Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Nauðsynlegt er að Íslendingar haldi
vöku sinni gagnvart mansali og
vændi sem því tengist. Í Noregi geri
litháska mafían og nígerískir glæpa-
menn út fjölda
vændiskvenna
sem þeir haldi í
heljargreipum of-
beldis og vímu-
efnafíknar. „Fyrir
um ári var mér
sagt að litháska
mafían væri á Ís-
landi og ég varð
mjög hissa. Ég
hélt ekki að hún
gæti náð fótfestu í svona litlu sam-
félagi.“
Þetta segir Mildrid Mikkelsen sem
stýrir Rosa-prosjectet, athvarfi og
hjálparsamtökum fyrir fórnarlömb
mansals í Osló.
Íslendingar verði að reyna hvað
þeir geta til að losna við lithásku maf-
íuna enda sé hún bæði hættuleg og
vel skipulögð.
Í fyrra tók Rosa-prosjectet á móti
146 einstaklingum sem talið var að
væru fórnarlömb mansals, þar af
voru sextán karlmenn. Fjórtán börn
fylgdu mæðrum sínum í athvarfið.
Rosa-prosjectet hefur aðstoðað
margar konur frá Eystrasaltsríkj-
unum og eru konur frá Litháen flest-
ar í þeim hópi en þær koma einnig
frá Lettlandi og Eistlandi. Nú er
tæplega fertug vændiskona frá Lett-
landi í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar á vændiskaupum á Íslandi en
í hennar tilviki leikur ekki grunur á
mansali.
Mildrid segir að það þekkist að
konur komi frá Eystrasaltsríkjunum
upp á eigin spýtur til að stunda
vændi, án aðkomu glæpasamtaka.
Það sé á hinn bóginn algengt að
glæpamenn nái tökum á þeim með
einhverjum hætti, þótt síðar verði.
Það fer ekki á milli mála að Mild-
rid telur ástandið í Litháen verst og
þaðan hefur hún heyrt afar ljótar
sögur, bæði frá konum sem hafa orð-
ið fórnarlömb mafíunnar og frá Kar-
itas, samtökum sem aðstoða fórnar-
lömb mansals í Litháen.
Lithásk kona sem leitaði hjálpar
Rosa-prosjectet fyrir um tveimur ár-
um lýsti því að hún hefði verið neydd
til að horfa á þegar kærasti hennar
var myrtur. Hún var síðan sprautuð
með heróíní til að gera hana háða
fíkniefninu. „Þannig höfðu þeir
stjórn á henni,“ segir Mildrid.
Áður en konur séu þvingaðar í
vændi sé algengt að þeim sé nauðgað
af hópi karlmanna til að brjóta niður
mótstöðuafl þeira. Jafnvel þótt kon-
unum takist að sleppa sé erfitt fyrir
þær að snúa aftur til Litháens því
glæpamönnunum reynist auðvelt að
hafa uppi á þeim og þvinga þær aftur
í vændi. „Skipulagðir glæpahópar í
Litháen bera alls enga virðingu fyrir
mannslífum,“ segir Mildrid.
Undanfarið hafi komið fram dæmi
um að litháskir glæpamenn beini
spjótum sínum að lítillega greindar-
skertum stúlkum, í þeirri von að
þeim reynist erfiðara að leita til yfir-
valda og bera vitni fyrir dómi.
Miklir möguleikar á mansali
Frá því Rosa-prosjectet hóf starf-
semi árið 2009 hafa konur frá Níger-
íu ávallt verið fjölmennasti hópurinn
en að meðaltali hafa 25 nígerískar
konur leitað þar aðstoðar á ári.
Mildrid segir að meirihluti vænd-
iskvenna í Noregi sé frá öðrum lönd-
um og stærsti hópurinn komi frá
Nígeríu. Einnig komi margar frá
Búlgaríu, Rúmeníu og Litháen. „Ef
þú kaupir kynlíf í Noregi eru miklir
möguleikar á að konan sé fórnarlamb
mansals,“ segir hún.
Ástæðan fyrir miklum fjölda
kvenna frá Nígeríu megi að hluta
rekja til efnahagserfiðleika á Ítalíu
og Spáni. „Ástandið er betra hér í
Noregi og glæpamennirnir geta því
náð meiri peningum út úr þeim hér,“
segir Mildrid. Konurnar séu ekki
eingöngu þvingaðar í vændi því þær
séu einnig látnar flytja illa fengið fé
og fíkniefni.
Mildrid segir sérstaklega erfitt
fyrir nígerísku konurnar að brjótast
undan þessu oki. Fyrir því séu eink-
um tvær aðstæður. Annars vegar
hafi þær margar verið látnar vinna
eið, oft í formlegri athöfn, um að þær
hlýði glæpamönnum og rjúfi þær eið-
inn muni þær hljóta ill örlög. „Konur
sem hingað hafa komið hafa sturlast
og kennt eiðrofinu um sturlunina. Ef
þær þjást af þunglyndi er eiðrofinu
einnig kennt um,“ segir hún.
Hins vegar sé þeim talin trú um að
þær skuldi glæpamönnunum stórfé
og hætti þær að borga, hvað þá ef
þær leita til yfirvalda, fái fjölskylda
þeirra í Nígeríu að kenna á því.
Þrátt fyrir þetta hafi sumum tekist
að losna úr vændinu. „En það er erf-
itt að hjálpa þeim,“ segir Mildrid.
Minnihlutinn fáist til að leggja fram
kæru og bera vitni í dómsmáli, en hið
síðarnefnda sé skilyrði fyrir því að
þær fái hæli í Noregi. Beri þær ekki
vitni sé líklegast að þær verði sendar
til Ítalíu eða Spánar, á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar, og þar
eigi glæpahóparnir auðvelt með að
hremma þær á nýjan leik
Norðmenn, líkt og Íslendingar,
hafa farið sænsku leiðina, þ.e. gert
vændiskaup ólögleg, en vændissala
er ekki refsiverð. Mildrid telur að
þessi aðferð hafi leitt til minni eftir-
spurnar eftir vændi.
Nöfn þeirra sem eru sektaðir eða
sakfelldir fyrir vændiskaup eru ekki
birt opinberlega, ekki frekar en hér á
landi. Mildrid hlær dátt þegar hún er
spurð hvort hún telji að gera eigi
nöfn vændiskaupenda opinber. „Já,
hví ekki. Ég held að það myndi
örugglega letja þá til þess að kaupa
konur,“ segir hún.
Gerð háð heróíni og þvinguð í vændi
Reyni hvað þeir geti til að losna við lithásku mafíuna Lítillega greindarskertar stúlkur fórnarlömb
Stærstur hluti vændiskvenna í Noregi er frá Nígeríu Íslendingar haldi vöku sinni gagnvart mansali
AFP
Neyð Víða í fátækum ríkjum Austur-Evrópu hafa konur neyðst út í vændi
eða eru neyddar til vændis. Þessi mynd er frá Úkraínu.
Mildrid Mikkelsen
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar
100% made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.