Morgunblaðið - 05.09.2013, Page 20

Morgunblaðið - 05.09.2013, Page 20
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í kaffihúsinu Simbahöllinni á Þing- eyri er sterk sál eins og gjarnan er að finna í húsum sem hafa séð tím- ana tvenna. Reyndar býsna fjöl- þjóðleg sál, blanda þess besta af Vestfjörðum, Danmörku og Belgíu. Og útkoman er engu lík. Þetta gamla hús var áður í mik- illi niðurníðslu, sumir uppnefndu það Draugahöllina. En það hefur heldur betur hlotið uppreisn æru, þökk sé ungum og atorkusömum hjónum sem gerðu húsið upp og hafa rekið þar kaffihús á sumrin og um páskana undanfarin fjögur ár. Þetta eru þau Janne Kristensen frá Danmörku og Wouter Van Hoeymissen sem er frá Belgíu. „Það var aldrei planið eða draumurinn að reka kaffihús á Þing- eyri. Þetta bara gerðist einhvern veginn,“ segir Janne. „Wouter, mað- urinn minn, hafði ferðast mikið um Ísland, meðal annars komið á Þing- eyri, en við kynntumst í háskólanámi í Reykjavík. Hann frétti af því að það ætti að rífa húsið og við ákváðum þá að kaupa það. Hugmyndin var að gera húsið upp, jafnvel selja það eða nýta það sem sumarhús. En þegar við vorum að þrífa húsið komu þess- ar flottu innréttingar í ljós og þá skiptum við um skoðun.“ Flestir gestir eru ferðamenn Innréttingarnar sem Janne vís- ar til eru upprunalegar innréttingar sem eru síðan verslun var rekin í húsinu frá árinu 1915 og fram á átt- unda áratuginn. „Okkur langaði til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur sjálf og aðra og opnuðum því kaffihúsið 2009.“ Nú reka þau kaffihús í húsinu og búa jafnframt á efri hæð þess. „Það er stundum kostur að búa í sama húsi og maður vinnur í, en þó ekki alltaf,“ segir Janne. Flestir gestir Simbahallarinnar eru ferðamenn, fyrstu árin voru Ís- lendingar í meirihluta en með aukn- um fjölda erlendra ferðamanna hef- ur þeim útlendingum fjölgað sem sækja Simbahöllina heim. „Ætli það sé ekki núna 50/50, hlutfallið á milli Íslendinga og útlendinga.“ Auk Simbahallarinnar reka þau hesta- og fjallahjólaleigu. „Við sáum að það vantaði fleiri möguleika í af- þreyingu fyrir ferðafólk hérna á Þingeyri og ákváðum að bjóða upp á þetta. Það hefur verið nokkuð mikið að gera,“ segir Janne. Boðið er upp á bæði mat og kaffi í Simbahöllinni, belgískar vöfflur eru sérréttur hússins og hefur frægð þeirra borist langt fyrir utan Vest- firðina. Belgískar vöfflur eru að mörgu leyti frábrugðnar þeim hefð- bundnu, þær innihalda alltaf ger og eru ferkantaðar með djúpum holum. Rabarbarasulta Simbahallarinnar er ekki síður víðfræg, en hún er búin til úr rabarbara úr fjallshlíðum Dýra- fjarðar og soðin í nokkuð styttri tíma en venjan er. Allar veitingar sem eru á boðstólum í Simbahöllinni eru út- búnar af þeim Janne og Wouter. Þau Morgunblaðið/Kristinn Atorka á Vestfjörðum Janne og Wouter gerðu Simbahöllina á Þingeyri upp, um 100 ára gamalt verslunarhús. „Þetta bara gerðist einhvern veginn“  Atorkusöm hjón reka kaffihús í fyrrverandi draugahöll „Ég lánaði hann yfir í Bíldudal í sumar vegna tímaskorts, en býst við að hann verði í siglingum héðan frá Þingeyri næsta sumar,“ segir Valdimar Elíasson smiður á Þingeyri og eigandi Víkingaskipsins Vésteins sem undanfarin sumur hefur siglt með farþega frá Þingeyri um Dýrafjörðinn. Valdimar smíðaði Véstein í félagi við annan mann árið 2008 og var skipið sjósett sama ár. Efniviðurinn er eik og lerki frá Eistlandi. „Áhugi á víkingum og sögunni fékk mig út í þetta. Þetta er virkilega skemmtilegt og Vésteinn vekur alls staðar athygli.“ Ljósmynd/Víkingaskipið Vésteinn Vésteinn Vekur athygli, enda ber víkingaskip ekki fyrir augu á hverjum degi. Vésteinn vekur víða athygli  Bridgefélagið Gosi var stofnað í mars árið 1958. Félagið er því 55 ára og líklega elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum. Morgunblaðið greindi frá því í máli og myndum þegar Gosi fagnaði fer- tugsafmæli sínu árið 1998. Þar segir meðal annars að stofnfélagar hafi verið 31 og að félagið hafi á árum áð- ur alloft sigrað í stórmótum, bæði innan fjarða á Vestfjörðum og annars staðar á landinu. Nú mun vera heldur lítið um reglu- lega starfsemi í félaginu og hefur lít- ið verið spilað á þess vegum undan- farin tvö ár. Morgunblaðið/Þorkell Bridge Gosi á Þingeyri hefur starfað í 55 ár. Nú er þar lítil starfsemi. Gosi á Þingeyri er 55 ára Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dragnótabáturinn Dýrfiskur ÍS-96 leggst að bryggju á Þing- eyri snemma kvölds í ágúst. Veð- ur er milt, báturinn er bundinn þéttingsfast við bryggju, menn stökkva léttir á fæti frá borði og halda heim á leið. Enginn afli er um borð, því eins einkennilega og það kann að hljóma var verið að fóðra fiska í Dýrafirði. En á þessu er skynsamleg skýring. Dýrfiskur er í eigu sam- nefnds fiskeldisfyrirtækis sem var stofnað fyrir fimm árum og hefur leyfi til að framleiða 2.000 tonn af regnbogasilungi í sjókví- um í Dýrafirði. Hingað til hefur leyfið einungis verið nýtt að hluta, en nú standa aukin umsvif fyrir dyrum. Hjá Dýrfiski vinna að jafnaði þrír starfsmenn, en lausafólk bæt- ist við þegar fiskinum er slátrað. Auk eldisins í Dýrafirði er fyrir- tækið með starfsemi í Tálknafirði og Önundarfirði. Að sögn Brynjars Gunnars- sonar hjá Dýrfiski er fiskurinn fóðraður á hverjum degi. „Það er farið á hverjum einasta degi, nema yfir köldustu mánuðina jan- úar, febrúar og mars, en þá för- um við annan hvern dag og gef- um minna fóður. Við gefum rúm fjögur tonn af fóðri á dag og það tekur um átta tíma.“ Slátra 700 tonnum í janúar Fóðrinu er komið fyrir í dælu og því er síðan dælt með sverri slöngu niður í kvíarnar. Fóðrið Regnbogasilungurinn fær fjögur tonn af fóðri á dag  Dýrfiskur hyggur á aukin umsvif í fiskeldi í Dýrafirði Bjartsýni Brynjar Gunnarsson segir sjókvíum Dýrfisks hafa verið fjölgað. VESTFIRÐIR DAGA HRINGFERÐ ÞINGEYRI Grunnkort/Loftmyndir ehf. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.