Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 11
Í raun má segja að ævisparnaður nokkurra kynslóða hafi falist í faldbúningnum sem skreyttur var með silfri. Glæsilegar Nýir búningaar gerðir í samræmi við klæðnað íslenskra kvenna á 18. og 19. öld. kjallarageymslu og seinna fann Elsa hempuna á annarri deild safnsins. Gripunum var komið fyrir á betri stað og þeir hreinsaðir. Uppruni sveipaður dulúð Sigrún segir að Elsa E. Guð- jónsson hafi unnið ótrúlegt starf af mikilli alúð. Hún rannsakaði upp- runa búningsins góða og komst að merkilegri niðurstöðu sem Sigrún hefur aðeins bætt við. Hempan var nánast örugglega í eigu Sigríðar Magnúsdóttur (1734-1807) en hempuskildirnir bera fangamark hennar. Hún var einkadóttir rík- asta manns landsins á sinni tíð, Magnúsar amtmanns Gíslasonar, og eiginkona Ólafs Stefánssonar, varalögmanns og síðar stiftamt- manns. Elsa E. Guðjónsson taldi næsta víst að búningurinn allur væri frá amtmannsfjölskyldunni kominn og Ragnheiður Ólafsdóttir, dóttir þeirra hjóna, hefði látið Hooker hann í té. Kannski hafði hún notað eitthvað af þessu skarti þegar hún gifti sig árið 1804. Sig- rúnu finnst þó ekki síður líklegt að búningurinn hafi í raun verið brúð- arskart Þórunnar, eldri systur Ragnheiðar, þegar hún giftist Hannesi Finnssyni biskupi, aðeins 16 ára gömul árið 1780. Þórunn lést aðeins sex árum síðar og þá gæti búningurinn aftur hafa ratað til amtmannsfjölskyldunnar. Áhuginn glæðist Sigrún var svo lánsöm að kynnast Elsu og má sannarlega segja að eldmóðurinn hafi skilað sér til Sigrúnar og fleiri kvenna sem hafa aflað upplýsinga um þessa gömlu búninga svo þessi list og þekking gleymist ekki. „Nokkrar konur í Heimilisiðnaðarfélaginu fóru að afla upplýsinga um þessa gömlu búninga og kenna öðrum að sauma þá. Elsa kom og sagði okk- ur í hópnum Faldafeyki frá fald- búningnum og þar með kviknaði áhugi okkar á honum,“ segir Sig- rún. Afraksturinn má meðal ann- ars sjá í bók Sigrúnar, Faldar og skart. Ævisparnaður fjölskyld- unnar í búningnum „Það má í raun segja að í faldbúningum hafi falist ævi- sparnaður margra kynslóða. Hann var mjög verðmætur og oft mikið í hann lagt, eins og sjá má á því skarti sem gjarnan prýddi þessa búninga,“ segir Sigrún og vísar til þess skrauts sem sjá má á fjölmörgum myndum bókarinnar. Hálsfestar, ennisbönd, slár, nælur, ermahnappar, brjóstskraut og dýr- mæt belti úr skíru silfri voru á með- al hefðbundins skarts. Til er lýsing Niels Horrebow af Íslandi frá 18. öld. Hann segir meðal annars frá silfurskrauti kvenbúninga og lýsti einnig hvernig ríkiskonur væru búnar. Þær báru mörg „stór og skrautleg silfurpör niður eftir hempunni að framan, þrjá skraut- hnappa framan á höfuðbúnaði, oft með lituðum steinum, og á gifting- ardegi gyllta silfurkórónu í stað silkiklútsins yfir enninu, tvær silf- urfestar í lykkju niður á bak og brjóst utan yfir treyjunni og des- hús, jafnvel úr gulli, í lögun eins og hjarta eða krossmark, með nokkr- um hólfum og loki á báðum hliðum sem héngi í fíngerðri silfurfesti um hálsinn og niður á brjóstið“. Horrebow taldi að silfurbúnaður á kvenbúning hefði kostað á bilinu 300-400 ríkisdali. Það jafngildir um 200 ársverkum vinnukonu. „Þessir búningar erfðust frá móður til dóttur og er líklegt að þegar harðnaði í ári hafi einhverjar selt silf- urbúnaðinn og hann jafnvel farið í bræðslu, eins og fólk gerir í dag til að útvega sér pen- ing. Þess vegna er mjög merki- legt að búning- urinn sem Hook- er fór með úr landi skuli hafa varðveist,“ seg- ir Sigrún sem er Jörundi hundadaga- konungi þakk- lát fyrir að hafa í raun og veru bjargað fegursta fald- búningi ís- lenskra kvenna í þessu mikla björg- unarafreki árið 1809. Skarti prýddur Hér má sjá brúðarskartið sem Hooker flutti til Bret- lands. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands/Gísli Gestsson DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.