bendir til að gulrótauppskeran verði sér- staklega lítil. Bændur binda vonir við að sept- embermánuður verði hlýr, þá gæti orðið bjart- ara yfir uppskerunni. Á Flúðum nýttu grænmetisbændur sólina vel í gær og kepptust við að taka upp. »4 Morgunblaðið/RAX Keppst við að taka upp kálið á sólardegi Erfitt ár hjá grænmetisbændum og uppskeran um mánuði seinna á ferðinni en í venjulegu árferði –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.