Morgunblaðið - 05.09.2013, Page 12

Morgunblaðið - 05.09.2013, Page 12
Morgunblaðið/Eggert Innanlandsflug Forstjóri FÍ segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan fyrir starfsemi flugfélagsins. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar starfsemi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, spurður um þýð- ingu flugvallarins í Vatnsmýri fyrir áætlunarflug FÍ og þær deilur sem uppi eru um fram- tíð Reykjavíkur- flugvallar. Fulltrúar FÍ hafa að sögn Árna tekið þátt í vinnu þar sem skoðaðir hafa verið aðrir mögulegir flug- vallarkostir, s.s. á Hólmsheiði eða að gerður yrði flugvöllur úti á Löngu- skerjum, en besti kosturinn sé sá að innanlandsflugið verði áfram í Vatns- mýri. ,,Við höfum líka skoðað þann mögu- leika að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og gert ýmsar kannanir á þeim kosti, en því miður myndu allt of fáir farþegar fylgja okkur þangað. Rekstrargrundvöllurinn yrði allt ann- ar og verri,“ segir Árni. Að sögn hans hafa verið gerðar kannanir meðal far- þega félagsins og í ljós komið að 30 til 40% svöruðu því til að þau myndu örugglega ekki hafa farið í það flug sem þeir voru í þegar þeir voru spurð- ir, ef miðstöð innanlandsflugsins hefði verið færð til Keflavíkur. „Þjónustan yrði því með allt öðrum hætti og lak- ari,“ segir Árni. Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur er gert ráð fyrir því að norður- suður-flugbrautin verði lögð af árið 2016 og austur-vestur-brautinni síðan lokað 2024. „Það þýðir í rauninni að strax árið 2016 yrði ekki grundvöllur fyrir því að halda úti flugi frá Vatnsmýrinni, þar sem aðeins yrði ein flugbraut á vell- inum,“ segir Árni. Hann minnir á að í úttekt sameiginlegrar nefndar Reykjavíkurborgar og ríkisins, sem gerð var fyrir nokkrum árum á Reykjavíkurflugvelli og öðrum mögu- legum flugvallarstæðum á höfuðborg- arsvæðinu, hafi niðurstaðan verið sú að nýting á einni flugbraut yrði ekki nema um 80%. Starfsemi við þær að- stæður myndi því ekki ganga upp, að mati Árna. „Ef menn ætla að halda sig við þessa dagsetningu árið 2016 og leggja niður aðra af aðalflugbrautum vallar- ins, þá yrði áætlunarflugi í Vatnsmýr- inni sjálfhætt. Nýtingarhlutfallið yrði það lágt að það yrði ómögulegt að halda úti áreiðanlegu áætlunarflugi sem viðskiptavinir gætu treyst á.“ Óvissan hefur bein áhrif Óvissan sem skapast hefur vegna áforma og deilna um framtíð Reykja- víkurflugvallar hefur haft bein áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands, að sögn Árna. Hann bendir á að þegar hugmyndir um byggingu samgöngumiðstöðvar voru settar til hliðar var í samkomu- laginu sem gert var í kjölfarið um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega á flugvellinum í Vatnsmýri tekið fram að uppbyggingin yrði á núverandi umráðasvæði FÍ. „Við lögðum þá inn hugmyndir að teikningum, sem hafa ekki fengið afgreiðslu vegna þessa máls,“ segir hann. Árni segir mikilvægt að niðurstaða fáist til frambúðar um áframhaldandi staðsetningu innanlandsflugsins. Hafa mætti til fyrirmyndar umræður sem fram fóru í Svíþjóð um flugvöll- inn í Bromma, sem er skammt utan miðborgar Stokkhólms. Þar hafi menn gert samkomulag til 30 ára um áframhaldandi starfsemi flugvallar- ins, sem nær til ársins 2038. „Ég tel að hér ættu menn að horfa til sam- komulags af þessu tagi til að reyna að ná utan um þetta mál,“ segir hann. Álögur sértækra gjalda hafa tvöfaldast frá 2009 Spurður um tekjur ríkisins af inn- anlandsflugi FÍ bendir Árni á að rík- isframlög til ISAVIA hafi minnkað og álögur á innanlandsfluið aukist. ISAVIA annast rekstur flugvalla landsins, þ.á m. minni flugvalla sem standa ekki undir sér af notkunar- gjöldum, sem fjármagnaður hefur verið af ríkinu. „Ríkið hefur verið að lækka það framlag til ISAVIA á und- anförnum árum og þar með hafa álög- ur á innanlandsflugið aukist veru- lega,“ segir Árni. „Það má því segja að hlutdeild okk- ar í þeim kostnaði hafi vaxið á und- anförnum árum. Þessi sértæku gjöld, farþegagjöld, lendingargjöld, flug- leiðsögugjöld o.fl., hafa fjórfaldast á undanförnum tíu árum eða frá 2003 og tvöfaldast frá 2009.“ Völlur í Vatns- mýri besti kostur  Forstjóri FÍ segir að verði norður/suður-flugbrautinni lokað árið 2016 sé áætlunarflugi í Vatnsmýrinni sjálfhætt Árni Gunnarsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Alls var tilkynnt um 871 karl og 481 konu sem lent höfðu í vinnuslysum á árinu 2012 eða samtals 1.352 manns. Borið saman við árið áður er það af svipaðri stærðargráðu og almennt heldur fækkandi. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlits- ins fyrir árið 2012, sem kynnt var í gær. Slys- um í mannvirkjageiranum hefur haldið áfram að fækka og eru þau færri nú en áður. Fækk- un þessara slysa er meiri en sem nemur þeim mikla samdrætti sem hefur orðið í greininni. Í fiskiðnaði er hins vegar merkjanleg aukn- ing vinnuslysa sl. tvö ár. Sú aukning verður ekki rakin til þess að fleiri starfi í greininni. Væntanlegar skýringar liggja í betri skrán- ingu, en það er aðeins hluti skýringarinnar. Opinber stjórnsýsla, fyrst og fremst lög- gæsla, en einnig ýmis önnur opinber stjórn- sýsla, er nú orðin umfangsmikil í slysatölum og kallar á að gert sé átak til að tryggja bætta slysavernd innan þessa geira, segir í árs- skýrslu Vinnueftirlitsins. 1.352 lentu í vinnuslysum 2012  Fleiri slys í fiskiðnaði, löggæslu og opinberri stjórnsýslu Slys Fjölgun slysa í fiskiðnaði. Guesthouse & Restaurant Lækjargötu Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is PISA Til sölu er glæsilegt gistihús og ítalskur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur. Spennandi fyrirtæki í eigin húsnæði en einnig er möguleiki á að kaupa aðeins reksturinn. Áhvílandi hagstæð lán til langs tíma. H a u ku r 0 9 .1 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.