Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 10

Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 10
Malín Brand malin@mbl.is A llt frá frumbernsku klæðast þær jökkum sem eru svo þétt reim- aðir að þær verða al- veg flatbrjósta. Auk þess sem þetta hlýtur að valda þeim verulegum óþægindum þá eyðileggur þetta alveg útlit þeirra frá sjónarhóli þess sem kemur frá siðmenntaðri hlutum heimsins.“ Þannig ritaði breski vísindamaður- inn William Jackson Hooker sem ferðaðist um Ísland árið 1809. Hann skoðaði land og þjóð gaumgæfilega og heillaðist mjög af faldbúningi kvenna og þótti hann ægifagur. Reyndar þótti honum búningurinn fullþröngur yfir barm kvennanna, sem hann vildi að öllum líkindum sjá meira af, sé mið tekið af þessum orðum hans sjálfs. Þrátt fyrir þá meinbugi sem Hooker sá á faldbún- ingi kvenna þótti honum þeir það merkilegir að hann tók einn þann fegursta með sér þegar hann hélt af landi brott ásamt utanyfirflík eða hempu. Búningurinn er að sögn Sigrúnar Helgadóttur, höfundar bókarinnar Faldar og skart, und- urfagur og skrýddur miklu og verð- mætu skarti og hempan með tveim- ur silfurskjöldum og fjölmörgum silfurkrækjum. Búningurinn og hempan eru nú varðveitt á Viktoríu- og Alberts- safninu í Lundúnum. Hundadagakonungur bjargar faldbúningi „Minnstu munaði að þessi veg- legi búningur glataðist og má segja það kraftaverki líkast að hann hafi varðveist til dagsins í dag,“ segir Sigrún. Tveimur dögum eftir að freigátan sem Hooker var um borð í lét úr höfn í Reykjavík, kom eldur upp um borð. Sjógangur var mikill og aðeins hægt að koma helmingi skipverja í björgunarbáta. Á ögur- stundu birtist segl við sjóndeildar- hringinn og þar var enginn annar en Jörundur hundadagakonungur á ferð. Öllum um borð var bjargað en aðeins fáeinum persónulegum mun- um sem mönnum tókst að grípa með sér. Öll vísindagögn Hookers urðu eldi að bráð og var hann gjör- samlega niðurbrotinn. Töldu þeir sem af faldbúningnum vissu að hann hefði brunnið eins og flest annað sem um borð var. Árið 1963 var Elsa E. Guð- jónsson textíl- og búningafræð- ingur að kanna íslenska gripi á söfnum í Lundúnum. Hún rakst á lýsingu á búningi í eigu safns Vikt- oríu og Alberts og þóttist hún þar þekkja hinn íslenska faldbúning með brúðarskarti. Hann fannst í Dularfullur uppruni ófeigs faldbúnings Íslenski faldbúningurinn vakti verðskuldaða athygli landkönnuða fyrr á öldum og þótti hin mesta prýði. Þó nokkrir fluttu búninga með sér af landi brott og litlu munaði að faldbúningurinn félli í gleymskunnar dá. Saga hans, auk annarra ís- lenskra þjóðbúninga, er rakin í bók Sigrúnar Helgadóttur Faldar og skart, sem kom út á aldarafmæli Heimilisiðnaðarfélags Íslands í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Höfundur Sigrún Helgadóttir hefur óbilandi áhuga á þjóðbúningum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Eitt og annað hvatti listamenn til að flytja til Hveragerðis hernámsárið 1940 og árin þar á eftir. Þar á meðal má nefna lágan húshitunarkostnað og einnig þótti ýmsum hugmyndin um að nýta hverina til matseldar heillandi. Það má með sanni segja að bærinn sé listamannabær og fjöldi listamanna hefur sótt í kyrrðina og sæluna í Hveragerði til að vinna að listsköpun. Á vefsíðunni Listvinir.is er ítarlega fjallað um alla þá lista- menn sem aðsetur hafa haft í Hvera- gerði í tímans rás. Þar er meðal ann- ars tímalína með listamönnunum og sagt frá húsum þeirra, fjölskyldum og listaverkum. Samvinna lista- manna á árunum í kringum 1940 var mikil og létu þeir meðal annars bora eftir hita, leiða í hús sín og settu upp hitakassa á leiðslurnar fyrir matseld. Á síðunni er að finna ýmiss konar fróðleik í nútíð og fortíð í Hveragerði. Vefsíðan www.listvinir.is Listamannabær Áhugi listamanna á Hveragerði hefur haldist síðan um 1940. Matseld í hverunum heillaði Steingrímur Sigurgeirsson hefur skrifað um mat og vín um árabil á ýmsum stöðum, meðal annars í Morgunblaðinu. Árið 2000 kom út bókin Heimur vínsins eftir Stein- grím og nú hefur önnur bók, 300 blaðsíðna vínfróðleikur, bæst við. Bókin Vín – frá þrúgu í glas, eftir Steingrím er komin út og ætlar hann að fagna útgáfunni á Vínbarn- um í Templara,sundi í dag klukkan 17, stundvíslega. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, skálað, sötrað og spýtt og vonast Steingrímur til að sjá þar sem flesta vínáhugamenn. Endilega … Bókin Útgáfunni verður fagnað í dag. … mætið í útgáfugleði Fjarðarkaup Gildir 5. - 7. september verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir, kjötborð .................. 1.498 2.398 1.498 kr. kg Svínabógur, kjötborð.................. 698 898 698 kr. kg Ali Bayonne skinka..................... 1.198 1.495 1.198 kr. kg Ali hunangskótilettur léttreyktar... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Hagkaup Gildir 5. - 8. september verð nú verð áður mælie. verð Holta úrb. skinnlausar bringur ..... 2.099 2.799 2.099 kr. kg Ísl. naut 4% nautahakk .............. 1.759 2.199 1.759 kr. kg Laxabitar frosnir......................... 1.274 1.698 1.274 kr. kg Myllan heilsubrauð .................... 299 449 299 kr. stk. Kjarval Gildir 5. - 8. september verð nú verð áður mælie. verð Gourmet ungnautahakk.............. 1.598 2.027 1.598 kr. kg BN ýsublokk.............................. 1.188 1.398 1.188 kr. kg SS bláberjahelgarsteik ............... 2.558 3.198 2.558 kr. kg Nóa kex bitar, 175 g .................. 339 379 339 kr. pk. Krónan Gildir 5.-8. september verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta entrecote, erlent ......... 2.989 4.598 2.989 kr. kg Frönsk hvítlaukspanna ............... 1.358 1.598 1.358 kr. kg Kjúklingur með lime/rosmarin..... 1.198 1.349 1.198 kr. kg Kindafille og kindalundir............. 1.998 2.998 1.998 kr. kg Nóatún Gildir 6.-8. september verð nú verð áður mælie. verð Lamba prime, kjötborð ............... 2.898 3.498 2.898 kr. kg Ungnautalund 1/1 / ½, kjötborð 5.488 6.098 5.488 kr. kg ÍM kjúklingalæri, úrb. ................. 2.158 2.398 2.158 kr. kg SS hálflæri jurtakryddað ............. 1.998 2.569 1.998 kr. kg Þín Verslun Gildir 5.-8. september verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri, kjötborð ............ 2.998 3.998 2.998 kr. kg Nautafillet, kjötborð ................... 3.998 4.964 3.998 kr. kg Nautagúllas, kjötborð................. 2.169 2.894 2.169 kr. kg Nautasnitzel, kjötborð ................ 2.398 2.998 2.398 kr. kg Helgartilboð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.